Drykkfeldustu þjóðir heims

  Þjóðir heims eru misduglegar - eða duglausar - við að sötra áfenga drykki.  Þetta hefur verið reiknað út og raðað upp af netmiðli í Vín.  Vín er við hæfi í þessu tilfelli.

  Til að einfalda dæmið er reiknað út frá hreinu alkahóli á mann á ári.  Eins og listinn hér sýnir þá er sigurvegarinn 100 þúsund manna örþjóð í Austur-Afríku;  í eyjaklasa sem kallast Seychelles-eyjar.  Það merkilega er að þar eru það nánast einungis karlmenn sem drekka áfengi.

  Talan fyrir aftan sýnir lítrafjöldann.  Athygli vekur að asískar, amerískar og norrænar þjóðir eru ekki að standa sig. 

1 Seychelles-eyjar : 20.50

2 Úganda: 15.09 

3 Tékkland : 14.45 

4 Litháen: 13.22 

5 Lúxemborg: 12.94 

6 Þýskaland: 12.91 

7 Írland: 12.88 

8 Lettland: 12.77 

9 Spánn: 12.72 

10 Búlgaria: 12.65 

11 Frakkland: 12.33 

12 Burkina Faso: 12.03 

13 Portúgal: 12.03 

14 Austurríki: 11.96 

15 Slóvenia: 11.90       


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef Ómar Ragnarsson drykki áfengi væri afmælisdagur hans, 16. september, Dagur brennivínsins en ekki Dagur mörlenskrar náttúru eða náttúruleysis, því Ómar hefur sagt að hefði hann fengið sér einn sopa af áfengi væri hann áreiðanlega drykkjusjúklingur. cool

Mörlendingar drekka lítið, eru þar í 54. sæti í heiminum, en um helgar fer blindfullur skríll af landsbyggðinni, til að mynda Grafarvogi, þar sem Ómar Ragnarsson býr, í miðbæ Reykjavíkur, lætur þar ófriðlega og heimtar að slást við 101 Reykjavík.

Rétt eins og þegar mörlenski utanríkisráðherrann var í Eystrasaltslöndunum, undir áhrifum áfengis og til alls vís, og því sá þar undir iljarnar á sovéska hernum, en annars væru þau ekki núna sjálfstæð ríki. cool

Undirritaður hefur búið í Tallinn, höfuðborg Eistlands, og Eistlendingar drekka manna mest í heiminum en þar sést ekki vín á nokkrum manni.

Í Tallinn eru til að mynda sérstakar áfengisverslanir sem opnar eru allan sólarhringinn.

Undirritaður hefur einnig búið í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, og þar er alls kyns áfengi selt í matvöruverslunum alla daga vikunnar og þær eru yfirleitt opnar til níu á kveldin.

Og eins lítra flaska af ágætis ungversku rauðvíni kostar þar 200 mörlenskar krónur. cool

Sömu sögu er að segja af Úkraínu en Úkraínumenn drekka minna áfengi en Mörlendingar og eru þar í 60. sæti í heiminum en Mörlendingar í 54. sæti.

Ætli Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar að fá sér hvítvín með humrinum um helgar hér á Klakanum verður flokkurinn að hugsa einn eða tvo daga fram í tímann, sem er ekki hans sterkasta hlið, eins og Áslaug Þarna Sigurbjörnsdóttir hefur sýnt fram á. cool

List of countries by alcohol consumption per capita

Þorsteinn Briem, 11.9.2022 kl. 13:08

2 Smámynd: Jens Guð

Steini,  takk fyrir þennan bráðskemmtilega fróðleik!

Jens Guð, 11.9.2022 kl. 14:06

3 identicon

Gæti ekki verið að Grænland væri þarna á eða við toppinn ef áreiðanlegar opinberar tölur væru til um drykkjuna þar ? Mér skilst að Bjarni og Katrín séu að fara að hækka tolla svo á áfengi hér á landi að það verði eingöngu á færi hátekjufólks að gera sér glaðan dag. Allra síst munu aldraðir hafa efni á því dreypa á víni til að stytta sér stundir, enda séð til þess að Tryggingastofnun skerði svo alla innkomu ellilífeyrisþega að þeir verða að láta sér nægja sultardropa úr nösum. 

Stefán (IP-tala skráð) 11.9.2022 kl. 14:25

4 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  Grænlendingar og Færeyingar eru flokkaðir með Dönum.  Áfengisverð á Íslandi er hið hæsta í heimi!

Jens Guð, 11.9.2022 kl. 14:47

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Öðruvísi mér áður brá, þegar ég bjó í Noregi var áfengisverðið þar mun hærra en á Íslandi og var það svo slæmt að það fór enginn heilvita maður í Vinmonopolet (en svo heitir "ríkið" í Noregi) til að kaupa áfengi heldur var bruggað í gríð og erg og mjög mikið um smygl.  Það kvað svo mikið að heimabrugginu, að ég man eftir þætti á NRK (Norska ríkissj´nvarpinu) þar sem deilt var um hvort brugg væri "heimilisiðnaður" eða glæpur.  Síðan ég flutti frá Noregi þá hef ég ekki fylgst svo náið með áfengisverðinu en það getur vel verið að það sé orðið hærra á Íslandi og svo er rafmagnsverðið orðið þannig að kostnaðurinn við að eima er orðinn alveg gríðarlegur og spurning hvort þessi gamli góði "iðnaður leggist eins og svo margt annað.....

Jóhann Elíasson, 12.9.2022 kl. 12:04

6 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  takk fyrir fróðleiksmola.  Fréttir af rafmagnsverði í Noregi eru svakalegar.  Og þetta er víst bara forsmekkurinn af því sem koma skal. 

Jens Guð, 12.9.2022 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband