Veitingaumsögn

 - Réttur:  International Basic Burger

 - Veitingastaður:  Junkyard,  Skeifunni 13A í Reykjavík

 - Verð:  1500 kr.

 - Einkunn:  ** (af 5)

  Hamborgarinn er vegan en ekki úr nautakjöti.  Samt bragðast hann eiginlega eins og grillaður nautakjötsborgari.  Alveg ljómandi.  Á matseðlinum segir að hann sé reiddur fram með tómatssósu,  sinnepi,  lauk og súrsuðum gúrkum.  Ég sá ekki né fann bragð af sinnepi.  Né heldur lauk.  Ég hefði gjarnan vilja verða var við sinnep og lauk.  Hinsvegar voru gúrkusneiðarnar að minnsta kosti tvær. 

  Borgaranum fylgdu franskar kartöflur og kokteilsósa.  Á matseðlinum segir að sósa sé að eigin vali.  Mér var ekki boðið upp á það.  Kokteilsósa er allt í lagi.  Verra er að hún var skorin við nögl.  Dugði með helmingnum af frönskunum.  Fór ég þó afar sparlega með hana.  Á móti vegur að frönskuskammturinn var ríflegur.   

  Junkyard er lúgusjoppa við hliðina á Rúmfatalagernum.  Á góðviðrisdegi er aðstaða fyrir fólk að setjast niður fyrir utan og snæða í ró og næði. 

borgari

 

 

 

 

 

 

 

 

Á matseðlinum er mynd af hamborgara sem er mjög ólíkur raunverulegum International Basic Burger.  Við gætum verið að tala um vörusvik.  Auglýsingaborgarinn er til að mynda með osti og bólginn af meðlæti.   

 source       


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þú hefðir nú alveg eins getað graðgað í þig rúmfötin í Rúmfatalagernum eins og þetta ruslfæði, Jensinn minn. cool

Þorsteinn Briem, 12.2.2021 kl. 23:10

2 Smámynd: Jens Guð

Þorsteinn,  ég sporðrenndi einmitt koddaveri í Rúmnfatalagernum með vegan-bitanum.  

Jens Guð, 13.2.2021 kl. 01:29

3 identicon

Þegar þú skrifar veitingaumsögn þá borða ég alltaf með þér í huganum. Þetta var nú ekki vel gott en sprengidagur nálgast og þá verður bætt um betur.

sigurður bjarklind (IP-tala skráð) 13.2.2021 kl. 07:55

4 Smámynd: Jens Guð

Sigurður Bjarklind,  ég er einmitt byrjaður á saltkjöti og baunum í Múlakaffi.  Svo ætla ég að tékka á Kænunni í Hafnarfirði.  

Jens Guð, 13.2.2021 kl. 10:19

5 identicon

Ég myndi nú ekki segja frá því ef ég hefði af asnaskap reynt að koma veganborgara ofan í mig. Þykist þekkja veganista af fölum og hrukkóttum vöngum, sem minna mig einna helst á holótta og þurra malarvegi. 

Stefán (IP-tala skráð) 13.2.2021 kl. 15:19

6 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  veganbuffið var það besta í þessari máltíð.

Jens Guð, 13.2.2021 kl. 16:43

7 identicon

Djo hefur þa allt hitt verið vont.

Stefan (IP-tala skráð) 13.2.2021 kl. 19:19

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það að láta sér detta í hug að fara á veitingahús sem heitir ruslahaugurinn segir nú það sem segja þarf.

Þorsteinn Siglaugsson, 13.2.2021 kl. 21:42

9 Smámynd: Jens Guð

Stefán (# 7),  það var frekar að eitt og annað vantaði í máltíðina.  

Jens Guð, 14.2.2021 kl. 04:10

10 Smámynd: Jens Guð

Þorsteinn (# 8),  í Bandaríkjunum hefur orðið "ruslahaugur" jákvæða merkingu í samhengi við mat.  

Jens Guð, 14.2.2021 kl. 04:14

11 Smámynd: Jens Guð

Eftirfarandi póstur barst mér.  Ég tel rétt að hafa hann með í umræðunni:

Hi Jens I have reviewed your blog post. The burger you pictured and posted is not from Junkyard. Feel free to reach out to us and set up a meeting if you would like to write an actual blog post about one of our menu item. Kind regards Daniel Ivanovici Ceo & founder

Jens Guð, 14.2.2021 kl. 12:15

12 Smámynd: Jens Guð

Við þetta er að bæta að myndin sem er undir bloggfærslunni er EKKI af veganborgaranum.  Hún er af borgara sem er keimlíkur þeim sem ég fékk. Ég á ekki myndsíma.  (Ég er hálf sjötugur og myndi ekki kunna á slíkt tæki þó mér byðist). Neðri myndin er hinsvegar úr matseðli Junkyard.   

Jens Guð, 14.2.2021 kl. 13:38

13 identicon

Úps! Þetta ætlar að vinda upp á sig.

sigurður bjarklind (IP-tala skráð) 14.2.2021 kl. 15:01

14 identicon

Stóra hamborgaramálið, eða hvað ? Í mínum huga er vegansull ekki hamborgari. Samkvæmt því sem þú skrifar var meðlæti svo skorið svo við nögl, að í mínu tilfelli hefði ég farið svangur heim og skellt í ommilettu t.d.  

Stefán (IP-tala skráð) 14.2.2021 kl. 15:55

15 Smámynd: Jens Guð

Sigurður (# 13),  ég er ánægður með viðbrögð Junkyard - þó að ég ætli ekki að eiga frekari viðskipti við fyrirtækið á næstunni.  En þarna er greinilegur vilji til að bæta sig.  Ég virði það.  

Jens Guð, 14.2.2021 kl. 16:50

16 Smámynd: Jens Guð

Stefán (# 14),  vegan er alveg ágætt út af fyrir sig.  Á meðan Linda McCartney var á lífi þá fór hún mikinn í framleiðslu á ljómandi góðum vegan-réttum.  Dáldipð merkilegt að allir Bítlarnir urðu vegan.  Paul vegna Lindu,  Ringo vegna magaveiki,  George vegna indversks Hara Kristni fæði og John vegna fæðis sem ég kann ekki skil á.  Kannski ekki alveg vegan heldur sniðgöngu á sykri og einhverjum fleiri hráefnum.  Á spjallþræði sem ég rakst á á netinu var fæði Johns kennt um hvað hann varð gamall í fjarveru frá tónlist 1975-1980.  Aðrir bentu á að þessi fertugsaldur væri einmitt sá aldur sem menn eldast úr unglingsárum til miðs aldurs.  Hinir Bítlar nutu þess að vera á ljósmyndum á sama tímabili og John var fjarri í öll þessi ár.      

Jens Guð, 14.2.2021 kl. 17:10

17 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Vegan borgari brást þér Jens

betra að fá sér ekta næst.

Ekki taka aftur sjens

alvöru borgari víða fæst!

Sigurður I B Guðmundsson, 14.2.2021 kl. 20:47

18 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  takk fyrir skemmntilega heilræðisstöku.

Jens Guð, 14.2.2021 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband