24.7.2022 | 00:29
Rekinn og blómstraði sem aldrei fyrr
Rokksagan geymir mörg dæmi þess að liðsmaður hljómsveitar hafi verið rekinn; í kjölfarið fundið sína fjöl og skinið skærar en hljómsveitin. Nei, ég er ekki að tala um trommuleikarann Pete Best sem var rekinn úr Bítlunum. Hans ferill varð klúður á klúður ofan.
Eitt frægasta dæmið í íslenskri rokksögu er þegar söngvarinn Pétur Kristjánsson var rekinn úr Pelican. Þetta var um miðjan áttunda áratuginn. Pelican var vinsælasta hljómsveit landsins. Pétur brá við snöggt; hafði samband við fjölmiðla sem slógu upp fyrirsögnum um brottreksturinn. Samtímis stofnaði Pétur eldsnöggur nýja og ferska rokksveit, Paradís, með ungum hljóðfæraleikurum. Það var kýlt á spilirí út og suður og hent í plötu. Sá sem stýrði fjölmiðlaumræðunni var góðvinur okkar, Smári Valgeirsson. Sá hinn sami og á sínum tíma tók sögufrægt viðtal við Hörð Torfason. Smári spilaði á fjölmiðla eins og á fiðlu. Ég kom smá ponsu við sögu; teiknaði myndir af Pétri í auglýsingar, málaði nafn hljómsveitarinnar á bassatrommuna og eitthvað svoleiðis.
Pétur fékk samúðarbylgju. Rosa öfluga samúðarbylgju. Pelican var allt í einu runnin út á tíma.
Af erlendum dæmum má nefna Jimi Hendrix. Hann var gítarleikari bandarískrar hljómsveitar, The Isle Brothers, undirleikara Little Richard um miðjan sjöunda áratuginn. Rikki var ofurstjarna áratug áður en mátti á þessum árum muna sinn fífil fegri. Hendrix rakst illa í hljómsveit. Hann var afar óstundvís og notaði vímuefni. Rikki rak hann. Ári síðar sló Hendrix í gegn með "Hey Joe" og varð í kjölfar stærsta gítarhetja rokksögunnar.
Í fljótu bragði man ég líka eftir Lemmy. Hann var söngvari og bassaleikari ensku hljómsveitarinnar Hawkwind á fyrri hluta áttunda áratugarins. Allt gekk vel. Nema dópneysla Lemmy þótti um of. Hann var rekinn. Stofnaði þá tríóið Motörhead. Spilaði þar á gítar og hljómsveitin sló rækilega í gegn.
Einnig má nefna enska söngvarann Ozzy Osbourne. Dópneysla hans gekk fram af félögum hans í Black Sabbath. Seint og síðar meir gáfust þeir upp og spörkuðu honum. Með dyggri aðstoð konu sinnar snéri hann vörn í sókn og náði að trompa Black Sabbath á mörgum sviðum.
Hér fyrir neðan má heyra Hendrix og Rikka litla spila lag frænda þess fyrrnefnda, Woody Guthrie, "Belle Star".
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Menning og listir, Músík, Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 15:12 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 34
- Sl. sólarhring: 60
- Sl. viku: 1052
- Frá upphafi: 4111537
Annað
- Innlit í dag: 31
- Innlit sl. viku: 882
- Gestir í dag: 30
- IP-tölur í dag: 29
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Hreinasta afbragð minnir á táningana mína.
Helga Kristjánsdóttir, 24.7.2022 kl. 15:18
Munum það lika i leiðinni að það var enski bassaleikarinn Chas Chandler sem tók Jimi Hendrix að sér. Fór með hann til London, gerði hann út þaðan sem gerði hann heimsfrægan. Bryan Ferry rak Brian Eno úr Roxy Music og Eno fór að gera frábærar sóloplötur og starfaði með David Bowie, Robert Fripp, Talking Heads og U2.
Stefán (IP-tala skráð) 24.7.2022 kl. 16:02
Brian Jones er samt undantekning á þessari reglu. Jagger og félagar neyddust til að reka hann, út af sukkvandamálum hans og miðað við sögu flestra Stonesmeðlimanna í þeim efnum, þá hlýtur sukk Brians að hafa verið mjög slæmt. Eins og frægt er, þá dó hann ekki löngu eftir það, aðeins 27 ára.
Mældist með greindarvísitölu 133 er sagt og að einungis 2% jarðarbúa séu í þeim flokk gáfumenna. Sennilega eitt skýrasta dæmi sem til er um sóun á hæfileikum, hef lesið að hann hefði haft gríðarlega mikla hæfileika. Hvert er þitt take á Brian Jones, Jens?
Theódór Norðkvist, 24.7.2022 kl. 16:42
Helga, takk fyrir það.
Jens Guð, 24.7.2022 kl. 16:56
Stefán, góðir punktar.
Jens Guð, 24.7.2022 kl. 16:57
Theódór, ég man ekki hvort að það var Keith eða einhver annar (Stónsari?) sem sagði að Brian hafi farið létt með að spila á hvaða hljóðfæri sem var. Skipti ekki máli hvort var um að ræða blásturshljóðfæri, strengi eða önnur. Hinsvegar hafi hann ekki verið flinkur á neitt hljóðfæri.
Rétt mun vera að hann hafi mælst með ofurgreind. Óviðráðanleg vímuefnafíkn varð honum að falli. Að auki var félagsfærni hans takmörkuð. Hann þótti ekki skemmtilegur djammari.
Til gamans má geta að John Lennon fór tvívegis í greindarvísitölupróf. Annarsvegar er hann lauk grunnskóla. Hinsvegar er hann hóf nám í Myndlistaskóla Liverpool. Í öðru tilfellinu mældist hann með greind 160. Í hitt skiptið 165.
Jens Guð, 24.7.2022 kl. 17:14
Brian Jones var flinkur slide gítarleikari og blúsari fram í fingurgóma. Hafði líka verið saxofónleikari fyrir Stones tímann. Þessi stofnandi Rolling Stones missti fljótt leiðtogastöðuna til Keith og Mick sem höfðu umfram hann tónsmíðahæfileika.
Stefán (IP-tala skráð) 24.7.2022 kl. 17:33
Stefán (# 7), Brian spilaði líka á sax með Bítlunum í furðulega laginu You Know My Name. https://youtu.be/iZndVv-jl-U
Jens Guð, 24.7.2022 kl. 17:53
Já, Ozzy karlinn var svo sannarlega rekinn úr hljómsveitinni Black Sabbath. Fyrir það hafði hann reyndar yfirgefið Sabbath sjálfur og þeir þá byrjaðir að vinna plötu með öðrum söngvara, en þá mætti Ozzy aftur eins og ekkert hefði í skorist og hinn söngvarinn missti starfið nánast í fæðingu. Seinna átti Ozzy hinsvega eftir að sameinast gömlu félögunum í Sabbath nokkrum sinnum. Það minnir á það þegar Roger Waters rak hljómborðsleikarinn Richard heitinn Wright úr Pink Floyd, en nokkru eftir að Waters hafði sjálfur yfirgefið Pink Floyd, þá mætti Wright aftur til starfa í Pink Floyd sem þá starfaði undir stjórn David Gilmore. Dave Mustaine var aðal gítarleikari Metallica fyrstu árin 81-83, en þé var hann rekinn og stofnaði hljómsveitina Megadeth, sem mér persónulega finnst skemmtilegri en Metallica. Megadeth náði vissulega aldrei sömu hæðum og Metallica vinsældarlega séð.
Stefán (IP-tala skráð) 25.7.2022 kl. 19:00
Ef ég man rétt, nýtur Brimkló þess vafasama heiðurs að vera EINA hljómsveitin sem rak Björgvin Halldórsson, e Bjögga hefur vegnað mun betur en Brimkló, eftir að leiðir skyldu.......
Jóhann Elíasson, 25.7.2022 kl. 22:33
Stefán (# 9), takk fyrir fróðleikinn.
Jens Guð, 26.7.2022 kl. 08:10
Jóhann, já, hann var rekinn úr Brimkló, gekk í Hljóma (og Lonlí Blú bojs) og snéri síðan aftur í Brimkló. Þá sló hljómsveitin í gegn sem aldrei fyrr.
Jens Guð, 26.7.2022 kl. 08:19
Bubbi Morthens var líka eitthvað rekinn úr Utangarðsmönnum. Steinar Berg hefur sagt að hann hafi verið viðstaddur þann gjörning.
Stefán (IP-tala skráð) 26.7.2022 kl. 08:44
Stefán (#13), mig rámar í þetta. Líkast til kemur þetta fram í einhverri af ævisögum hans.
Jens Guð, 26.7.2022 kl. 09:23
Ha, ha, hversu áreiðanlegar eru þær ævisögur ? Reyndar verður að krydda ævisögur til að gera þær skemmtilegri.
Stefán (IP-tala skráð) 26.7.2022 kl. 11:27
Ha, ha, hversu áreiðanlegar eru þær ævisögur ? Reyndar verður að krydda ævisögur til að gera þær skemmtilegri.
Stefán (IP-tala skráð) 26.7.2022 kl. 13:04
Menn eru ekki bara reknir úr hljómsveitum, standi þeir sig ekki eða dópa of mikið. Þjálfarar keppnisliða í íþróttum eru umsvifalaust reknir ef ætlaður árangur næst ekki. Hér á landi eru knattspyrnuþjálfarar í efstu deild karla reknir vinstri, hægri nema hjá KR þar sem menn eru greinilega búnir að sætta sig við að vinna ekki heimaleiki. Metnaðurinn er nú ekki meiri þar á bæ.
Stefán (IP-tala skráð) 26.7.2022 kl. 19:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.