11.4.2021 | 10:17
Samherjasvindlið
Eftir að ég tók virkan þátt í starfsemi Frjálslynda flokksins skipti ég um hest í miðri á; kúplaði mig út úr pólitískri umræðu. Hinsvegar brá svo við í gær að vinur minn bað mig um að snara fyrir sig yfir á íslensku yfirlýsingu frá Anfin Olsen, nánum samstarfsmanni Samherja í Færeyjum. Þetta á erindi í umræðuna: Reyndar treysti ég ekki minni lélegu færeysku til að þýða allt rétt. Þú skalt ekki heldur treysta henni. Ég á líka eftir að umorða þetta almennilega. Ég hef fengið flogakast af minna tilefni.
Hefst þá málsvörn Anfinns:
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Fjármál, Lífstíll, Spil og leikir | Breytt 12.4.2021 kl. 08:45 | Facebook
Athugasemdir
Það er ekki skritið að nuverandi sjavarutvegsraðherra Islands er svo ovinsæll að það er hreinlega sogulegt.
Stefan (IP-tala skráð) 11.4.2021 kl. 12:36
RÚV, 7.4.2021 (síðastliðinn miðvikudag):
"Í kvöldfréttum færeyska ríkisútvarpsins kemur fram að skattayfirvöld þar í landi séu með til skoðunar viðskipti færeysku útgerðarinnar Framherja, sem er að hluta í eigu Samherja, við félög á Kýpur, sem einnig eru í eigu Samherja.
Í heimildamynd, sem var sýnd í færeyska sjónvarpinu í gær, kemur framkvæmdastjóri Framherja af fjöllum þegar hann er spurður um þessi viðskipti.
Þetta er seinni hluti heimildamyndarinnar "Teir ómettiligu" eða "Þeir óseðjandi", sem fjallar um tengsl Samherjamálsins við Færeyjar.
Í fyrri hlutanum kom meðal annars fram að Samherji væri talinn hafa brotið bæði færeysk og namibísk lög með því að skrá íslenska sjómenn á færeysk fraktskip þegar þeir voru raunverulega við störf á fiskiskipum við strendur Namibíu.
Í seinni hlutanum, sem sýndur var í gær, er vísað í umfjöllun Kveiks um starfsemi Samherja á Kýpur.
Annfinn Olsen, framkvæmdastjóri færeyska útgerðarfélagsins Framherja, sem er í eigu Samherja og fjölskyldu hans sjálfs, virðist koma af fjöllum þegar fréttamaður Kringvarpsins ber undir hann viðskipti félagsins sem hann stýrir við félög á Kýpur, sem einnig eru í eigu Samherja.
"Erum við þar?!" spyr Anfinn Jan Lamhauge fréttamann.
Annfinn sagði að spyrja yrði Samherja út í þetta. Hann sagðist ekki hafa viljað spyrja sjálfur, því stundum væri betra að vita ekkert.
Í frétt Kringvarpsins segir að árum saman hafi því verið haldið fram að Framherja sé í raun stýrt af Samherja, sem þó á aðeins fjórðung í félaginu.
Í heimildamyndinni er einnig er rætt við Bjørn á Heygum sem hefur setið í stjórnum fjölda Samherjafélaga í Færeyjum, þar á meðal útgerðarinnar Framherja.
Heimildamyndina má sjá hér.
Umfjöllun Kringvarpsins um Samherjamálið: "Erum við þar?!"
Þorsteinn Briem, 11.4.2021 kl. 15:20
Steini, bestu þakkir fyrir upplýsingarnar.
Jens Guð, 11.4.2021 kl. 15:49
Stefán, ég tek undir það.
Jens Guð, 11.4.2021 kl. 16:38
Góð músikin. Áttu ekki eitthvað með Aniku Höydal?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.4.2021 kl. 22:58
Heimir, ég á hedlling með Aniku. Til að mynda þetta:
https://www.youtube.com/watch?v=_sFpwNI7OpM
Jens Guð, 12.4.2021 kl. 08:49
Botna akkúrat ekkert í þessu enda eru svona löng blogg og flókin ekki fyrir mig!!
Sigurður I B Guðmundsson, 12.4.2021 kl. 11:36
Sigurður I B, þú ert ekki einn um það. Sjálfur skil ég ekki upp né niður í þessu.
Jens Guð, 12.4.2021 kl. 13:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.