KSÍ í vanda

Mikill vandi og óvissa steðjar nú að KSÍ. Einkum varðandi fyrirhugaðan flutning vínbúðar úr Austurstræti í einhvern útkjálka sem kallar á akstur vélknúins ökutækis. Í herbúðum KSÍ er horft vonaraugum til staðsetningar í göngufæri við Laugardalshöllina. Kirkjusandur kemur sterklega til greina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er löngu liðin tíð að þjóðin beri traust til KSÍ og sá aumi félagsskapur nýtur tæplega nokkurrar virðingar lengur. Þar á bæ hefur nánast allt verið gert rangt árum saman. Drykkjuskapur, lygar og lélegur árangur í fótbolta er eitthvað sem við öll könnumst við úr herbúðum KSÍ. Þar er sko ekki verið að Vanda Sig. 

Stefán (IP-tala skráð) 25.11.2021 kl. 09:41

2 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  takk fyrir fróðleikinn.  Sjálfur veit ég fátt um KSÍ og fótbolta.

Jens Guð, 25.11.2021 kl. 10:11

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

 Það er stórt svæði undir Laugardalshöllinni og þar hefur oft verið haldnir bókamarkaðir. Þarna gæti nýtt útibú ÁTVR verið og ekki verður vandræði að ráða til starfa fyrrverandi þjálfara og leikmenn!!

Sigurður I B Guðmundsson, 25.11.2021 kl. 11:22

4 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  góður punktur!

Jens Guð, 25.11.2021 kl. 11:32

5 identicon

Ég vil samt taka fram að þrátt fyrir neikvæða umsögn mína um KSÍ hér að ofan, þá flæðir hvergi blóð í slóð eins og hjá Ísteka, sem fólk kallar nú blóðugasta fyrirtæki landsins.

Stefán (IP-tala skráð) 26.11.2021 kl. 18:42

6 identicon

cool

Þórður Bogason (IP-tala skráð) 26.11.2021 kl. 19:27

7 Smámynd: Jens Guð

Þórður,  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 27.11.2021 kl. 06:01

8 Smámynd: Jens Guð

Stefán (# 5),  ég þarf að kynna mér þetta Ísteka.

Jens Guð, 27.11.2021 kl. 06:02

9 identicon

Ísteka er í forljótu bakhúsi við Grensásveg. Vilja sennilaga ekki vera mikið sýnilegir. Húsið er hrörlegt og ekki blóðrautt eins og sumir halda.

Stefán (IP-tala skráð) 27.11.2021 kl. 12:14

10 Smámynd: Jens Guð

Stefán (# 9),  ég gúgglaði Ísteka og komst að því að þetta er merarblóðstökufyrirtæki.  Vont mál. 

Jens Guð, 27.11.2021 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband