30.9.2020 | 22:21
Smásaga um stefnumót
Ný vinnuvika er að hefjast. Tvær vinkonur og vinnufélagar ræða um helstu tíðindi helgarinnar.
- Ég fór á dásamlegt stefnumót í gær, upplýsir önnur.
- Nú? Segðu frá, svarar hin forvitin.
- Ég fór inn á stefnumótasíðu á netinu. Hitti þar myndarlegan mann. Eftir heilmikið spjall bauð hann mér á stefnumót.
- Hvernig gekk það fyrir sig?
- Hann sótti mig á slaginu klukkan sex. Það veit á gott þegar karlmaður er stundvís. Ekki síst af því að ég beið eftir honum úti á gangstétt og frekar kalt.
- Bölvað ógeðið. Ég veit allt um svona perra. Þeir nota öll fantabrögð til að komast að heimilisfangi konunnar. Tilgangurinn er að geta njósnað um hana. Jafnvel brjótast inn til hennar þegar hún er ekki heima og planta allskonar njósnabúnaði.
- Róleg. Þetta var allt mjög rómantískt. Um leið og hann renndi í hlað þá stökk hann út úr bílnum, rétti mér eina rós með orðunum "viltu þiggja þessa rós?"
- Þvílíkur nirfill! Ein ómerkileg rós! Maðurinn er algjör aurapúki.
- Þetta var tilvísun í bachelor-sjónvarpsþættina. Svo sætt og rómantískt. Við fórum á glæsilegt steikhús. Hann stakk upp á því að við færum hægt yfir sögu. Myndum verja góðum tíma í forrétti, aðalrétti, eftirrétti og spjall.
- Karlhelvítið. Þetta er aðferðin sem þeir nota; sitja yfir konunum klukkutímum saman og endurtaka frasa. Þetta er heilaþvottur.
- Þetta var mjög notaleg stund. Maturinn var algjör veisla og hann valdi handa mér besta rauðvín sem ég hef bragðað. Sjálfur drekkur hann ekki áfenga drykki.
- Dæmigerður óþverri; hellir dömuna ofurölvi til að gera hana meðfærilegri. Klárlega laumaði hann að auki nauðgunarlyfi í drykkinn.
- Nei, það voru engin vandræði. Þvert á móti. Stefnumótið var ljúft í alla staði. Í miðju kafi stökk hann að píanói á sviðinu og söng og spilaði nokkra ljúfa íslenska ástarsöngva.
- Helvítis ruddi. Skildi þig eina eftir úti í sal eins og ódýra vændiskonu. Neyddi þig samtímis til að sitja undir sóðalegum klámvísum. Maðurinn er snargeggjaður og hættulegur. Þú verður að kæra kvikindið til að forða öðrum konum frá því að lenda í klónum á skepnunni.
- Allt stefnumótið var ævintýri. Að vísu kom upp ágreiningur þegar ég krafðist þess að borga helminginn af matarreikningnum. Hann tók það ekki í mál.
- Karlrembudjöfull. Niðurlægir þig með skilaboðum um að þú sért honum óæðri. Hann sé merkilegri en þú. Hann sé með hærri tekjur og þú ekki borgunarmanneskja til jafns við hann. Ef þú hittir hann aftur verður þú að hafa með þér piparsprey. Ef hann reynir eitthvað þá spreyjar þú piparnum í augun á honum.
- Ég gerði það í gær. Þegar við gengum að bílnum hans þá spreyjaði ég piparnum í augun á honum. Hann missti jafnvægi og skall í jörðina. Ég sparkaði af alefli í hausinn á honum. Rotaði hann. Svo stal ég veskinu hans og bílnum. Ég sel bílinn á eftir í partasölu.
- En hann veit nafn þitt og heimilisfang.
- Nei, ég var með falskt nafn á stefnumótasíðunni. Ég er búin að eyða prófíl mínum þar. Ég gaf honum aldrei upp heimilisfang mitt heldur heimilisfang næsta húss við hliðina.
Meginflokkur: Spil og leikir | Aukaflokkar: Lífstíll, Matur og drykkur, Spaugilegt | Breytt 1.10.2020 kl. 11:02 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Sér heiminn í gegnum tönn
- Dularfulla kexið
- Ókeypis utanlandsferð
- Hlálegt
- Undarlegar nágrannaerjur
- Rökfastur krakki
- Ástarsvik eða?
- Grillsvindlið mikla
- Einn að misskilja!
- Ógeðfelld grilluppskrift
- Þessi vitneskja getur bjargað lífi
- Sparnaðarráð sem munar um!
- Smásaga um hlýjan mann
- Sparnaðarráð
- Smásaga um týnda sæng
Nýjustu athugasemdir
- Sér heiminn í gegnum tönn: Sigurður I B, nú hló ég hátt! jensgud 15.8.2025
- Sér heiminn í gegnum tönn: Við skulum vona að hún fái ekki tannpínu!! sigurdurig 15.8.2025
- Sér heiminn í gegnum tönn: Jóhann, það er frábært að þetta sé hægt! jensgud 15.8.2025
- Sér heiminn í gegnum tönn: "Horfðu á björtu hliðarnar" söng Sverrir Stormsker hérna um ári... johanneliasson 15.8.2025
- Sér heiminn í gegnum tönn: Stefán, heimurinn er orðinn ansi snúinn! jensgud 15.8.2025
- Sér heiminn í gegnum tönn: ,, Beinbrot fyrir beinbrot, auga fyrir auga, tönn fyrir tönn ,,... Stefán 15.8.2025
- Dularfulla kexið: Axel Þór, heldur betur! jensgud 9.8.2025
- Dularfulla kexið: "Af hverju ertu að gera mér þetta? Af því að þú leyfir mér það"... axeltor 8.8.2025
- Dularfulla kexið: Ein helsta arfleyfð Katrínar, eða hvað annað ? Stefán 8.8.2025
- Dularfulla kexið: Stefán, ég held að kexrugluðu glæpagengin séu fleiri. jensgud 8.8.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.8.): 21
- Sl. sólarhring: 33
- Sl. viku: 833
- Frá upphafi: 4154300
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 665
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
sigurjonth
-
asthildurcesil
-
siggith
-
hallarut
-
reykur
-
rannveigh
-
skulablogg
-
fiski
-
gudruntora
-
asgerdurjona
-
zeriaph
-
jevbmaack
-
lehamzdr
-
ffreykjavik
-
fuf
-
stormsker
-
xfakureyri
-
jonmagnusson
-
palmig
-
jonaa
-
jakobsmagg
-
ktomm
-
th
-
jenfo
-
gurrihar
-
kiddirokk
-
hlynurh
-
skessa
-
prakkarinn
-
maggadora
-
skinkuorgel
-
agustolafur
-
einherji
-
heidathord
-
atlifannar
-
konukind
-
gudnim
-
730
-
blekpenni
-
heida
-
annabjo
-
vglilja
-
sleggjan007
-
markusth
-
bergruniris
-
aevark
-
rannthor
-
katrinsnaeholm
-
birgitta
-
jullibrjans
-
fararstjorinn
-
agny
-
ippa
-
hugrunj
-
aring
-
ikjarval
-
gujo
-
bjorgvinbjorgvinsson
-
drhook
-
runarsv
-
sjos
-
doriborg
-
haukurn
-
gammon
-
millarnir
-
robbitomm
-
korntop
-
killjoker
-
vantru
-
evathor
-
partners
-
heiddal
-
meistarinn
-
skrifa
-
heidistrand
-
iaprag
-
semaspeaks
-
svei
-
jonthorolafsson
-
sverrir
-
bonham
-
bjarnihardar
-
sigurgeirorri
-
ladyelin
-
birnamjoll
-
veraknuts
-
fia
-
plotubudin
-
ringarinn
-
nonninn
-
larahanna
-
juliusvalsson
-
skari60
-
ingvarvalgeirs
-
lubbiklettaskald
-
kolgrimur
-
olinathorv
-
hreinsi
-
baddinn
-
hrolfur
-
jenni-1001
-
handsprengja
-
ahi
-
perlaheim
-
gudrunmagnea
-
ommi
-
hemba
-
grumpa
-
bergthora
-
grafarholt
-
mummigud
-
athena
-
sigaxel
-
bjolli
-
gummiarnar
-
kerchner
-
rustikus
-
hordurj
-
thegirl
-
birna-dis
-
siggivalur
-
krizziuz
-
fridaeyland
-
evabenz
-
quackmore
-
andres08
-
bleikaeldingin
-
bardurorn
-
snorris
-
ver-mordingjar
-
nexa
-
thorasig
-
lindalinnet
-
gudni-is
-
mordingjautvarpid
-
arh
-
sinfonian
-
raggipalli
-
mongoqueen
-
lovelikeblood
-
holi
-
jakobk
-
rannveigbj
-
stebbifr
-
credo
-
ylfalind
-
herdis
-
steinnhaf
-
halo
-
gullilitli
-
810
-
motta
-
leifurl
-
janus
-
ljonid
-
kerla
-
solir
-
nilli
-
guru
-
steinnbach
-
skagstrendingur
-
hemmi
-
gunnar
-
hannamar
-
mosi
-
geislinn
-
hlekkur
-
luther
-
zumann
-
jara
-
hector
-
malacai
-
polly82
-
hughrif
-
einarlee
-
loopman
-
sign
-
destiny
-
gilsneggerz
-
thuridurbjorg
-
liljabolla
-
saethorhelgi
-
svatli
-
siggiholmar
-
folkerfifl
-
sigurjonsigurdsson
-
eythora
-
kiddijoi
-
kjartanis
-
rosagreta
-
gurkan
-
killerjoe
-
gthg
-
gebbo
-
laugatun
-
tru
-
presley
-
siggileelewis
-
helgamagg
-
doddilitli
-
kjarrip
-
steinibriem
-
huldumenn
-
jobbisig
-
id
-
mp3
-
blomid
-
ketilas08
-
lilly
-
hjolaferd
-
lostintime
-
skordalsbrynja
-
birtabeib
-
karitryggva
-
marzibil
-
zunzilla
-
fjola
-
storibjor
-
rannug
-
glamor
-
venus
-
eurovision
-
skjolid
-
einarsigvalda
-
minna
-
austurlandaegill
-
coke
-
eyja-vala
-
harpao
-
ljosmyndarinn
-
doriegils
-
lordbastard
-
neddi
-
holmarinn
-
vga
-
bus
-
dolli-dropi
-
vefritid
-
eirikurgudmundsson
-
hallibjarna
-
svetlana
-
blues
-
huxa
-
judas
-
asdisran
-
omarpet
-
skattborgari
-
himmalingur
-
neytendatalsmadur
-
salkaforlag
-
kje
-
laufabraud
-
vestskafttenor
-
gunnarggg
-
esb
-
ingvarari
-
gunnarpalsson
-
hreinn23
-
saltogpipar
-
hergeirsson
-
jea
-
arniarna
-
psychosurfer
-
metal
-
hreinsamviska
-
godinn
-
krissa1
-
robertb
-
perlaoghvolparnir
-
brandurj
-
madddy
-
tibet
-
minkurinn
-
hallidori
-
liso
-
graceperla
-
mrsblues
-
gummiogragga
-
sisvet
-
vild
-
holar
-
presleifur
-
helgadora
-
xjonsig
-
helgananna
-
meyjan
-
tungirtankar
-
visindavaka
-
borgarfjardarskotta
-
mal214
-
vilberg
-
brandarar
-
einarhardarson
-
steffy
-
adhdblogg
-
litliper
-
audunnh
-
gotusmidjan
-
saemi7
-
dorje
-
sterlends
-
jgfreemaninternational
-
aloevera
-
lucas
-
olibjossi
-
bestfyrir
-
helgigunnars
-
gleymmerei
-
leifur
-
ace
-
diesel
-
methusalem
-
astroblog
-
lynx013
-
brell
-
kikka
-
doddyjones
-
sigurjon
-
birnast
-
gunnarbjorn
-
disdis
-
valdinn
-
ragnar73
-
helgatho
-
cigar
-
parker
-
manisvans
-
kerubi
-
mis
-
bmexpress
-
drum
-
gisgis
-
finni
-
tbs
-
topplistinn
-
rognvaldurthor
-
pjeturstefans
-
gullfoss
-
lotta
-
thjodarsalin
-
freyrholm
-
olii
-
gattin
-
bjornj
-
olafiaherborg
-
rallysport
-
sur
-
sigrunzanz
-
rafng
-
hrannsa
-
draumur
-
aslaugas
-
aeon
-
gumson
-
axeltor
-
glamur
-
skinogskurir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
westurfari
-
bookiceland
-
braskarinn
-
komediuleikhusid
-
elfarlogi
-
elismar
-
emilhannes
-
fingurbjorg
-
frida-litlah
-
gudjul
-
gp
-
gusg
-
gubo
-
vgblogg
-
hafthorb
-
morgunblogg
-
sveinnelh
-
rattati
-
diva73
-
itlajh
-
minos
-
kliddi
-
daliaa
-
axelma
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
fun
-
jaisland
-
jeremia
-
johanneliasson
-
eyfeld
-
johannesthor
-
stjornun
-
josefsmari
-
x-d
-
kristjan9
-
larusg
-
lifsrettur
-
lifsyn
-
loftslag
-
ludvikludviksson
-
margretsverris
-
mofi
-
sumri
-
skari
-
raffi
-
rso
-
roslin
-
runarf
-
jardytan
-
sigridursig
-
joklamus
-
siggifannar
-
sigurdurig
-
stjornlagathing
-
stefanjul
-
stommason
-
steinki
-
svanurg
-
spurs
-
sveinneh
-
tryggvigunnarhansen
-
myworld
-
valdimarjohannesson
-
valmundur
-
vest1
-
totibald
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
Ég hreinlega táraðist af sorg yfir sögulokum.
sigurður bjarklind (IP-tala skráð) 1.10.2020 kl. 06:25
Það er nefnilega það!!!!
Sigurður I B Guðmundsson, 1.10.2020 kl. 09:39
Sigurður Bjarklind, ég líka á meðan ég samdi þessi sögulok.
Jens Guð, 1.10.2020 kl. 10:57
Sigurður I B, nákvæmlega!
Jens Guð, 1.10.2020 kl. 10:57
Algjör snilld...



Sigurður Kristján Hjaltested, 1.10.2020 kl. 14:22
Sigurður Kristján, bestu þakkir!
Jens Guð, 1.10.2020 kl. 15:30
Bókmálsstíllinn á samtali vinkvennanna er skemmtilegur. Þær eru örugglega norrænufræðingar.
Þorsteinn Siglaugsson, 1.10.2020 kl. 16:39
Þorsteinn, skemmtileg ábending!
Jens Guð, 1.10.2020 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.