Furðufluga

  Ég var að stússa í borðtölvunni minni.  Skyndilega flaug pínulítil fluga á milli mín og skjásins.  Ég hélt að hún færi strax.  Það gerðist ekki.  Hún flögraði fyrir framan mig í augnhæð.  Það var eins og hún væri að kanna hvort hún hefði séð mig áður.  Þetta truflaði mig.  Ég sló hana utanundir.  Hún hentist eitthvað í burtu.

  Nokkrum sekúndum síðar var hún aftur komin á milli mín og skjásins.  Ég endurtók leikinn með sama árangri.  Hún lét sér ekki segjast.  Í þriðja skipti var hún komin fyrir framan mig. Ég gómaði hana með því að smella saman lófum og henti henni vankaðri út á stétt.

  Háttalag hennar veldur mér umhugsun.  Helst grunar mig að henni hafi þótt þetta skemmtilegt.  Í hennar huga hafi við,  ég og hún,  verið að leika okkur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það má segja að Björk hafi hent Katrínu út á stétt eins og þú flugunni Jens, með því opinbera úti í hinum stóra heimi hversu ekkert er að marka loforðaflaum hennar, nokkuð sem við landar hennar vissum reyndar fyrir. Það er sem sé ekki flugufótur fyrir loforðum Katrínar. 

Stefán (IP-tala skráð) 21.8.2022 kl. 09:36

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þetta var kannski litla flugan hans Fúsa kominn í leitirnar! En að öðru Jens, ég fór í gær að heimsækja Færingana á Hallveigastíg og hélt að ég mundi sjá þig þar. 

Sigurður I B Guðmundsson, 21.8.2022 kl. 10:49

3 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  þú hefur lög að mæla.

Jens Guð, 21.8.2022 kl. 11:23

4 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  svo sannarlega hefði ég viljað vera á færeysku hljómleikunum í Hörpu í gær.  Vegna veikinda á heimilinu átti ég ekki heimangengt.  Ég hef tvívegis verið á hljómleikum með Hamradun og þekki söngvarann mæta vel síðan hann var í Tý.  En ég á eftir að fara á hljómleika með Herborgu.  Hef bara séð og hlýtt á youtube myndbönd með henni.

Jens Guð, 21.8.2022 kl. 11:28

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nákvæmilega eins atvik gerðist hjá mér um hádegisbilið í dag. Þar sem ég stóð við eldhúsborðið, kom skyndilega stærðar húsfluga kom æðandi að mér með miklum látum. 

Ég greip skordýraeitursbrúsa til að verjast og hefði sennilega getað hitt hana þráðbeint beint fyrir framan nefið á mér, ef ég hefði verið viðbúinn þessu óvenjuglega hátterni.  

Eftir smá gagnkvæman eltingarleik hvarf hún á braut.  

Ómar Ragnarsson, 21.8.2022 kl. 19:25

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Drónar verða sumir örsmáir þannig að hægt verður að láta þá líta út eins og flugur og senda þá til að mynda inn um opna glugga til að drepa fólk með eitursprautu þegar það sefur á sínu græna eyra.

Snyrtilegt að losa sig þannig við Pútín karlinn og aðrar leiðindaskjóður. cool

Black Hornet is the Smallest Military Drone

Þorsteinn Briem, 21.8.2022 kl. 20:26

7 Smámynd: Jens Guð

Ómar,  þeytta eru hrekkjótt kvikindi. 

Jens Guð, 21.8.2022 kl. 21:19

8 Smámynd: Jens Guð

Steini,  mér skilst að svona drónar séu þegar á fullu í útlandinu.

Jens Guð, 21.8.2022 kl. 21:21

9 identicon

Flugufræðingar hafa uppi þá kenningu að þetta ákveðna atferli furðuflugunnar tengist því þegar hún verður fyrir áreiti furðufuglsins. Ekki ósennileg kenning þar sem þú og eins Ómar Ragnarsson hafa orðið fyrir þessu.frown

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 22.8.2022 kl. 14:22

10 Smámynd: Jens Guð

Jósef Smári,  þú hittir naglann á höfuðið!

Jens Guð, 22.8.2022 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.