Litli trommuleikarinn

  Fá hljóðfæri veita spilaranum jafn mikla eða meiri útrás en hefðbundið trommusett.  Hann hamast á settinu með öllum útlimum.  Hitaeiningabrennslan er eins og mesti hamagangur á líkamsræktarstöðvum.  Trommuleikarinn þarf að vera taktfastur,  næmur á nákvæmar tímasetningar og samhæfa sig öðrum hljóðfæraleikurum.  Einkum bassaleikaranum.  Trommuleikur er góður bakgrunnur fyrir annan hljóðfæraleik eða söng.  Margir af fremstu tónlistarmönnum landsins hófu sinn feril sem trommuleikarar.  Í fljótu bragði man ég eftir þessum:

Ragnar Bjarnason

Skapti Ólafsson

Óðinn Valdimarsson

Gunnar Þórðarson

Laddi (Þórhallur Sigurðsson)

Rúnar Þór Pétursson

Hilmar Örn Hilmarsson

Geir Ólafs

Friðrik Ómar

Ólafur Arnalds

Bjartmar Guðlaugsson

Jónas Sigurðsson

Smári Tarfur

Krummi Björgvinsson

Friðrik Dór 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég hef aðeins fiktað við að læra að spila píanó. Margir hafa sagt að trommarar sem snúi sér að píanóleik hafi ákveðið forskot, því talning og tilfinning fyrir ryþma er mikilvæg fyrir píanóið.

Trommuleikurinn er næstum því taktmælir (metronome) fyrir lagið eða verkið sem verið er að (reyna að) spila. Enda nota sumir trommutakta í staðinn fyrir taktmæla, þegar þeir æfa sig á píanóinu.

Theódór Norðkvist, 3.7.2022 kl. 00:30

2 Smámynd: Jens Guð

Theódór,  þetta er algjörlega rétt hjá þér. 

Jens Guð, 3.7.2022 kl. 01:03

3 identicon

Grunnur að góðri rokktónlist er góður trommuleikur. Engin hljómsveit er betri en trommuleikarinn nema kannski Metallica.

Stefán (IP-tala skráð) 3.7.2022 kl. 09:32

4 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

 Reyndi einu sinni að stofna hljómsveit en gat ekkert og spiluðum við bara eitt kvöld en trommarinn var Pálmi Guðmundsson bróðir Einars Márs höfund Englar alheimsins sem fjallaði um ævi Pálma.

Sigurður I B Guðmundsson, 3.7.2022 kl. 10:02

5 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  vel mælt!

Jens Guð, 3.7.2022 kl. 11:00

6 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  Pálmi var skólabróðir minn í Myndlista- og handíðaskólanum.  Skemmtilegur og uppátækjasamur náungi.  Við spjölluðum mikið um músík.  Ég heyrði aldredi trommuleik hans en einhver sagði mér að hann hafi verið ágætur trymbill. 

Jens Guð, 3.7.2022 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband