8.2.2020 | 23:23
Illa farið með góðan dreng
Ég rekst stundum á mann. Við erum málkunnugir. Köllum hann Palla. Hann býr í lítill blokk. Í sama stigagangi býr vinur hans. Köllum hann Kalla. Þeir eru hálfsjötugir einstæðingar. Fyrir bragðið sækja þeir í félagsskap hvors annars. Fá sér stundum bjór saman; tefla, skreppa í bingó og svo framvegis.
Í hvert sinn sem ég rekst á Palla hefst samtalið á þessum orðum: "Ég er alveg að gefast upp á Kalla." Í kjölfar kemur skýring á því. Í gær var hún svona:
"Hann bauð mér út að borða. Þegar við héldum af stað bað hann mig um að aka að Bæjarins bestu. Það var allt í lagi. Mér þykir pylsur góðar. Hann pantaði tvær pylsur með öllu og gos. Ég hélt að önnur væri handa mér og hann myndi spyrja hvernig gos ég vildi. En, nei, pylsurnar voru handa honum. Ég pantaði pylsu og gos. Þegar kom að því að borga sqagði hann: "Heyrðu, ég gleymdi að taka veskið með mér. Þú græjar þetta." Ekki í fyrsta skipti sem hann leikur þennan leik. Þegar við vorum búnir með pylsurnar sagðist hann verða að fá eitthvað sætt á eftir. Við keyrðum að konditorí-bakaríi. Ég keypti handa okkur tertusneiðar og heitt súkkulaði. Hann kvartaði undan tertunni. Skóf utan af henni allt besta gumsið og borðaði það. Skildi sjálfa tertukökuna eftir. Lét mig síðan kaupa aðra og öðruvísi tertusneið."
Fyrir mánuði rakst ég á Palla. Þá sagði hann:
"Ég er alveg að gefast upp á Kalla. Um daginn stakk hann upp á því að við myndum halda upp á jólin með stæl. Gefa hvor öðrum lúxus-jólagjafir. Samt eitthvað gagnlegt sem við myndum hvort sem er kaupa sjálfir fyrr eða síðar. Ég var tregur til. Enda auralítill. Honum tókst að tala mig til með þeim rökum að hann væri búinn að kaupa góða jólagjöf handa mér sem ég ætti eftir að nota oft. Er ég samþykkti þetta sagðist hann vera búinn að velja sér jólagjöf frá mér. Það væri tiltekinn snjallsími. Mér þótti heldur mikið í lagt. Um leið fékk ég þá flugu í hausinn að hann væri búinn að kaupa samskonar síma handa mér. Ég hafði stundum talað um að fá mér snjallsíma. Flestir eru með svoleiðis í dag. Á aðfangadag tók ég upp pakkann frá honum. Í honum voru tíu þvottapokar úr Rúmfatalagernum sem kosta 99 kr. stykkið"
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkar: Fjármál, Lífstíll, Viðskipti og fjármál | Breytt 9.2.2020 kl. 20:47 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
Nýjustu athugasemdir
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Er einhver hundur í þér Bjarni??????? johanneliasson 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundleiðinlegur,hundfúll, það er enginn hundskemmtilegur Bjarni 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Stefán, þetta er áhugaverð pæling hjá þér. jensgud 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Það er nokkuð til í því sem Bjarni skrifar hér að ofan, en það ... Stefán 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: jarni, takk fyrir áhugaverðan fróðleik um hunda. jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundar eru hvimleið kvikind, geltandi dag og nótt, glefsandi hæ... Bjarni 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Sigurður I B, jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góð spurning! jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Þetta minnir mig á....Nú eru jólin búin og jólasveinarnir farni... sigurdurig 8.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Var hann greindur með þunglyndi???????? johanneliasson 8.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 9
- Sl. sólarhring: 86
- Sl. viku: 1434
- Frá upphafi: 4119001
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 1099
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Þetta eru snjallir menn. Báðir tveir. Og það að þeir skuli vera vinir staðfestir að súrrealisminn er hin eina raunsæja lífssýn.
Þorsteinn Siglaugsson, 8.2.2020 kl. 23:56
Það var semsagt Kalli sem þú rakst á fyrir mánuði? ;-)
Góð saga!
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 9.2.2020 kl. 01:16
Ljúfsár saga um ástar-haturssamband sem hvorugur getur án verið.
sigurður bjarklind (IP-tala skráð) 9.2.2020 kl. 07:37
Þorsteinn, satt segir þú.
Jens Guð, 9.2.2020 kl. 08:25
Bjarni, takk fyrir ábendinguna. Ég leiðrétti þetta. Ég hef aldrei hitt Kalla. En það væri áhugavert.
Jens Guð, 9.2.2020 kl. 08:27
Sigurður, góð lýsing hjá þér. Þetta minnir mig á vinahjón mín sem nú eru látin. Þau rifust stöðugt og voru stóryrt. Þegar annað þeirra heyrði ekki til þá hlóð hitt á það lofi. Þegar annað þeirra veiktist þá tók hitt sér frí í vinnu til að hjúkra og stjana við það. Þau nærðust á rifrildinu. Það var súrefnið í hjónabandi þeirra.
Jens Guð, 9.2.2020 kl. 08:34
Eru þeir kannski báðir í skápnum og fara mismunandi leið til að tjá ást sína!!!!!!!!!!
Sigurður I B Guðmundsson, 9.2.2020 kl. 11:33
Sigurður I B, ég held að þeir séu of gamlir til að leiða huga að því. Samt gæti verið einhver þannig flötur á tilveru þeirra.
Jens Guð, 9.2.2020 kl. 15:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.