27.6.2020 | 23:17
Svíi var svo fullur að lögreglan hélt að hann væri Dani
Sænskur saksóknari hefur ákært 29 ára Svía. Sakarefnið er ölvunarakstur, flótti frá árekstri og brot á vopnalögum. Við yfirheyrslu kvaðst hann hafa drukkið romm, koníak, brennivín og vatn. Síðan hafi hann farið í göngutúr og mokað smávegis snjó fyrir utan hús föður síns. Að því loknu vaknaði hann sér til undrunar upp af værum blund í fangaklefa.
Lögreglan kom auga á manninn flýja á hraðferð af vettvangi eftir að hafa klesst á tvo kyrrstæða bíla. Hraðferðin endaði í snjóskafli. Þar sat bíllinn fastur.
Þegar lögreglan opnaði bíldyrnar gus upp megn áfengislykt. Á bílgólfinu blasti við vodkaflaska. Jafnframt reyndist maðurinn vera vopnaður ólöglegum hníf.
Svo sauðdrukkinn var hann að lögreglan var lengst af sannfærð um að hann væri Dani.
Honum er gert að borga sveitarfélaginu Trollhattan 21 þúsund kall fyrir að hafa ekið niður staur. Að auki þarf hann að borga hálfa milljón fyrir bílana sem hann ók utan í. Einhverja sekt fær hann fyrir ölvun undir stýri.
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkar: Lífstíll, Löggæsla, Matur og drykkur | Breytt 28.6.2020 kl. 20:57 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 45
- Sl. viku: 1026
- Frá upphafi: 4111551
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 862
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
Ekkert mál að skilja norsku eftir að ég lærði sænsku en Svíar botnuðu ekkert í þeirri dönsku sem ég lærði í Menntaskólanum á Akureyri, enda þótt ég hafi fengið níu í henni hjá Jóni Árna.
Jón Árni kenndi latínu og dönsku í MA en hann var alltaf eins og sofandi í tímunum og svo lengi var hann að komast á milli enda á ganginum í gamla skólanum að hann þurfti að hefja ferðalagið snemma að morgni til að ná ætlunarverki sínu að kveldi.
Eitt sinn var Jón Árni að kenna dönsku og nemendurnir lítt áhugasamir að vanda en hrukku þó upp af værum blundi við að kallinn stendur upp og segir með nokkurri áherslu:
"Þetta er eins og að kasta perlum fyrir svín!"
Síðan "strunsar" hann út úr skólastofunni en það tók hann að minnsta kosti klukkutíma.
Þorsteinn Briem, 28.6.2020 kl. 00:44
Steini, bestu þakkir fyrir frábæra sögu!
Jens Guð, 28.6.2020 kl. 10:25
Það kemur fyrir að menn rugli þessum þjóðum saman. Enn frekar, séu menn drukknir. Kannski voru lögreglumennirnir drukknir.
Annars minnir þessi ruglingur á það þegar Árni Pálsson prófessor sat á bekk í Kaupmannahöfn og að honum slagaði maður nokkur, settist við hlið hans og spurði: "Är ni en Svenskare?" "Nej, jeg er et menneske" svaraði Árni að bragði. Slagaði þá svíinn burt.
Þorsteinn Siglaugsson, 28.6.2020 kl. 12:40
Það þótti fyndið í "gamla daga" að segja: "Þarna er Færingur á hvolfi" þegar einhver var á "skallanum"!!!
Sigurður I B Guðmundsson, 28.6.2020 kl. 12:50
Hafandi búið í Skandinavíu kemur mér ekki á óvart að þvoglumæltur Svíi hafi verið talinn Dani. Og þá dettur mér í hug saga af Íslendingi búsettum og starfandi í Danmörku. Svo vitnað sé beint í Þursaflokkinn þá má tala um að þarna var ,, Pínulítill karl ,, á ferð. Hann átti sér þann draum að verða ,, stór karl ,, og með hjálp frá lítilli útvarpsstöð á Íslandi taldi hann í sig kjark og ákvað að fara í forsetaframboð í gamla landinu. ,, Pínulítill karl ,, ákvað sem sé að reykspóla í sitjandi forseta sem var og er svo vinsæll að leitun er að örðu eins. Svo heppilega vildi til að á Íslandi var starfandi stjórnmálaflokkur all illvígur með forystumenn sem helst höfðu getið sér orð fyrir drykkjulæti og illmælgi. Nú brá svo við að fljótlega kom í ljós að stuðningsmenn þessa fólks gerðust helstu stuðningsmenn ,, pínulitla karls ,,. Það sýndi skoðanakannanir. Það kom líka í ljós að síinnhringjendur í litlu úvarpsstöðina voru einmitt helstu stuðningsmenn drykkfellda flokksins og því eins og sjálfkrafa helstu stuðningsmenn ,, pínulitla karls ,,. En ævintýrið gekk fljótt yfir og svo aftur sé vitnað í Þursaflokkinn ,, Þú ert pínu, pínu, pínulítill karl, jafnvel minni, minni, minni en þú varst í gær ,,. Svona mikilmennskuævintýri kostaði þjóðina líklega tæpar 400 milljónir, en það var allt í lagi, því að ,, pínulítill karl hafði akkúrat lítið að gera og fannst þetta bara sniðugt innlegg ,,. Fór svo bara aftur skellihlæjandi til Danmerkur.
Stefán (IP-tala skráð) 28.6.2020 kl. 16:23
Þorsteinn, takk fyrir skemmtilega sögu.
Jens Guð, 28.6.2020 kl. 20:34
Sigurður I B, þetta þarf ég að tileinka mér.
Jens Guð, 28.6.2020 kl. 20:35
Stefán, ég held að ég vita hverja þú ert að vísa til.
Jens Guð, 28.6.2020 kl. 20:37
Á veitingastað á Nýfundnalandi fyrir margt löngu.
Tuðarinn mildur og þrír drullufullir danir. Þjónustustúlkan kom a.m.k. þrisvar og spurði hvort við værum finished.
Í seinasta skiptið öskruðu þeir allir að blessaðri stúlkunni, no we are danished!
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 28.6.2020 kl. 23:23
Halldór Egill, takk fyrir skemmtilega sögu.
Jens Guð, 29.6.2020 kl. 11:04
Fyrir mörgum árum stóðu nokkrir menn frammi í forstofunni á bjórkrá í erlendri borg. Stormuðu þá nokkrir ungir menn í grænum kuldaúlpum inn, færðu þær stúlkunni í fatahenginu og gengu inn í bjórstofuna.
Þessir aðkomumenn töluðu framandi tungumál sem vakti athygli þeirra sem fyrir voru, ræddu þeir um hvaðan þessir menn kæmu. Unga stúlkan í fatahenginu, sem stundaði nám við háskólann í borginni, greip inn í samtal þeirra og sagðist halda að þetta væru Normenn. Einn mannanna, sem var nokkuð við skál, sagðist þá ekki þola Normenn. Vatt hann sér inn í bjórstofuna og að mönnunum sem sátu þar við borð. Eftir nokkur orðaskipti rést hann að þeim sem var fyrir svörum og sló hann. Varð nú mikið uppistand á kránni og unga stúlkan í fatahenginu fór að stumra yfir þeim sem sleginn var.
Vart þarf að taka fram að þessi maður var Íslendingur, en stúlkan í fatahenginu átti eftir að giftast honum. Fluttist hún með honum til Íslands og hefur búið hér síðan.
Hörður Þormar, 29.6.2020 kl. 12:58
Hörður, þessi saga er snilld!
Jens Guð, 30.6.2020 kl. 20:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.