Ofsahræðsla

  Um síðustu helgi keypti erlendur ferðamaður í Færeyjum sér nesti og nýja gönguskó.  Tilefnið var að hann hugðist rölta upp fjallshlíð nyrst í Norðureyjum.  Fjallið heitir Borgarinn og er á Kalsey.  Það nýtur vinsælda meðal útivistarfólks.  Útsýni er stórfenglegt og hlíðin ekki brött en lögð þægilegum göngustíg.  Enda var leiðin greið upp hana.  

  Er karlinn hugðist hreykja sér í miðri hlíð brá svo við að hann var gripinn ofsahræðslu.  Þegar hann horfði niður hlíðina sundlaði hann af lofthræðslu.  Í taugaveiklun tók hann að góla tryllingslega og baða út höndum ótt og títt.  Nærstaddir skildu ekki hvað hann kallaði af því að hann gólaði á útlensku.  Svo fór þó að einn maður áttaði sig á vandamálinu.  Hann greip fjallgöngugarpinn föstum tökum og rölti með hann niður á jafnsléttu.  Þar jafnaði hann sig hægt og bítandi,  Náði úr sér skjálftanum að mestu og fékk aftur lit í kinnar.

  Til að hlífa samborgurum mannsins við háði og spotti er þjóðernið ekki gefið upp.   

Borgarin Kalsoy


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hver kjaftaði frá???

Sigurður I B Guðmundsson, 1.4.2022 kl. 08:56

2 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  vitnin að atvikinu toguðust á um að vera fyrst til að kjafta frá. 

Jens Guð, 1.4.2022 kl. 09:15

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er eins gott að Færeyingar (Fjáreyingar) verði ekki skelfingu lostnir þegar þeir sjá rollur, eins og mörg dæmi eru um hér á Klakanum. cool

Ísbirnir í Svínadal reyndust kindur

Jóhann Bessason, bóndi og smiður á Skarði í Dalsmynni, forfaðir undirritaðs í fjórða lið, smíðaði meðal annars Laufás í Eyjafirði og Flateyjarkirkju á Skjálfanda.

Vorið 1882 var Jóhann Bessason að smíða
hákarlaskálm í smiðju sinni þegar hvítabjörn birtist í smiðjudyrunum.

Jóhann mundaði hákarlaskálmina og gekk á móti hinum óboðna gesti þannig að hann hörfaði úr dyrunum en Jóhann hrakti hvítabjörninn niður að Fnjóská, þar sem hann stakk sér í vök. cool

Bóndinn á Skarði

Þorsteinn Briem, 1.4.2022 kl. 09:29

4 Smámynd: Jens Guð

Þorsteinn,  takk fyrir skemmtilega sögu af Jóhanni!

Jens Guð, 1.4.2022 kl. 09:43

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já það er margt að varast þegar óvanir ætla sér á fjöll.........wink

Jóhann Elíasson, 1.4.2022 kl. 10:00

6 identicon

Íslensk stjórnmálakona klifraði á toppinn og situr þar föst. Skilur ekki kjósendur sína sem hún skildi eftir á jörðu niðri. Hún veit ekki hvernig hún á að ná jarðsambandi við  ,, fólkið sitt ,, aftur. Það er kallt á toppnum. 

Stefán (IP-tala skráð) 1.4.2022 kl. 14:19

7 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  svo sannarlega!

Jens Guð, 1.4.2022 kl. 17:52

8 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  kannski er hún of lofthrædd til að þora niður. 

Jens Guð, 1.4.2022 kl. 17:55

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eg stærði mig oft af því að eiga svona djarfan forföður sem Johann Bessason var.

Helga Kristjánsdóttir, 1.4.2022 kl. 21:51

10 Smámynd: Jens Guð

Helga,  þú ert þá frænka Þorsteins Briem?

Jens Guð, 2.4.2022 kl. 06:24

11 identicon

Íslenska stjórnmálakonan sem nefnd er hér að ofan, já sú sem situr föst á toppnum og unir sér þar vel sem hvít forréttinda valdakona. Hún kippir sér ekki upp við hrokafull rasísk ummæli náins samstarfsmanns. Er hún haldin ofsahræðslu á toppnum og þorir ekki að stíga niður til almennings ? Þykir henni of vænt um völd sín til að þora að gagnrýna sína nánustu, eða er hún kannski líka rasísk þessi hvíta forréttinda valdakona, sem eins og segir í kvæðinu góða ,, grettir sig og bara hlær ,,.    

Stefán (IP-tala skráð) 5.4.2022 kl. 14:13

12 identicon

Valdasjúka stjórnmálakonan er fastari á fjallinu en nokkru sinni fyrr. Þorir ekki niður vegna ofsahræðslu ... við almenning.

Stefán (IP-tala skráð) 8.4.2022 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband