Hámark letinnar

  Leti er listgrein út af fyrir sig.  Það þarf skipulag til að gera ekki neitt.  Eða sem allra minnst.  Skipulag og skapandi hugsun.  Margar af bestu uppfinningum mannsins urðu til vegna leti.  Líka margt spaugilegt. 

  Ástæða getur verið að smella á myndirnar til að átta sig betur á hvað er í gangi.

leti aleti eleti fleti  gleti gleti h


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Er þá kallinn sem reddar öllu búinn að fá keppinauta??

Sigurður I B Guðmundsson, 18.3.2022 kl. 10:16

2 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  svo sannarlega.  Skæðan keppinaut.

Jens Guð, 18.3.2022 kl. 10:47

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Sammála. Leti er hið fullkomna tilvistarform. Ég geri aldrei neitt í dag geti ég frestað því um nokkra daga, en ég hugsa hvert skref hverrar aðgerðar, og þegar ég get ekki frestað lengur, tek ég hvert skref með lágmarks áreynslu og hámarks árangri. Nema að tuða, ég er mjög duglegur að tuða, en það er vandamál sem ég vonast til að leysa einn daginn; Að geta einn daginn skotið inn einu orði á viku í menningar málin, og skotið beint í mark.

Guðjón E. Hreinberg, 18.3.2022 kl. 17:08

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jens getur nú engan veginn talist latur, þar sem karlinn á heimsmetið í bjórglasalyftingum, eins og sjá má á svakalegum upphandleggsvöðvunum. cool

"Guinnes World Records started out as an idea for a book of facts to solve arguments in pubs." cool

Þorsteinn Briem, 18.3.2022 kl. 17:44

5 Smámynd: Jens Guð

Guðjón,  ég kannast vbið þetta af eigin raun. 

Jens Guð, 18.3.2022 kl. 18:21

6 Smámynd: Jens Guð

Þorsteinn,  takk fyrir að votta það!

Jens Guð, 18.3.2022 kl. 18:22

7 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Ég veit um 63 sem eru alveg rosalega latir að

gera eitthvað fyrir sína þjóð.

Þeir eru víst allir á Alþingi..😎😎😎

Sigurður Kristján Hjaltested, 18.3.2022 kl. 19:29

8 identicon

Já, Sigurður Kristinn. Get tekið umdir það með þér að margir latir eru og hafa setið á Alþingi, t.d. var Brynjar Níelsson sagður í þeim flokki og margir minnast Eggerts Haukdal fyrir slíkt, en svo má líka alltaf finna dugnaðarforka þar, s.s. í dag Andrés Ingi, Ásmundur Einar, Birgir Ármanns, Björn Leví, Gísli Rafn, Guðlaugur Þór, Guðmundur ingi, Halldóra Mogensen, Hanna Katrín, Helga Vala, Jóhann Páll, Kristrún Frosta, Logi Einars, Sigmar Guðmunds, Þorgerður Katrín, Þórhildur Sunna og Þórunn Sveinbjarnar Þá er Ásmundur Friðriks sagður duglegastur allra í akstri og slær þar flesta atvinnubílstjóra út skilst mér. Þá tel ég þingmenn og ráðherra VG duglegasta við að gera ekki neitt og slíka kyrrstöðu má jú flokka sem hámarks leti, eða býr eitthvað annað þar að baki ? 

Stefán (IP-tala skráð) 18.3.2022 kl. 23:08

9 Smámynd: Jens Guð

Sigyrður Kristján,  góður!

Jens Guð, 19.3.2022 kl. 02:51

10 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  takk fyrir greininguna.

Jens Guð, 19.3.2022 kl. 02:52

11 Smámynd: Jóhann Elíasson

Stríðs-Kata er víst búin að svíkja þjóð sína inn í ESB og mér skilst að þjóðin fái ekkert um það að segja en hún ítrekaði að það yrði gert og það trekk í trekk, þannig að  mér finnst nokkuð hæpið að segja að þingmenn og ráðherrar VG geri ekkert...

Jóhann Elíasson, 19.3.2022 kl. 08:35

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bráðum springa mörlenskir hægriöfgakarlar í loft upp af örvinglan og bræði, þannig að súrsaðir selshreifar, sviðakjammar, hrútspungar og lambatittlingar dreifast yfir heimsbyggðina. cool

19.3.2022 (í dag):

"Sam­kvæmt ný­legri könn­un Pró­sents styðja nú fleiri kjós­end­ur Vinstri grænna aðild Íslands að NATO en eru and­víg­ir henni." cool

9.3.2022:

Um helmingur Íslendinga hlynntur aðild að Evrópusambandinu og einungis þriðjungur mótfallinn

4.10.2018:


"Fleiri landsmenn eru fylgjandi því að taka upp evru eða 46% á móti ríflega 36% sem eru því á móti."

Vaxandi stuðningur við aðild að Evrópusambandinu

Vextir eru og hafa verið miklu lægri á evrusvæðinu en hér á Íslandi og það á sem sagt að vorkenna þeim sem vilja halda í mörlensku krónuna. cool


Davíð Oddsson var forsætisráðherra þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) 1. janúar 1994 og Schengen-samstarfinu 25. mars 2001.

Engin þjóðaratkvæðagreiðsla var hér á Klakanum um þessi mál og með aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu er landið de facto í Evrópusambandinu. cool

Þorsteinn Briem, 19.3.2022 kl. 09:58

13 identicon

Nenti ekki að lesa þennan pistil, getur einhver komið með stutta samantekt.

Bjarni (IP-tala skráð) 19.3.2022 kl. 10:06

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslensku evrumyntina mun prýða vangamynd af Davíð Oddssyni, fyrrverandi seðlabankastjóra og forsætisráðherra, sem kom Íslandi de facto í Evrópusambandið með aðild landsins að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu. cool

Euro coins - National sides

Þorsteinn Briem, 19.3.2022 kl. 10:42

15 Smámynd: Jóhann Elíasson

Steini, hvenær hættir þú að taka lyfin þín?????

Jóhann Elíasson, 19.3.2022 kl. 13:26

16 Smámynd: Theódór Norðkvist

Bjarni, ertu að meina ruslathugasemd nr. 12, frá Þorsteini Briem. Það er mjög fljótgert að koma með samantekt af því sem hann sagði:

Ekki neitt.

Theódór Norðkvist, 19.3.2022 kl. 15:52

17 identicon

Nú kallar Sigurður Ingi eftir gjaldtöku af ofurhagnaði í sjávarútvegi. Mun afturhalds og NATÓ andstöðuflokkur Kötu Jak taka slaginn með Sigurði Inga. Þora þau eða verður það bara áfram sami söngurinn ,, ef ég nenni ,,. Er ekki bara best að gera ekki neitt VG zzzzzzzzzzzzzzz

Stefán (IP-tala skráð) 19.3.2022 kl. 17:23

18 Smámynd: Jens Guð

Jóhann (#  11), það má draga þá ályktun.

Jens Guð, 19.3.2022 kl. 19:52

19 Smámynd: Jens Guð

Þorsteinn (# 12),  takk fyrir fróðleikinn. 

Jens Guð, 19.3.2022 kl. 19:54

20 Smámynd: Jens Guð

Bjarni,  það er alltaf gaman að lesa fróðleiksmola Steina. 

Jens Guð, 19.3.2022 kl. 19:55

21 Smámynd: Jens Guð

Þorsteinn (# 14),  menn koma ekki að tómum kofanum hjá þér. 

Jens Guð, 19.3.2022 kl. 19:56

22 Smámynd: Jens Guð

Stefán (# 17), maður spyr sig.

Jens Guð, 20.3.2022 kl. 12:54

23 identicon

Líklega er það hámark letinnar að nenna ekki að fylgjast með fréttum, eða hvað ??  Fréttir dagsins í dag voru allavega svo stuðandi að maður hefði helst viljað vera án þeirra. Í kvöldfréttum á Stöð 2 var viðtal við syrgjandi foreldra á Þórshöfn sem misstu tveggja ára dóttur úr Covid 19 og svo var að skilja að hægt hefði verið að bjarga lífi barnsins ef heilbrigðiskerfið væri betra og starfsfólk þess væri meira vakandi. Ríkisstjórn Katrínar er greinilega að fjársvelta heilbrigðiskerfið í fámennari sveitarfélögum. Ég var í sjokki eftir þessa frétt og fór yfir í kvöldfréttir á RÚV, þar kom þá átakanleg mynd af lítilli kistu og syrgjandi föður í Úkraníu, en fjöldamorðingi í Moskvu hafði deytt tveggja ára son hans. Það er klárlega ekki til meiri sorg en að missa barn sama við hvaða aðstæður.  

Stefán (IP-tala skráð) 20.3.2022 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband