Afi og flugur

  Börnum er hollt að alast upp í góðum samskiptum við afa sinn og ömmu.  Rannsóknir staðfesta það.  Ég og mín fimm systkini vorum svo heppin að alast upp við afa á heimilinu.  Hann var skemmtilegur.  Reyndar oftar án þess að ætla sér það. 

  Afi hafði til siðs að vera með hálffullt vatnsglas á náttborðinu.  Ofan á glasinu hafði hann pappírsblað til að verja það ryki.  Stríðin yngsta systir mín tók upp á því að lauma flugu ofan í glasið.  Ekki daglega.  Bara af og til. 

  Þetta vakti undrun afa.  Honum þótti einkennilegt að flugan sækti í vatnið.  Ennþá furðulegra þótti honum að hún kæmist undir pappírsblaðið.  Afi sagði hverjum sem heyra vildi frá uppátæki flugunnar.  Allir undruðust þetta jafn mikið og afi.  

  Aldrei varð afi eins furðu lostinn og þegar könguló var komin í glasið.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því miður er það ekki viðurkennt af öllum að börn þurfa líka á föður afa og ömmu að halda.  Tálmun er meinsemd sem viðgengst í samfélaginu og það er ekkert gert í því.

Kristinn Sigurjónsson (IP-tala skráð) 9.3.2022 kl. 08:23

2 Smámynd: Jens Guð

Kristinn,  ég tek undir orð þín. 

Jens Guð, 9.3.2022 kl. 08:44

3 identicon

Það eru mikil mannréttindi fyrir afa að þurfa ekki að dvelja hjá barnabörnunum meðan þau eru að alast upp. Og vera laus við það að flugum sé laumað ofaní Vískyglasið.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 9.3.2022 kl. 10:02

4 Smámynd: Jens Guð

Jósef,  það er margt til í þessu hjá þér!

Jens Guð, 9.3.2022 kl. 10:23

5 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Settir þú köngulóna í glastið???

Sigurður I B Guðmundsson, 9.3.2022 kl. 10:27

6 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  ég var fluttur að heiman og vissi ekki af þessu sprelli litlu systur fyrr en löngu síðan. 

Jens Guð, 9.3.2022 kl. 12:48

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Skemmtileg saga, hef heyrt fluga í súpunni brandara, en ekki fyrr fluga í vatninu brandara.cool

Þjónn, það er fluga í súpunni.

-   Biðst innilega afsökunar, þessi súpa átti að fara yfir á næsta borð.

Þjónn það er fluga í súpunni.

-   Takk fyrir að láta vita, það gera 150 krónur aukalega.

Theódór Norðkvist, 9.3.2022 kl. 13:27

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Af þessu lærði Jens að best er að drekka bjórinn strax ferskan og kaldan áður en hann fyllist af flugum og kóngulóm. cool

Þorsteinn Briem, 9.3.2022 kl. 13:30

9 Smámynd: Jens Guð

Theódór,  takk fyrir brandarana!

Jens Guð, 9.3.2022 kl. 16:31

10 Smámynd: Jens Guð

Þorsteinn,  þú hittir naglann á höfuðið!

Jens Guð, 9.3.2022 kl. 16:32

11 identicon

Sameinuðu þjóðirnar hvetja fólk til að auka neyslu á skordýrum. Þau eru full af próteinum og hér á landi skora fiskifluga og húsfluga hæst hvað próteinmagn varðar. Í frásögn þinni Jens segir þvi af stúlku sem vildi afa sínum vel og vonandi hrökk eitthvað af flugunum ofan í hann. Ég kvarta ekki ef súpa með flugu er borin á borð fyrir mig heldur lít á slíkt sem ábót. 

Stefán (IP-tala skráð) 9.3.2022 kl. 17:18

12 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þjónn það er flugur í súpunni minni. Hvað er að þér maður, þú pantaðir flugnasúpu!

Sigurður I B Guðmundsson, 9.3.2022 kl. 17:20

13 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  góður!

Jens Guð, 9.3.2022 kl. 18:01

14 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  takk fyrir þennann.

Jens Guð, 9.3.2022 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.