Hættulegar skepnur

  Öll vitum við að margar skepnur eru manninum hættulegar.  Við vitum af allskonar eiturslöngum,  ljónum,  krókódílum,  hákörlum, ísbjörnum,  tígrisdýrum og svo framvegis.  Fleiri dýr eru varhugaverð þó við séum ekki sérlega meðvituð um það.  Einkum dýr sem eru í öðrum löndum en Íslandi. 

  -  Keilusnigill er umvafinn fagurri skel.  En kvikindið bítur og spúir eitri.  Það skemmir taugafrumur og getur valdið lömun.

  -  Tsetse flugan sýgur blóð úr dýrum og skilur eftir ssig efni sem veldur svefnsýki.  Veikindunum fylgir hiti,  liðverkir,  höfuðverkur og kláði.  Oft leiðir það til dauða.

  - Sporðdrekar forðast fólk.  Stundum koma upp aðstæður þar sem sporðdreki verður á vegi fólks.  Þá stingur hann og spúir eitri.  Versta eitrið gefur svokallaður "deathstalker".  Það veldur gríðarlegum sársauka en drepur ekki heilbrigða og hrausta fullorðna manneskju.  En það drepur börn og veikburða.

  - Eiturpílufroskurinn er baneitraður.  Snerting við hann er banvæn.

  - Portúgölsku Man O´War er iðulega ruglað saman við marglyttu.  Enda er útlitið svipað.  Stunga frá þeirri portúgölsku veldur háum hita og sjokki.

  - Í Víetnam drepa villisvín árlega fleiri manneskjur en önnur dýr.  Venjuleg alisvín eiga til að drepa líka.  Í gegnum tíðina haf margir svínabændur verið drepnir og étnir af svínunum sínum.

  -  Hættulegasta skepna jarðarinnar er mannskepnan.  Hún drepur fleira fólk og aðrar skepnur en nokkur önnur dýrategund.   

  goldenpoisonfrogsmall0x0snigilltsetse-flyxMjPs9YK4NbzAhK25AV7N8-320-80


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já þau eru mörg dýrin sem eru varasöm.  Ég ætla að láta eina sögu  flakka en ég efast stórlega um að hún sé sönn, en við látum ekki sannleikann þvælast fyrir góðri sögu:

Eitt sinn fóru tveir vinir", saman á veiðar.  Þegar nokkuð  var liðið á veiðiferðina fór annar þeirra á bak við tré að pissa.  Það vildi ekki betur til en að slanga beit í "djásnið".  "Vinurinn" kom veinandi til baka og sagði félaganum hvað hafði gerst.  Sem betur fer var félaginn með  síma og þarna var ágætis samband, hann náði fljótt samband við lækni og lýsti hann atburðarrásinni fyrir honum. "Þetta er ekki svo slæmt" sagði læknirinn "Þú sýgur bara eitrið út og hann nær sér alveg á nokkrum dögum, annars deyr hann".  Að símtalinu loknu  fór hann aftur til "vinarins, sem emjaði af kvölum og sagði á milli kvalanna:  og hvað sagði læknirinn??? "ÞÚ DEYRÐ" sagði "vinurinn"........

Jóhann Elíasson, 2.10.2022 kl. 09:51

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Jóhann, góð saga en þarna hefði samkynhneigð komið sér vel! 

Sigurður I B Guðmundsson, 2.10.2022 kl. 11:11

3 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  takk fyrir góða sögu!

Jens Guð, 2.10.2022 kl. 12:10

4 Smámynd: Jens Guð

Sigurður,  hún hefði bjargað lífi!

Jens Guð, 2.10.2022 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband