5.6.2020 | 00:00
Auglýsingar í íslenskum eða erlendum miðlum?
Einhverjir hafa eflaust tekið eftir því að íslenska samfélagið höktir um þessar mundir. Sjaldan hafa jafn mörg fyrirtæki átt í erfiðleikum. Atvinnuleysi er óásættanlegt. Áfram mætti telja. Þess vegna velti ég fyrir mér eftirfarandi:
Helsta tekjulind stærstu samfélagsmiðlanna er auglýsingasala. Svo ég taki Facebook sem dæmi þá er tiltölulega ódýrt að auglýsa þar. Einn auglýsingapakki kostar kannski 5000 kall. Útlagður kostnaður miðilsins er enginn. Auglýsendur græja þetta allt sjálfir.
Ýmsir gallar eru við auglýsingar á Facebook. Það er kúnst að nýta miðilinn þannig að snertiverð sé hagstætt.
Ástæða er til að gagnrýna samfélagsmiðlana sem auglýsingavettvang. Þeir borga enga skatta eða gjöld af auglýsingatekjum sínum. Ekki einu sinni virðisaukaskatt. Þess vegna er einkennilegt að sjá Alþýðusamband Íslands, ASÍ, auglýsa í þeim.
Ég hvet íslenska auglýsendur til að sniðganga samfélagsmiðlana. Auglýsa einungis í íslenskum fjölmiðlum. Ekki endilega til frambúðar. Aðeins og fyrst og fremst núna þangað til hjól atvinnulífsins ná að snúast lipurlega. Á svona tímum þurfum við Íslendingar að snúa bökum saman og gera allt sem í okkar valdi stendur til að yfirstíga yfirstandandi þrengingar. Ferðast innanlands og til Færeyja, Gefa erlendum póstverslunum frí um stund; beina viðskiptum til íslenskra fyrirtækja og blasta íslenskri tónlist sem aldrei fyrr.
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Fjármál, Fjölmiðlar, Vísindi og fræði | Breytt 6.6.2020 kl. 10:42 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
Nýjustu athugasemdir
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Sigurður I B, jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góð spurning! jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Þetta minnir mig á....Nú eru jólin búin og jólasveinarnir farni... sigurdurig 8.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Var hann greindur með þunglyndi???????? johanneliasson 8.1.2025
- Furðulegur hundur: Sigurður I B (#7), ég hlakka til. jensgud 7.1.2025
- Furðulegur hundur: Meira á morgun!!!!! sigurdurig 7.1.2025
- Furðulegur hundur: Sigurður I B, þessi er lúmskur! jensgud 7.1.2025
- Furðulegur hundur: Þetta minnir mig á..geggjaða búfræðinginn sem varð að hætta því... sigurdurig 7.1.2025
- Furðulegur hundur: Stefán, takk fyrir þessa fréttaskýringu. jensgud 7.1.2025
- Furðulegur hundur: Jóhann, svo sannarlega! jensgud 7.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 258
- Sl. sólarhring: 419
- Sl. viku: 1312
- Frá upphafi: 4118798
Annað
- Innlit í dag: 202
- Innlit sl. viku: 1015
- Gestir í dag: 195
- IP-tölur í dag: 193
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Sammála. Það er með öllu ólíðandi að þessir skrattakollar borgi ekki skatt af auglýsingatekjum.
sigurður bjarklind (IP-tala skráð) 5.6.2020 kl. 06:46
4.4.2019:
"Bandarísk stjórnvöld fara fram á það við Frakka að þeir hætti við að leggja sérstakan skatt á stór net- og tæknifyrirtæki, svo sem Facebook og Apple."
"Fyrir franska þinginu liggur frumvarp um þriggja prósenta skatt á net- og tæknifyrirtæki sem hafa meira en 750 milljónir evra í tekjur á ári á heimsvísu.
Skatturinn á að leggjast á tekjur þeirra af auglýsingum og sölu á persónuupplýsingum viðskiptavinanna.
Stjórnvöld í fleiri ríkjum íhuga að skattleggja þessi fyrirtæki, þeirra á meðal í Bretlandi, Spáni, Austurríki og Ítalíu.
Því hefur víða verið mótmælt að þessi stórfyrirtæki beiti alls kyns brögðum til að koma sér undan því að greiða skatta af ágóðanum." [Eins og álfyrirtækin hér á Íslandi]
Bandarísk stjórnvöld biðja Frakka um að hætta við skatt á netfyrirtæki
19.11.2015:
"Tilbúið tap" og "skandall" að mati fyrrverandi ríkisskattstjóra."
"Fjallað er um málið í nýjasta tölublaði Stundarinnar. Þar segir að á síðasta ári hafi Alcoa á Íslandi, móðurfélag álverksmiðjunnar á Reyðarfirði sem rekin er undir merkjum Alcoa Fjarðaáls ehf, greitt móðurfélagi sínu í Lúxemborg tæpa 3,5 milljarða króna í vexti og vitnar til nýlegra ársreikninga Alcoa félaganna á Íslandi.
Kastljós hefur ítrekað fjallað um þá staðreynd að Alcoa hafi aldrei greitt svokallaðan fyrirtækjaskatt hér á landi, enda hefur félagið aldrei skilað hagnaði hér.
Á sama tíma hafa 57 milljarðar króna runnið út úr rekstrinum hér til Lúxemborgar í formi vaxtagreiðslna sem ekki eru skattlagðar og dragast í leiðinni frá hagnaði starfseminnar hér á landi."
Alcoa aldrei greitt fyrirtækjaskatt hér á Íslandi - Alcoa greitt Alcoa um 60 milljarða króna í vexti
Þorsteinn Briem, 5.6.2020 kl. 08:02
Sigurður, þetta skattleysi útlendu samfélagsmiðlanna skekkir samkeppnisstöðu þeirra og íslenskra auglýsingamiðla.
Jens Guð, 5.6.2020 kl. 15:45
Steini, bestu þakkir fyrir fróðleikinn.
Jens Guð, 5.6.2020 kl. 15:45
Það getur vissulega verið bæði einstaklingsbundið og túlkunaratriði hvernig fólk upplifir og skynjar auglýsingar. T.d. upplifi ég ,, íslensku ferðaþjónustuna ,, eitthvað á þessa leið núna ,, Kæru Íslendingar, heimsækið okkur í sumar, gistið og étið á meðan við lækkum verðið aðeins tímabundið á meðan túristana vantar. Endilega flýtið ykkur vegna þess að verðið mun rjúka upp úr öllu valdi aftur og græðgin ná hæstu hæðum á ný um leið og aðstæður leyfa. Þangað til munum við taka vel á móti ykkur, en auðvitað bara tímabundið. Eftir ár eða svo getið þið étið það sem úti frýs ,,.
Stefán (IP-tala skráð) 5.6.2020 kl. 20:43
Helstu niðurstöður úr könnun á meðal erlendra ferðamanna hér á Íslandi sumarið 2016 - Ferðamálastofa:
"Íslandsferðin stóðst væntingar 95,5% svarenda sem er álíka hátt hlutfall og í vetrarkönnuninni 2015-2016 og sambærilegum könnunum sem framkvæmdar voru á sama tímabili sumrin 2014 (95,6%) og 2011 (96%)."
"Tæp 82% svarenda töldu líklegt að þeir myndu ferðast aftur hingað til Íslands, sem er álíka hátt hlutfall og sumrin 2014 (83,3%) og 2011 (79,1%).
Tæplega helmingur sumargesta 2016 sagðist vilja koma aftur að sumri, um 29% að vori eða hausti og fjórðungur að vetri."
Heildarfjöldi erlendra ferðamanna hér á Íslandi árin 2015-2019
Ísland er 227. þéttbýlasta land í heimi, næst á eftir Ástralíu, með um þrjá íbúa á hvern ferkílómetra og nóg pláss fyrir erlenda ferðamenn í báðum löndunum.
Hér á Íslandi voru að meðaltali um 22 erlendir ferðamenn á hvern ferkílómetra árið 2017 en í Færeyjum um 114.
Útflutningsverðmæti ferðaþjónustunnar rúmlega fimm hundruð milljarðar króna árið 2017 - Um þrefalt meira en útflutningsverðmæti sjávarafurða
"Störf í ferðaþjónustu og tengdum greinum eins og veitingarekstri eru yfir 22% allra starfa á Íslandi.
Sé tekið mið af meðaltali undanfarinna sjö ára gegna konur 54% þessara starfa en karlar 46%."
Ferðaþjónusturit Landsbankans - Mars 2015
Um 139 milljarða króna afgangur af þjónustuútflutningi en 11 milljarða króna halli á vöruskiptum árið 2014
27.9.2015:
"Ef ferðaþjónustan hefði ekki komið til væri hagsveiflan sennilega á enda, þar sem vöruskiptajöfnuður er orðinn neikvæður á nýjan leik.
Ferðaþjónustan hefur gegnt algjöru lykilhlutverki í að byggja upp gjaldeyrisforða Seðlabankans."
Ásgeir Jónsson hagfræðingur (nú seðlabankastjóri) útskýrir það sem er að gerast í íslenska hagkerfinu
Auknar fjárveitingar ríkisins til Landspítalans, háskólanna og vegagerðar koma frá ferðaþjónustunni.
27.11.2014:
Hagvöxturinn byggist á vexti ferðaþjónustunnar
Þorsteinn Briem, 5.6.2020 kl. 20:55
Segðu Þorsteinn og svo fer Jóhannes Þór alveg í bakkgír út af skitnum 15 þúsund króna skimunargjöldum. Ég vona bara að hann nái áframgírnum aftur og fari frekar að fagna komu ferðamanna til landsins á ný. Það bara stenst enganveginn að ferðamenn fari að láta þessa lágu upphæð stoppa sig og skilji þess í stað hvað liggur að baki hafi þeir á annað borð áhuga á því að koma til landsins. Trúir því annars nokkur maður að afbókanir séu að eiga sér stað út af þessu skimunargjaldi ? Ég skora bara á Jóhannes Þór að róa sig aðeins og ekki reyna að halda svonalöguðu fram. Slíkt er bara slæm auglýsingamennska að mínu mati.
Stefán (IP-tala skráð) 5.6.2020 kl. 21:10
Jens, hvernig skilgreinir þú hvort tónlist sé íslensk? Þarf hún að vera a) samin, b) flutt af Íslendingum, c) sungin á íslensku?
Það er gott að ferðast innanlands, versla við íslensk fyrirtæki og borða innlendan mat, þetta er líka umhverfisvænna. En mér er nákvæmlega sama um þjóðerni þeirra sem semja og flytja tónlistina sem ég hlusta á, og hef þessi tilmæli að engu.
Ingibjörg (IP-tala skráð) 5.6.2020 kl. 22:52
Stefán, það er töluvert til í þessu hjá þér.
Jens Guð, 6.6.2020 kl. 07:46
Steini (# 6), þetta er afar áhugaverð samantekt.
Jens Guð, 6.6.2020 kl. 07:48
Stefán (# 7), ég tek undir þetta.
Jens Guð, 6.6.2020 kl. 07:51
Ingibjörg, ég er fyrst og fremst að hugsa til þeirra tónlistarmanna búsettra á Íslandi og hafa tekjur af því að tónlist þeirra sé spiluð og keypt.
Jens Guð, 6.6.2020 kl. 07:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.