Dauðateygjur sekkjapípunnar

  Hljóðfærið sekkjapípa á sér langa og flókna sögu.  Hún nær aftur um aldir.  Í dag er hún einskonar þjóðarhljóðfæri Skota.  Skotar eru um hálf sjötta milljón.  Aðeins sex þúsund þeirra kann að spila á sekkjapípu.  Þeim fækkar hratt.  Svo hratt að reiknað hefur verið út að eftir örfáa áratugi heyri sekkjapípan sögunni til.  Til að viðhalda þekkingu á sekkjapípuspili þurfi 350 þúsund manns að kunna á hljóðfærið og kenna komandi kynslóðum á það.  

  Skotar geta tekið Grænlendinga sér til fyrirmyndar.  Fyrir nokkrum áratugum kunni aðeins einn Grænlendingur grænlenska trommudansinn.  Hann var sendur þvers og kruss um Grænland til að endurvekja trommudansinn.  Með einstaklega góðum árangri.  Áhugi grænlenskra barna var til staðar.  Í dag blómstrar grænlenski trommudansinn.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég tengi sekkjapípu við heiður, gleði, sorg og Sean Connery.

Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 23.1.2020 kl. 08:30

2 identicon

Eigum við ekki að gera 1. Febrúar að degi sekkjapípunnar ?

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 23.1.2020 kl. 09:20

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hvað ætli margir Íslendingar kunni að spila á sög og langspil??

Sigurður I B Guðmundsson, 23.1.2020 kl. 13:10

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Síðastliðið haust dvaldi ég í nokkra daga á evrópskri ráðstefnu í Baskabænum Candás, sem er gamall, lítill útgerðarbær á norðurströnd Spánar. 

Þar kom fram á stórri samkomu um það bil 40 manna sekkjapípuhljómsveit, sem blés mikinn með feikilegu hljómafli.  

Ómar Ragnarsson, 23.1.2020 kl. 16:21

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég er ekki sannfærður um að dauðahryglur þessa apparats, sem líklega er réttara að kalla vopn en hljóðfæri, muni hljóma neitt verr en veinin úr því í fullu fjöri foot-in-mouth

Þorsteinn Siglaugsson, 24.1.2020 kl. 19:47

6 Smámynd: Jens Guð

Sigurður Bjarklind, ég tek undir það.

Jens Guð, 25.1.2020 kl. 11:53

7 Smámynd: Jens Guð

Jósef Smári,  ég tek þig á orðinu!

Jens Guð, 25.1.2020 kl. 11:53

8 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  fáir og fækkar.  Faðir minn heitinn glamraði stundum á sög.  Fyrir nokkrum árum var færeyska hljómsveitin Yggdrasil með hljómleika á Rósenberg.  Íslendingur - ég man ekki nafnið - slóst í hópinn og spilaði ljómandi vel á sög.

Jens Guð, 25.1.2020 kl. 12:12

9 Smámynd: Jens Guð

Ómar,  þetta hefur verið góð skemmtun.

Jens Guð, 25.1.2020 kl. 12:17

10 Smámynd: Jens Guð

Þorsteinn,  góður!

Jens Guð, 25.1.2020 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband