Geggjuð rúm

  Allflest rúm eru hvert öðru lík.  Þau eru íburðarlitlar ljósar ferkantaðar dýnur ofan á grind.  Þessi einfalda útfærsla hefur gefist vel í gegnum tíðina.  En eins og með svo margt annað þá sjá einhverjir ástæðu til að gera þetta öðruvísi.

  Hvað með líkamslaga dýnu?  Eða vera vel varinn í jarðskjálfta í svo háu rúmi að stíga þarf upp tröppur til að komast í það og klöngrast ofan í það umlukið traustum veggjum.

  Svo er það hreiðrið. Í það þarf marga púða til að herma eftir ungum og eggjum. 

  Bókaástríða er plássfrek.  En hún getur sparað kaup á rúmi.

  Sjómenn komnir á aldur geta upplifað góða tíma í bátsrúmi.

  Að sofa í líkkistu er varla þægilegt.  Samt er vel bókað í gistihús sem býður upp á Dracúla-þema.   

  Kóngafólki hættir stundum við að fara hamförum í prjáli.  Það fylgir stöðu þess. 

  Í Suðurríkjunum í USA taka margir ástfóstri við pallbílinn sinn.  Svo mjög að þeir breyta honum í rúm. 

  Vatnsrúm eru allavega. 

  Þegar barn hefur horft á kvikmyndina Jaws er freistandi að hræða það með því að hátta það í hákarlsrúm. 

   Smellið á mynd til að hún verði skýrari og stærri.

rúm arúm brúm crúm erúm hrúm irúm jrúm krúm lrúm m

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Góður að vanda.

Sigurður I B Guðmundsson, 15.5.2022 kl. 11:19

2 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  takk fyrir það.

Jens Guð, 15.5.2022 kl. 11:32

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

 Bókarúmið er að ég held í Hótel Mekka og bækurnar eru koranen!!

Sigurður I B Guðmundsson, 15.5.2022 kl. 17:07

4 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B (# 3),  ég get vel trúað því!

Jens Guð, 16.5.2022 kl. 06:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.