Aðdáunarverður metnaður

  Á árum áður voru Prince Polo og kók þjóðarréttur Íslendinga - þá sjaldan er þeir gerðu sér dagamun.  Í dag er þjóðarrétturinn pylsa og Kristall með sítrónubragði. 

  Þangað til nýverið samanstóð pylsan af uppsópi af gólfi kjötiðnaðarmannsins.  Það eru breyttir tímar.  Nú til dags er eru meiri er meiri sérviska við framleiðsluna.

  Vinsælustu sölustaðir pylsunnar eru afgreiðslulúgur Bæjarins bestu.  Varast ber að rugla þeim saman við samnefnt héraðsfréttablað á norðanverðum Vestfjörðum.  Pylsan í Bæjarins bestu kostaði 430 kall uns verðið hækkaði í 480 á dögunum.  Nokkru síðar skreið það í 500 kall.  Núna er erlendir ferðamenn komu til landsins og hófu að hamstra pylsu var verðið snarlega hækkað í 550 kall.

  Þetta er alvöru bisness.  Fyrst að ferðamaðurinn er reiðubúinn að borga 550 kall með bros á vör þá um að gera að sæta lagi.  Hann hefur ekki hugmynd um að í bensínsjoppum á borð við Kvikk kostar pylsan 349 kall.  Verðmunurinn er 201 króna. 

pylsa 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þetta er "gamla góða" íslenska viðskipta módelið er á meðan er, snúa út úr kúnnanum það sem mögulega er hægt, -ekki það sem þarf. Sitja svo uppi með mjólkurkúna bæði blóðmjólkaða og steindauða og skríða svo gjaldþrota inn í næstu bólu.

Magnús Sigurðsson, 21.7.2021 kl. 06:50

2 Smámynd: Jens Guð

Magnús,  það er margt til í þessu hjá þér. 

Jens Guð, 21.7.2021 kl. 07:45

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ætti breyta úr Bæjarins bestu í Bæjarins dýrustu!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 21.7.2021 kl. 10:39

4 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  það myndi líka hjálpa upp á að vera ekki ruglað saman við vestfirska fréttablaðið Bæjarins bestu.

Jens Guð, 21.7.2021 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband