Þegar Harrison hrekkti Phil Collins

 

  Ýmsir tónlistarmenn líta á Phil Collins sem fígúru.  Eða hafa að öðru leyti lítið álit á persónunni.  Til að mynda Liam Callagher.  Bítlarnir Paul McCartney, Ringo Starr og George Harrison líka.  

  1970 fékk sá síðastnefndi Phil til að spila á bongótrommur í laginu "Art of dying" fyrir plötuna flottu "All things must pass".  Hann var þá í hljómsveitinni Flaming Youth.  Þetta var nokkru fyrir daga Brand X og Genesis. 

  Þegar platan kom út var bongótrommuleikur Phils fjarri góðu gamni.  Það var áfall fyrir unga manninn sem dýrkaði Bítlana og hafði stúderað trommuleik Ringos út í hörgul.  Hann kunni ekki við að leita skýringar fyrr en mörgum árum síðar.  Þá var hann orðinn frægur og kominn með sjálfstraust til þess.

  George brá á leik.  Hann var alltaf stríðinn og hrekkjóttur.  Hann fékk Ray Cooder til að koma í hljóðver og spila afar illa og klaufalega á bongótrommur undir lagið.  Svo skemmtilega vildi til að í lok upphaflegu hljóðritunarinnar á laginu heyrist George kalla:  "Phil,  við hljóðritum þetta aftur og nú án bongótrommuleiks."  

  Þessa upptöku með lélega bongóleiknum spilaði George fyrir Phil.  Honum var verulega brugðið; miður sín yfir því hvað bongótrommuleikur "hans" var ömurlegur.  Einnig við að heyra George í raun reka hann.  

  Phil sá sem George ávarpaði í upptökunni var ekki Collins heldur upptökustjórinn, Phil Spector.   Mörgum árum síðar sagði George kauða frá hrekknum.  Þungu fargi var af honum létt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Phil Collins er einn allra besti trommuleikari sem uppi hefur verið í rokki og jazzrokki, en morðinginn Phil Spector verðskuldar hinsvegar að vera kallaður fígúra eða þaðan af verra. 

Stefán (IP-tala skráð) 21.2.2020 kl. 14:53

2 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  ég tek undir hvert orð og geng út frá því sem vísu að Bítlarnir myndu einnig gera það.

Jens Guð, 22.2.2020 kl. 07:43

3 identicon

Þetta er skkemmtileg saga og gaman að heyra Phil sjálfan segja hana í sjálfsævisögunni . Til á Storytel.

Ólafur Þórir Auðunsson (IP-tala skráð) 23.2.2020 kl. 17:17

4 Smámynd: Jens Guð

Ólafur,  takk fyrir þetta innlegg.  Ég vissi ekki af bókinni. 

Jens Guð, 23.2.2020 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.