Afi forvitinn

  Við vorum í jólaboði hjá nágrönnum og ættingjum.  Með í boðinu var sameiginlegur heimilisvinur,  ungur maður.  Afi kom öllum á óvart með tíðindi er hann spurði unga manninn:  "Er það rétt sem ég hef hlerað að þú sért tekinn upp á því að gera hosur þínar grænar fyrir Hönnu?"

  Unga manninum var brugðið.  Hann eldroðnaði og tautaði hikstandi og stamandi:  "Það er kannski eitthvað verið að slúðra um það."

  Þetta var greinilega viðkvæmt feimnismál.  Til að hressa hann við, sýna honum stuðning og hughreysta bætti afi við:  "Assgoti var það lipurt hjá Ella að hnoða í hana barn.  Þar með sannaði hann fyrir þér að hún er ekki óbyrja!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ég þurfti að fara í íslensku orðabókina til að komast að hvað orðið óbyrja þýðir: Kona sem getur ekki eignast barn eða ómyndarleg kona. Aumingja strákurinn!!

Sigurður I B Guðmundsson, 29.1.2021 kl. 11:13

2 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  ég hefði ekki þekkt þetta orð nema vegna þess að afi brúkaði það þarna. 

Jens Guð, 29.1.2021 kl. 17:17

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þetta minnir mig á "lurkinn" hans Gísla á Uppsölum!!

Sigurður I B Guðmundsson, 29.1.2021 kl. 18:33

4 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  ég man eftir því þegar Gísli sagði að veðurfarið hafi verið lurkur.  Áður hafði ég ekki heyrt það orð. 

Jens Guð, 29.1.2021 kl. 22:16

5 Smámynd: Jack Daniel's

Ég hef alltaf haldið að óbyrja væri kona sem væri ólétt að sínu fyrsta barni.
Alla vega hef ég aldrei heyrt af þessu orði í annarri merkingu.

Jack Daniel's, 30.1.2021 kl. 11:27

6 Smámynd: Jens Guð

Jack,  ef maður gúgglar orðið þá kemur upp að óbyrja sé kona sem getur ekki eignast barn.

Jens Guð, 30.1.2021 kl. 11:48

7 identicon

Þótt kona sé kölluð óbyrja gæti það rétt eins verið vegna þess að meðreiðarsveinninn er til einskis nýtur.

sigurður bjarklind (IP-tala skráð) 30.1.2021 kl. 13:46

8 Smámynd: Jens Guð

Sigurður Bjarklind,  góð ábending.

Jens Guð, 30.1.2021 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband