Friðsömustu og öruggustu lönd til að heimsækja

  Íslendingar eru hræddir.  Þeir óttast að fara í miðbæ Reykjavíkur.  Óttinn við að verða stunginn með hnífum er yfirþyrmandi.  Stjórnvöld í löndum fjölmennustu túrista til Íslands vara þegna sína við að fara í miðbæ Reykjavíkur. 

  Hvað er til ráða?  Eitthvert þurfa ferðamenn að fara til að sletta úr klaufunum.  Hver eru hættulegustu lönd til að sækja heim?  Hver eru öruggustu?  

  Það þarf ekki vísindalega útreikninga til að vita að hættulegustu lönd er Afganistan,  Jemen og Sýrland.

  Institute for Economics and Peace hefur reiknað dæmið með vísindalegum aðferðum.  Niðurstaðan er sú að eftirfarandi séu öruggustu lönd heims að ferðast til.  

1  Ísland

2  Nýja-Sjáland

3  Írland

4  Danmörk

5  Austurríki

6  Portúgal

7  Slóvenía

8  Tékkland

9  Singapúr

10 Japan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í eina skiptið sem ráðist hefur verið á undirritaðan með hníf að vopni var í Húsabakkaskóla í Svarfaðardal en mér tókst að afvopna þennan skólabróður minn. cool

Annar skólabróðir minn í Húsabakkaskóla vildi slást, hrinti mér í gólfið í skólanum og lagðist ofan á mig en þar sem ég var gjörsamlega óviðbúinn handleggsbrotnaði ég og er með tíu sentímetra langt ör á vinstri olnboganum eftir uppskurðinn á sjúkrahúsinu á Akureyri.

En aldrei hefur verið ráðist á mig í miðbæ Reykjavíkur, enda þótt ég hafi búið í miðbæ og vesturbæ Reykjavíkur í fjörutíu ár. cool

Þorsteinn Briem, 27.11.2022 kl. 08:52

2 Smámynd: Jens Guð

Þorsteinn,  Húsabakkaskóli er greinilega varasanur staður að heimsækja!

Jens Guð, 27.11.2022 kl. 09:54

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Já, tímarnir breytast og mennirnir með. Hér í "den" var mikið fjör og gaman að fara á "rúntinn" niður í bæ og hitta mann og annan. 

Sigurður I B Guðmundsson, 27.11.2022 kl. 10:25

4 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  láttu mig þekkja það!

Jens Guð, 27.11.2022 kl. 11:42

5 identicon

Það er sjálfsagt hægt að mæla friðsemd og öryggi frá mörgum hliðum. Í Svíþjóð eru klárlega framin fleiri morð en á hinum norðurlöndunum miðað við höfðatölu, en hvar eru framin flest sjálfsmorð í þessum löndum, gæti það verið á Íslandi ? Túristar verða ekki varir við slík morð. Túristar verða heldur ekki varir við hættuástand á yfirfullum og undirmönnuðum geðdeildum. Ég þekki slíkt frá yngri árum sem gæslumaður í átökum við að verja lækna og hjúkrunarfólk. Ég hef líka góða reynslu af dyravarðarstarfi, en á þeim árum gengu gestir ekki um vopnaðir hnífum heldur notuðu hnefa ef þeir þurftu að níðast á öðrum. Ég vorkenni dyravörðum í miðborg Reykjavíkur í dag og ekki síður óvopnaðri lögreglu sem þarf að kljást við vopnaðan glæpalýð. Túristar verða ekki varir við ófriðarbálin sem ríkisstjórn Katrínar hefur svo gott lag á að kveikja, nema þá helst þegar mótmælendur fylkja liði á Austurvelli og mótmæla mis heimskulegum ákvörðunum og óréttlæti. En gott og vel, flestir íslendingar líta klárlega út fyrir að vera vinsamleg meinleysisgrey í augum túrista og þannig viljum við líka líta út - englar alheimsins. Það er svo bara spurning hve lengi og hvort við getum haldið toppsætinu sem friðsamasta og öruggasta landið að heimsækja.  

Stefán (IP-tala skráð) 27.11.2022 kl. 14:49

6 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  Sú var tíð að af norrænum þjóðum voru flest sjálfsvíg í Finnlandi.  Grænland er flokkað með Dönum en á Grænlandi er skelfilega mikið um sjálfsvíg. 

Jens Guð, 27.11.2022 kl. 16:04

7 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Er ekki möguleiki að "öruggasta" landið sé einmitt spennandi fyrir hryðjuverkamenn til að sýna fram á að ekkert land sé óhult fyrir þeim?

Sigurður I B Guðmundsson, 27.11.2022 kl. 19:57

8 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B (# 7),  þetta er áhugaverð pæling!

Jens Guð, 28.11.2022 kl. 07:54

9 identicon

Stefán! Sjálfsmorðstíðni er ekki há á Íslandi. Á heimsvísu er Svíþjóð í 47. sæti, og Ísland í 59. sæti með 11,15 tilvik á 100000 íbúa og Noregur í 71. Til samanburðar má nefna að Lesoto er með 87 sjálfsvíg pr. 100000 íbúa og Ástralía með 11,25.

Þorvaldur (IP-tala skráð) 28.11.2022 kl. 12:33

10 Smámynd: Jens Guð

Þorvaldur,  takk fyrir upplýsingarnar.

Jens Guð, 28.11.2022 kl. 12:55

11 identicon

Já takk Þorvaldur. Ég var búinn að googla að finnar ættu norðulandamet á þessu sviði eins og Jens hélt. Leiðindamet það, en á móti eru finnar með fyrirmyndar skólakerfi sem getur vonandi dregið úr þessari háu sjálfsmorðstíðni. 

Stefán (IP-tala skráð) 28.11.2022 kl. 17:52

12 Smámynd: Jens Guð

Stefán (# 11), íslenskur kunningi minn fór í skóla til Finnlands.  Hann lærði fljótt að Finnar eru lítið fyrir að spjalla.  Í fyrsta sinn er hann nýkominn til Finnlands skrapp á hverfispöbbinn var sætisskipan þannig að allir sátu við borð hjá öllum.  Sæti og borð voru fá.  Allir þögðu.  Hann tók sætisfélaga tali.  Eftir örfá orðaskipti sagði sætisfélaginn:  "Fyrirgefðu;  ég er ekki hér til að spjalla.!"

Jens Guð, 28.11.2022 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband