Gleyminn arkítekt

  2007 varð uppi fótur og fit á bæjarráðsfundi Hvergerðisbæjar.  Ástæðan var sú að bænum barst óvænt reikningur upp á 6 milljónir króna.  Reikninginn sendi arkitekt sem gengur undir nafninu Dr. Maggi.  Hann var að rukka fyrir hönnunarvinnu sem innt var af hendi 26 árum áður.   

  Við athugun á bókhaldi kom í ljós að Maggi hafði aldrei rukkað fyrir vinnuna og því aldrei fengið greitt fyrir hana.  Vandamálið var að krafan var fyrnd fyrir löngu síðan lögum samkvæmt.  Bænum var ekki heimilt að borga reikning sem fyrningarlög voru búin að ómerka.  

  Þegar þetta allt lá fyrir komst bæjarráð samt að þeirri niðurstöðu að um sanngirnismál væri að ræða.  Á einhvern hátt yrði að borga kallinum fyrir sína vinnu.  Með nánu samráði við Ölfusinga tókst að finna einhverja leikfléttu til komast framhjá fyrningarlögum.  

  En hvers vegna rukkaði Maggi ekki sínar 6 milljónir í 26 ár?  Við erum að tala um upphæð sem er að minnsta kosti tvöfalt hærri á núvirði. Skýring hans var: "Ég gleymdi því."   

         


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Göngum við í kring um einiberjarunn?  Getur enn borist reikningur fyrir þennan texta?

Eða "Heims um ból?"

Hvað neð þjóðsönginn:  "Ó Guðs vors lands? hans sr. Matthíasar?

Borgar Hveragerði?

Halldór Jónsson, 8.1.2021 kl. 02:41

2 identicon

Egill Jónasson orti um samskipti sín við einn slíkan:

Ekki fékk ég undirtekt

Á því mína skoðun byggði

Að arkitekt með eftirtekt

Sé afar sjaldgæft fyrirbrigði

sigurður bjarklind (IP-tala skráð) 8.1.2021 kl. 06:28

3 identicon

Mer skilst að Tryggingastofnun fari stundum illa með ellilifeyrisþega og oryrkja vegna ,, ofgreislu ,, sem svo kemur illilega aftan að folki sem hefur ur litlu sem engu að moða.

Stefan (IP-tala skráð) 8.1.2021 kl. 10:40

5 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Gott að vera svo ríkur að maður gleymir svona "smá upphæð"!!

Sigurður I B Guðmundsson, 8.1.2021 kl. 10:54

6 Smámynd: Jens Guð

Halldór,  verndaður höfundarréttur tónlistar nær til 70 ára eða svo.  Misjafnt eftir löndum.  En þessu sem næst.  Hitt er annað mál ef tiltekið bæjarfélag hefur pantað og keypt hönnunarverk.  Fyrningar er mun styttri í svoleiðis.  

Jens Guð, 8.1.2021 kl. 21:59

7 Smámynd: Jens Guð

Sigurður Bjarklind,  takk fyrir skemmtilega stöku.

Jens Guð, 8.1.2021 kl. 22:00

8 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  ítrekað er allt í rugli hjá TR. 

Jens Guð, 8.1.2021 kl. 22:01

9 Smámynd: Jens Guð

Þorsteinn Briem,  takk fyrir þessa skemmtilegu tilvísun.  Kallinn er sprækur. 

Jens Guð, 8.1.2021 kl. 22:03

10 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  láttu mig þekkja það!

Jens Guð, 8.1.2021 kl. 22:04

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fyrningarlög banna alls ekki að neinn greiði fyrnda kröfu. Þau gera kröfuhafanum bara ókleift að knýja skuldarann til greiðslu með atbeina réttarkerfisins.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.1.2021 kl. 23:12

12 Smámynd: Jens Guð

Guðmundur,  takk fyrir upplýsingarnar.  Mér segir svo hugur að þetta hafi að einhverju leyti snúið að því að bæjarráðið hafi þurft umboð frá íbúum sveitarfélagsins til að borga fyrnda kröfu upp á þetta háa upphæð.  Eða eitthvað svoleiðis.  

Jens Guð, 11.1.2021 kl. 16:17

13 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sem útsvarsgreiðandi væri ég allavega ekki sáttur við að mínu útsvari yrði varið til greiðslu ólögvarinnar (fyrndrar) kröfu.

Ef ég væri á hinum enda kröfunnar þ.e. kröfuhafi, þá hefði ég hins vegar gætt þess að láta hana ekki fyrnast áður en ég innheimti hana.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.1.2021 kl. 16:25

14 Smámynd: Jens Guð

Guðmundur,  það er dáldið bratt að láta 6 milljón króna kröfu renna út á tíma. 

Jens Guð, 12.1.2021 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband