Rekinn og blómstrađi sem aldrei fyrr

  Rokksagan geymir mörg dćmi ţess ađ liđsmađur hljómsveitar hafi veriđ rekinn; í kjölfariđ fundiđ sína fjöl og skiniđ skćrar en hljómsveitin.  Nei,  ég er ekki ađ tala um trommuleikarann Pete Best sem var rekinn úr Bítlunum.  Hans ferill varđ klúđur á klúđur ofan.

  Eitt frćgasta dćmiđ í íslenskri rokksögu er ţegar söngvarinn Pétur Kristjánsson var rekinn úr Pelican.  Ţetta var um miđjan áttunda áratuginn.  Pelican var vinsćlasta hljómsveit landsins.  Pétur brá viđ snöggt;  hafđi samband viđ fjölmiđla sem slógu upp fyrirsögnum um brottreksturinn.  Samtímis stofnađi Pétur eldsnöggur nýja og ferska rokksveit,  Paradís,  međ ungum hljóđfćraleikurum.  Ţađ var kýlt á spilirí út og suđur og hent í plötu.  Sá sem stýrđi fjölmiđlaumrćđunni var góđvinur okkar,  Smári Valgeirsson.  Sá hinn sami og á sínum tíma tók sögufrćgt viđtal viđ Hörđ Torfason.  Smári spilađi á fjölmiđla eins og á fiđlu.  Ég kom smá ponsu viđ sögu;  teiknađi myndir af Pétri í auglýsingar, málađi nafn hljómsveitarinnar á bassatrommuna og eitthvađ svoleiđis. 

  Pétur fékk samúđarbylgju.  Rosa öfluga samúđarbylgju.  Pelican var allt í einu runnin út á tíma.

  Af erlendum dćmum má nefna Jimi Hendrix.  Hann var gítarleikari bandarískrar hljómsveitar, The Isle Brothers,  undirleikara Little Richard um miđjan sjöunda áratuginn.  Rikki var ofurstjarna áratug áđur en mátti á ţessum árum muna sinn fífil fegri.  Hendrix rakst illa í hljómsveit.  Hann var afar óstundvís og notađi vímuefni.  Rikki rak hann.  Ári síđar sló Hendrix í gegn međ "Hey Joe" og varđ í kjölfar stćrsta gítarhetja rokksögunnar.

  Í fljótu bragđi man ég líka eftir Lemmy.  Hann var söngvari og bassaleikari ensku hljómsveitarinnar Hawkwind á fyrri hluta áttunda áratugarins.  Allt gekk vel.  Nema dópneysla Lemmy ţótti um of.  Hann var rekinn.  Stofnađi ţá tríóiđ Motörhead.  Spilađi ţar á gítar og hljómsveitin sló rćkilega í gegn.

  Einnig má nefna enska söngvarann Ozzy Osbourne.  Dópneysla hans gekk fram af félögum hans í Black Sabbath.  Seint og síđar meir gáfust ţeir upp og spörkuđu honum.  Međ dyggri ađstođ konu sinnar snéri hann vörn í sókn og náđi ađ trompa Black Sabbath á mörgum sviđum.

  Hér fyrir neđan má heyra Hendrix og Rikka litla spila lag frćnda ţess fyrrnefnda,  Woody Guthrie,  "Belle Star".   

     


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hreinasta afbragđ minnir á táningana mína.

Helga Kristjánsdóttir, 24.7.2022 kl. 15:18

2 identicon

Munum ţađ lika i leiđinni ađ ţađ var enski bassaleikarinn Chas Chandler sem tók Jimi Hendrix ađ sér. Fór međ hann til London, gerđi hann út ţađan sem gerđi hann heimsfrćgan. Bryan Ferry rak  Brian Eno úr Roxy Music og Eno fór ađ gera frábćrar sóloplötur og starfađi međ David Bowie, Robert Fripp, Talking Heads og U2. 

Stefán (IP-tala skráđ) 24.7.2022 kl. 16:02

3 Smámynd: Theódór Norđkvist

Brian Jones er samt undantekning á ţessari reglu. Jagger og félagar neyddust til ađ reka hann, út af sukkvandamálum hans og miđađ viđ sögu flestra Stonesmeđlimanna í ţeim efnum, ţá hlýtur sukk Brians ađ hafa veriđ mjög slćmt.cool Eins og frćgt er, ţá dó hann ekki löngu eftir ţađ, ađeins 27 ára.

Mćldist međ greindarvísitölu 133 er sagt og ađ einungis 2% jarđarbúa séu í ţeim flokk gáfumenna. Sennilega eitt skýrasta dćmi sem til er um sóun á hćfileikum, hef lesiđ ađ hann hefđi haft gríđarlega mikla hćfileika. Hvert er ţitt take á Brian Jones, Jens?

Theódór Norđkvist, 24.7.2022 kl. 16:42

4 Smámynd: Jens Guđ

  Helga,  takk fyrir ţađ.

Jens Guđ, 24.7.2022 kl. 16:56

5 Smámynd: Jens Guđ

Stefán,  góđir punktar. 

Jens Guđ, 24.7.2022 kl. 16:57

6 Smámynd: Jens Guđ

Theódór,  ég man ekki hvort ađ ţađ var Keith eđa einhver annar (Stónsari?) sem sagđi ađ Brian hafi fariđ létt međ ađ spila á hvađa hljóđfćri sem var.  Skipti ekki máli hvort var um ađ rćđa blásturshljóđfćri,  strengi eđa önnur.  Hinsvegar hafi hann ekki veriđ flinkur á neitt hljóđfćri.  

  Rétt mun vera ađ hann hafi mćlst međ ofurgreind.  Óviđráđanleg vímuefnafíkn varđ honum ađ falli.  Ađ auki var félagsfćrni hans takmörkuđ.  Hann ţótti ekki skemmtilegur djammari.  

  Til gamans má geta ađ John Lennon fór tvívegis í greindarvísitölupróf.  Annarsvegar er hann lauk grunnskóla.  Hinsvegar er hann hóf nám í Myndlistaskóla Liverpool.  Í öđru tilfellinu mćldist hann međ greind 160.  Í hitt skiptiđ 165.   

Jens Guđ, 24.7.2022 kl. 17:14

7 identicon

Brian Jones var flinkur slide gítarleikari og blúsari fram í fingurgóma. Hafđi líka veriđ saxofónleikari fyrir Stones tímann. Ţessi stofnandi Rolling Stones missti fljótt leiđtogastöđuna til Keith og  Mick sem höfđu umfram hann tónsmíđahćfileika.

Stefán (IP-tala skráđ) 24.7.2022 kl. 17:33

8 Smámynd: Jens Guđ

Stefán (# 7),  Brian spilađi líka á sax međ Bítlunum í furđulega laginu You Know My Name.   https://youtu.be/iZndVv-jl-U

Jens Guđ, 24.7.2022 kl. 17:53

9 identicon

Já, Ozzy karlinn var svo sannarlega rekinn úr hljómsveitinni Black Sabbath. Fyrir ţađ hafđi hann reyndar yfirgefiđ Sabbath sjálfur og ţeir ţá byrjađir ađ vinna plötu međ öđrum söngvara, en ţá mćtti Ozzy aftur eins og ekkert hefđi í skorist og hinn söngvarinn missti starfiđ nánast í fćđingu. Seinna átti Ozzy hinsvega eftir ađ sameinast gömlu félögunum í Sabbath nokkrum sinnum. Ţađ minnir á ţađ ţegar Roger Waters rak hljómborđsleikarinn Richard heitinn Wright úr Pink Floyd, en nokkru eftir ađ Waters hafđi sjálfur yfirgefiđ Pink Floyd, ţá mćtti Wright aftur til starfa í Pink Floyd sem ţá starfađi undir stjórn David Gilmore. Dave Mustaine var ađal gítarleikari Metallica fyrstu árin 81-83, en ţé var hann rekinn og stofnađi hljómsveitina Megadeth, sem mér persónulega finnst skemmtilegri en Metallica. Megadeth náđi vissulega aldrei sömu hćđum og Metallica vinsćldarlega séđ. 

Stefán (IP-tala skráđ) 25.7.2022 kl. 19:00

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ef ég man rétt, nýtur Brimkló ţess vafasama heiđurs ađ vera EINA hljómsveitin sem rak Björgvin Halldórsson, e Bjögga hefur vegnađ mun betur en Brimkló, eftir ađ leiđir skyldu.......

Jóhann Elíasson, 25.7.2022 kl. 22:33

11 Smámynd: Jens Guđ

Stefán (# 9),  takk fyrir fróđleikinn.

Jens Guđ, 26.7.2022 kl. 08:10

12 Smámynd: Jens Guđ

 Jóhann,  já,  hann var rekinn úr Brimkló,  gekk í Hljóma (og Lonlí Blú bojs) og snéri síđan aftur í Brimkló.  Ţá sló hljómsveitin í gegn sem aldrei fyrr.

Jens Guđ, 26.7.2022 kl. 08:19

13 identicon

Bubbi Morthens var líka eitthvađ rekinn úr Utangarđsmönnum. Steinar Berg hefur sagt ađ hann hafi veriđ viđstaddur ţann gjörning.

Stefán (IP-tala skráđ) 26.7.2022 kl. 08:44

14 Smámynd: Jens Guđ

Stefán (#13),  mig rámar í ţetta.  Líkast til kemur ţetta fram í einhverri af ćvisögum hans.

Jens Guđ, 26.7.2022 kl. 09:23

15 identicon

Ha, ha, hversu áreiđanlegar eru ţćr ćvisögur ? Reyndar verđur ađ krydda ćvisögur til ađ gera ţćr skemmtilegri.

Stefán (IP-tala skráđ) 26.7.2022 kl. 11:27

16 identicon

Ha, ha, hversu áreiđanlegar eru ţćr ćvisögur ? Reyndar verđur ađ krydda ćvisögur til ađ gera ţćr skemmtilegri.

Stefán (IP-tala skráđ) 26.7.2022 kl. 13:04

17 identicon

Menn eru ekki bara reknir úr hljómsveitum, standi ţeir sig ekki eđa dópa of mikiđ. Ţjálfarar keppnisliđa í íţróttum eru umsvifalaust reknir ef ćtlađur árangur nćst ekki. Hér á landi eru knattspyrnuţjálfarar í efstu deild karla reknir vinstri, hćgri nema hjá KR ţar sem menn eru greinilega búnir ađ sćtta sig viđ ađ vinna ekki heimaleiki. Metnađurinn er nú ekki meiri ţar á bć. 

Stefán (IP-tala skráđ) 26.7.2022 kl. 19:34

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband