Ljúf plata

  Undanfarna daga hefur platan Songbird rúllađ í spilaranum hjá mér.  Á henni syngur Helga Fanney.  Fađir hennar,  Tómas Malmberg,  spilar snyrtilega undir ýmist á píanó eđa kassagítar.  Hann er jafnframt höfundur gullfallegs lokalags plötunnar,  Ţú lífs míns ljós.  Textinn er eftir Ruth Reginalds Moore.  Hin 9 lögin eru kunnar og sívinsćlar ballöđur.  Allar nema ein engilsaxneskar.  Lagavaliđ hefur kosti og galla.  Kostirnir eru međal annars ţeir ađ lögin eru góđ.  Hlustandinn ţekkir lögin strax viđ fyrstu spilun og kann vćntanlega vel viđ ţau flest. 

  Gallinn er sá helstur ađ ţau hafa veriđ sungin af mörgum bestu poppsöngvurum heims.  Söngvarinn er í ţeirri stöđu ađ vera borinn saman viđ ţá.  Ţađ er ekki auđvelt hlutskipti.  Helga Fanney sleppur nokkuđ vel út úr samanburđinum.  Međal annars vegna ţess ađ söngur hennar er einlćgur, tilgerđarlaus og blćbrigđaríkur.  Söngröddin er hljómfögur og raddbeiting ágćt. 

  Flutningurinn er skemmtilega hrár,  hljóđritađur í einni töku.  Gaman hefđi veriđ ađ heyra íslenska texta sem til eru viđ sum lögin.  Til ađ mynda Imagine eftir John Lennon (Ađ hugsa sér kallast ţýđing Ţórarins Eldjárn),  Arms of an angel eftir Söru Mclachian  (Umvafin englum í ţýđingu Valgeirs Skagfjörđ) og Hallelujah eftir Leonard Cohen (íslenskur texti eftir Jóhönnu F. Karlsdóttur, líka eftir Ragnar Geir Brynjólfsson og eftir Val Gunnarsson,  svo og Stefán Gíslason).

  Af öđrum lögum er vert ađ nefna Make you feel my love eftir Bob Dylan og When I think of angels eftir KK. 

  Helga Fanney er ađeins 14 ára í sumum lögunum en hljómar ekki eins og barn.  Hún er eitthvađ eldri í öđrum lögum.  Ég giska á 16 - 17 ára.  Aldursmunurinn heyrist ekki.

  Songbird er notaleg plata.     

Helga Fanney 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lagiđ " When I think of angels" er reyndar ađ meginhluta eftir Bob Dylan.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráđ) 22.3.2020 kl. 16:16

2 identicon

Ţađ ţarf smekkmann til ađ nappa snyrtilega svona fallegum hljómum frá meistara Bob Dylan.

Stefán (IP-tala skráđ) 24.3.2020 kl. 09:31

3 Smámynd: Jens Guđ

Jósef Smári,  viđ skulum skilgreina ţađ ţannig ađ KK sé ađ heiđra Dylan međ ţví ađ sćkja í hann.  Dylan hefur gert mikiđ af slíku varđandi sínar fyrirmyndir.  Ein helsta fyrirmynd hans,  Woody Guthrie,  sagđi ađ galdurinn viđ ađ semja góđ lög vćri ađ hnupla úr góđum lögum.  

Jens Guđ, 25.3.2020 kl. 20:31

4 Smámynd: Jens Guđ

Stefán,  ég tek undir ţađ.

Jens Guđ, 25.3.2020 kl. 20:31

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband