28.8.2022 | 01:35
Aðeins í Japan
Í Japan er margt öðruvísi en við eigum að venjast. Til að mynda hvetja þarlend yfirvöld ungt fólk til að neyta meira áfengis. Það er til að örva hagkerfið. Fá meiri veltuhraða. Ástæðan fyrir því að vöruflokkurinn áfengi er notaður í þetta er sú að ölvaðir unglingar eyða meiri peningum í skemmtanir, leigubíla, snyrtivörur, fín föt og allskonar óþarfa. Líka á þetta að hækka fæðingartíðni.
Í Japan fæst áfengi í allskonar umbúðum. Þar á meðal litlum fernum sem líta út eins og ávaxtasafafernur með sogröri og allt.
Japanir eru einnig í hollustu. Eða þannig. Kóladrykkir eru ekki hollir út af fyrir sig. En ef þeir innihalda hvítlauk og eru með hvítlauksbragði?
Annað dæmi um hollustu í Japan eru rafmagnsprjónar. Matprjónar. Þeir gefa frá sér vægt rafstuð af og til. Það er sársaukalaust en framkallar salt bragð af matnum. Salt er óhollt.
Mörg japönsk hótel, mótel og gistiheimili bjóða upp á ódýra svefnaðstöðu. Ekki er um eiginlegt herbergi að ræða. Þetta er meira eins og þröngur skápur sem skriðið er inn í án þess að geta staðið upp.
Japanir elska karaókí. Það er eiginlega þjóðarsport. Vinnufélagar fara iðulega á skemmtistaði til að syngja í karaókí. Þá er reglan að hver og einn taki lag óháð sönghæfileikum. Mörgum þykir líka gaman að syngja heima eða út af fyrir sig á vinnustað. Til að það trufli engan brúka söngfuglarnir hljóðhelda hljóðnema. Með heyrnartæki í eyra heyra þeir þó í sjálfum sér.
Eitt af því sem víðast þykir lýti en í Japan þykir flott eru skakkar tennur. Sérstaklega ef um er að ræða tvöfaldar tennur. Þar sem ein tönn stendur fyrir framan aðra. Þetta þykir svo flott að efnað fólk fær sér aukatennur hjá tannlæknum.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Spaugilegt, Spil og leikir, Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.8.2022 kl. 11:41 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
Nýjustu athugasemdir
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Já Stefán það hafa ekki alltaf verið rólegheit og friður í krin... johanneliasson 21.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Jóhann, ég var að rifja upp á netinu þegar Jón Rúnar veittist a... Stefán 20.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Stefán (# 15), við skulum ekki blanda mömmu drengjanna inn í þ... jensgud 20.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Jóhann (# 14), þú ættir að senda Jóni Rúnari jólakort. Honum ... jensgud 20.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Stefán (# 13), bræðurnir eru grallarar og ágætir húmoristar. ... jensgud 20.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Jú Jóhann, þeir Jón og Friðrik Dór eru sagðir blessunarlega lík... Stefán 19.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Stefán, ég telst vera Hafnfirðingur enda bjó ég þar áratugum sa... johanneliasson 19.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Afhverju er Hafnfirðingum óglatt yfir máltíðum núna ? Jú, þeir... Stefán 18.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Stefán, (# 10), skatan er lostæti. Ég veit ekki með bókina. jensgud 17.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Skúli, ég hef ekki góða þekkingu á þessu. jensgud 17.12.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 7
- Sl. sólarhring: 72
- Sl. viku: 1112
- Frá upphafi: 4115594
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 870
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
Hrafn Jökulsson ákvað að hætta að drekka áfengi, sem þótti stórundarlegt, þannig að hann var handtekinn af Víkingasveitinni og lokaður inni á geðdeild en Ómar Ragnarsson þótti vera þar víti til varnaðar.
Hér á Klakanum þótti eðlilegt að Mörlendingar drykkju frá sér ráð og rænu á föstudags- og laugardagskvöldum en þeir voru álitnir drykkjusjúklingar sem fengu sér rauðvínsglas í miðri viku.
Bjór var bannaður hér en í góðu lagi þótti að unglingar drykkju brennivín og væru blindfullir á útihátíðum.
Og Mörlendingar blönduðu svo miklu kóki við allt brennivínið að margir þeirra fengu falskar tennur í fermingargjöf.
Slagsmál þóttu sjálfsögð á sveitaböllum og hommar voru barðir sundur og saman, þannig að margir þeirra flúðu til útlanda og komu ekki aftur fyrr en nokkrum áratugum síðar, til að mynda Hörður Torfason.
Búið var til app byggt á Íslendingabók til að Mörlendingar gætu kannað hér á skemmtistöðum hvort þeir væru skyldir þeim sem þeir höfðu áhuga á að sofa hjá.
En appið varð fljótlega óvinsælt þegar í ljós kom að allir Mörlendingar eru skyldir öðrum Mörlendingum samkvæmt Íslendingabók.
Mörlendingum datt hins vegar ekki í hug að fara til útlanda fyrr en þeir komust að því að áfengi væri þar miklu ódýrara en hér á Klakanum og drukku því frá sér ráð og rænu á hverjum degi á sólarströndum.
En útlendingar voru hér eins og hvítir hrafnar, einkum á landsbyggðinni, hvað þá svart fólk, og tengdamóðir mín fyrrverandi á Húsavík spurði þegar hún átti þar von á heimsókn svartrar söngkonu: "Borða svertingjar pönnukökur?"
Þorsteinn Briem, 28.8.2022 kl. 09:42
Þorsteinn, takk fyrir frábæra samantekt.
Jens Guð, 28.8.2022 kl. 10:12
Hljóðheldi hljóðneminn mætti gjarnan verða vinsæll hér um slóðir.
ls (IP-tala skráð) 28.8.2022 kl. 10:23
Is, ég tek undir það.
Jens Guð, 28.8.2022 kl. 10:24
Þú ert formlega kominn á ignore. Að tala um áfengi sem "alskonar óþarfa" er ófyrirgefanlegt. Get samt mögulega fyrirgefið þér ef þetta var skrifað í ölæði.
Bjarni (IP-tala skráð) 28.8.2022 kl. 13:23
Bjarni, þó þetta hafi verið skrifað í ölæði þá nefni ég hvergi að áfengi sé óþarfi. Ég hef eftir japönskum fréttaskýrendum að ölvaðir unglingar eyði peningum í allskonar óþarfa.
Jens Guð, 28.8.2022 kl. 14:25
Svo ætlar Dagur Sig. (frændi) að gera þá að stórveldi í handbolta.
Sigurður I B Guðmundsson, 28.8.2022 kl. 17:22
Aðeins á Íslandi ( Tíu atriði með fyrirvörum ): Aðeins á Íslandi var talið eðlilegt áratugum saman að banna sölu á bjór svo að landinn lægi örugglega afvelta og ælandi af sterkum landa og brennivínsþambi. Aðeins á Íslandi fagnar fólk fyrsta sumardegi skjálfandi á köldum vetrardegi. Aðeins á Íslandi þykir sjálfsagt að hafa klukkuna rangt skráða. Þegar fólk vaknar klukkan 7 er líkamsklukkan 5:30 og fólk skröltir út í lífið hálfsofandi. Aðeins á Íslandi hefur Tryggingastofnun ekki við að níðast á ellilífeyrisþegum og hefur af þeim hverja aukakrónu sem gæti gert þeim lífið bærilegra. Aðeins á Íslandi eru helstu uppalendur ungra barna, þ.e. leikskólastarfsfólk svo láglaunað, að erfitt er að manna leikskóla. Aðeins á Íslandi er auðsöfnun stórútgerða friðaðri en dýr í útrýmingarhættu. Aðeins á Íslandi fer vinstri örflokkur fyrir íhaldssamri hægri stjórn. Aðeins á Íslandi má sjá börn þjóta um stjórnlaust á gangstígum og götum á rafskútum, allt að þrjú í einu á einu tæki. Aðeins í Reykjavík á Íslandi fylla unglingar vasa sína af eldhúshnífum áður en þeir fara á djammið. Aðeins í Vesturbæ Reykjavíkur á Íslandi sætta íbúar sig við að heimaliðið í fótbolta vinni varla stig á heimavelli.
Stefán (IP-tala skráð) 28.8.2022 kl. 19:28
Og aðeins á Íslandi eru athugasemdir eftir Stefán!
Sigurður I B Guðmundsson, 28.8.2022 kl. 19:38
Sigurður I B, gangi Degi vel!
Jens Guð, 29.8.2022 kl. 07:06
Stefán, takk fyrir þessa skemmtilegu samantekt.
Jens Guð, 29.8.2022 kl. 07:07
Sigurður I B (# 9), það er fengur af þeim!
Jens Guð, 30.8.2022 kl. 09:41
Aðeins á Íslandi í ríkisstjórn Katrínar hafa ráðherrar einstakan húmor fyrir ,, fagráðningum ,,. Þannig myndu þeir ráða bakara fyrir smið, pípara fyrir rafvirkja og meindýraeyði til að hugsa um Liljur vallarins, sem reyndar væri ekki svo vitlaust.
Stefán (IP-tala skráð) 31.8.2022 kl. 19:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.