12.1.2022 | 00:03
Elvis bannar lag með sjálfum sér
Tímarnir líða og breytast. Ósæmileg hegðun sem fékk að viðgangast óátalin fyrir örfáum árum er nú fordæmd. Dónakallar sitja uppi með skít og skömm. Þeirra tími er liðinn. Hetjur dagsins eru stúlkurnar sem stíga fram - hver á fætur annarri - og afhjúpa þá.
Kynþáttahatur er annað dæmi á hraðri útleið. Tónlistarfólk - sem og aðrir - er æ meðvitaðra um hvað má og hvað er ekki við hæfi.
Eitt af stóru nöfnunum í nýbylgjunni á seinni hluta áttunda áratugarins var Elvis Costello. Hans vinsælasta lag heitir Oliver´s Army. Það kom út 1979 á plötunni Armed Forces. Þar syngur hann um vandamál Norður-Írlands. Kaþólikkar og mótmælendatrúar tókust á með sprengjum, drápum og allskonar.
Í textanum segir: "Only takes one itchy trigger / One more widow, one less white nigger."
Á sínum tíma hljómaði þetta saklaust. Gælunafn afa hans í breska hernum var White nigger. Það þótti ekki niðrandi. Í dag hljómar það hræðilega. Þess vegna hefur Elvis gefið útvarpsstöðvum fyrirmæli um að setja lagið umsvifalaust á bannlista. Sjálfur hefur hann tekið þetta sígræna lag af tónleikaprógrammi sínu. Hann ætlar aldrei að spila það aftur.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Mannréttindi, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:15 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 34
- Sl. sólarhring: 64
- Sl. viku: 1052
- Frá upphafi: 4111537
Annað
- Innlit í dag: 31
- Innlit sl. viku: 882
- Gestir í dag: 30
- IP-tölur í dag: 29
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
"Svo bregðast krosstré sem önnur tré" alltaf sorglegt þegar menn eru að hnýta í eigin texta, sem gengu alveg og voru í lagi fyrir rúmum 40 árum og gera ein hvern "bastarð" úr þeim. Menn breyta ekki fortíðinni. Svona lagað finnst mér bara bera vott um vanþroska og aulaskap......
Jóhann Elíasson, 12.1.2022 kl. 03:26
Ég er hvítur, 65 ára karl og skil þess vegna ekkert í öllum þessu nýju lögmálum nútímans.
Þess vegna spyr ég hvort „White face“ sé einsog „Black face“ kynþáttahatur?
Mér datt þetta í hug þegar ég sá hvítmálaðan svertingja á fótboltaleik.
Richard Þorlákur Úlfarsson, 12.1.2022 kl. 07:05
Jóhann, ég man ekki eftir öðrum texta sem höfundur hefur bannað. Hinsvegar veit ég að af og til umskrifa menn Biblíuna. Þar er ekki lengur talað um að girnast þræl náungans heldur í dag er það þjónn náungans.
Jens Guð, 12.1.2022 kl. 09:00
Richard Þorlákur, ég er líka 65 ára hvítur karl og skil ekki upp né niður í neinu.
Jens Guð, 12.1.2022 kl. 09:01
Burtséð frá textanum. Alveg frábært lag á frábærri plötu með frábærum listamanni. En var ekki Michael Jacson kallaður það sama og afi Elvis Costello ?
Stefán (IP-tala skráð) 12.1.2022 kl. 09:24
Stefán, ég man ekki með MJ en ég er sammála um að Elvis sé frábær tónlistarmaður.
Jens Guð, 12.1.2022 kl. 09:29
Sæll Jens.
Af nógu er að taka um breytt orðalag Biblíunnar eftir þýðingum
en það sem þú nefnir í athugasemd þinni er með öllu
rangt og fyrirfinnst ekki.
Húsari. (IP-tala skráð) 12.1.2022 kl. 19:07
H+usari, svo segir í 10. boðorði í Biblíu ríkiskirkjunnar: "Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, þjón, þernu né nokkuð það sem náungi þinn á."
Jens Guð, 12.1.2022 kl. 21:16
Sæll Jens.
Svona er þetta samkvæmt þýðingum Biblíunnar allt frá árinu 1584:
Önnur Mósebók, 17. vers:
Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, þræl hans eða ambátt,
uxa hans eða asna eða nokkuð það sem náungi þinn á. Biblían 2007.
Önnur Mósebók, 17. vers:
Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt,
ekki uxa hans eða asna, né nokkuð það, sem náungi þinn á. Biblían 1981.
Önnur Mósebók, 17. vers:
Þú skalt ekki girnast kvinnu náunga þíns, ekki hans þræl eða hans ambátt,
ekki hans uxa eða asna, eða nokkuð af því sem náunga þínum tilheyrir. Biblían 1841.
Önnur Mósebók, 17. vers:
Þú skalt ekki girnast þíns náunga kvinnu, eigi hans þræl, eigi hans ambátt,
eigi uxa eður asna eða nokkuð það sem hann á. Guðbrandsbiblía 1584.
Samkvæmt ofangreindu fyrirfinnst orðalag þitt
ekki í Biblíunni, er alrangt með öllu enda hefðir þú vísað
til biblíuþýðingar orðum þínum til staðfestu sem og
hvar þetta orðalag væri að finna í hinni helgu bók.
Það gerðir þú vitanlega ekki!
Húsari. (IP-tala skráð) 12.1.2022 kl. 23:16
Sumir menn ættu að banna sjálfan sig!!!
Sigurður I B Guðmundsson, 12.1.2022 kl. 23:29
Húsari, ég hélt að það dygði að vísa í heimasíðu Bústaðakirkju: https://www.kirkja.is/frodleikur/baenir-og-vers/bodordin-tiu
Jens Guð, 13.1.2022 kl. 08:42
Sigurður I B, ég tek undir það!
Jens Guð, 13.1.2022 kl. 08:43
Sæll Jens.
Eins og þú sérð af þessu dæmi
þá hættir mönnum til að nota veigrunarorð
í stað þeirra sem þykja óþægileg.
Annað dæmi um þetta má tiltaka úr Sólarljóðum (Eddukvæði>ljóðaháttur)
Um 1930 hefði engum þótt þetta orðalag óvenjulegt: Nú er Kjartan frá Ósi dauður!
Svar við slíku hefði þá sennilega hljómað í samræmi við Sólarljóð:
Lofað veri nafn Drottins! eða einfaldlega Drottinn minn! gefi dauðum ró, hinum líkn, er lifa!
Tignirnar í efra eru aldrei ávarpaðar með sögn í boðhætti (gefðu)og viðtengingarháttur þykir
sýna auðmýkt og tilhlýðilegt æðruleysi. (gefi)
Orðið "dauður" þykir óþægilegt og því er gripið til veigrunarorðsins: dánum.
Húsari. (IP-tala skráð) 13.1.2022 kl. 11:07
Húsari (# 13), takk fyrir áhugavert innlegg.
Jens Guð, 13.1.2022 kl. 11:24
Húsari ætti að predika aðeins yfir fimmmeningum sem nú eru á milli tanna fólks fyrir meintar misgjörðir. Eftirfarandi gæti átt við einhvern þeirra: ,, Í misgjörðunum á hann vini sína og hann hefur verði umhverfis sig ,,. Mósía 29.
Stefán (IP-tala skráð) 13.1.2022 kl. 15:26
Áhugaverð umræða eyðilögð með fjasi um texta í biblíunni.
Annars, ef svertinggjar mega nota orðið nigger, af hverju má hvítur maður ekki nota hugtakið white nigger?
Bjarni (IP-tala skráð) 13.1.2022 kl. 19:13
Bjarni, ég hef lesið margar skemmtilegri skáldsögur en Biblíuna, sem er reyndar sett saman úr 66 bókum.
Stefán (IP-tala skráð) 13.1.2022 kl. 21:31
Stefán (15 #), það er alltaf fjör einhversstaðar.
Jens Guð, 13.1.2022 kl. 22:49
Bjarni, mér skilst að notkun svona orða túlkist mikið til af því hver segir það og við hvern og í hvaða tilefni.
Jens Guð, 13.1.2022 kl. 23:03
Synd að EC sé búinn að setja Olivers Army í skammarkrókinn, því þetta er by far hans besta lag. Annars er það enn á YouTube.
https://www.youtube.com/watch?v=LrjHz5hrupA
Annars er sagt á Yahoo að hann sé í raun að vernda lagið, vilji frekar að það sé ekki spilað en að útvarpsstöðvar séu að "bleepa" bannorðin út, því það beini bara enn meiri athygli að frasanum white nigger.
https://www.yahoo.com/entertainment/elvis-costello-isn-t-erasing-063528874.html
Theódór Norðkvist, 13.1.2022 kl. 23:07
Það er land í Evrópu sem heitir Svartfjallaland, á ensku og sjálfsagt fleiri tungumálum heitir það Montenegro. Yuotube nú beepar yfyr nafn þessa lands af því orðið negro kemur fyrir í heiti þess. Þegar nöfn landa eru orðin bannorð á vinsælum samfélagsmiðlum þá veistu geðsjúklingarnir hafa tekið yfir hælið.
Bjarni (IP-tala skráð) 13.1.2022 kl. 23:25
Stefán (# 17), það gengur á mörgu í sögunum. Gríðarlega mörg morð og allskonar.
Jens Guð, 13.1.2022 kl. 23:50
Theódór, takk fyrir upplýsingarnar.
Jens Guð, 13.1.2022 kl. 23:51
Bjarni (# 21), þetta er dáldið geggjað. Kunningi minn á Facebook sendi jólakveðju sem hófst á orðunum "Heil og sæl". Facebook las út úr þessu nasískan áróður (sennilega Heil Hitler) og setti kauða í tímabundið straff.
Jens Guð, 13.1.2022 kl. 23:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.