Hvenær hlæja hundar?

  Hundar hafa brenglað tímaskyn.  Þeir kunna ekki á klukku.  Þeir eiga ekki einu sinni klukku.  Þegar hundur er skilinn eftir einn heima þá gerir hann sér ekki grein fyrir því hvað tímanum líður.  Hann áttar sig ekkert á því hvort heimilisfólkið er fjarverandi í fimm mínútur eða fimm klukkutíma.  Oft dottar hann þegar hann er einn.

  Hundar hafa kímnigáfu.  Þegar þeim þykir eitthvað verulega fyndið þá anda þeir eldsnöggt frá sér.  Það hljómar eins og þeir séu að snýta sér.  Húmor hunda er ekki upp á marga fiska.  Hundur hlær að ýmsu sem er ekki sérlega fyndið.  Sömuleiðis er hægt að segja hundi bráðfyndinn brandara án þess að hann sýni viðbrögð.  Setur bara upp hundshaus og horfir sljór á mann.  "Pönslínan" fer fyrir ofan garð og neðan.  Engu að síður er góð skemmtun að vita þetta og kannast við þegar hundur hlær.  Eitt sinn missteig ég mig heima fyrir framan símborð og féll við.  Þá hló heimilishundurinn tvisvar. 

  Þegar hundur horfir neikvæður á mann þá leitar skott hans til vinstri.  Þegar hann er jákvæður leitar það til hægri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þegar undirritaður bjó í Rússlandi var þar stór hundur sem gerði sig breiðan fyrir framan heimili sitt með sífelldu gelti og urri, þannig að ég hundskammaði hann á kjarnyrtri skíðdælsku og hann lét ekki sjá sig eftir það. cool

Þorsteinn Briem, 4.9.2022 kl. 13:06

2 Smámynd: Jens Guð

Þorsteinn,  skíðdælskan klikkar ekki!

Jens Guð, 4.9.2022 kl. 13:38

3 identicon

Þorsteinn Briem, mikil lukka sem það væri fyrir heiminn ef þú gætur hundskammað fjöldamorðingjann Putin svo að hann hyrfi eins og hundurinn.

Stefán (IP-tala skráð) 4.9.2022 kl. 15:52

4 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  ég tek undir það.

Jens Guð, 4.9.2022 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband