Fólkið sem reddar sér

  Fjórar fjölskyldur í Essex á Englandi urðu heimilislausar eftir að íbúðir þeirra brunnu til kaldra kola.  Þetta atvikaðist þannig að húsbóndinn á einu heimilinu tók eftir því að útimálningin var farin að flagna af.  Honum hraus hugur við að þurfa að eyða sólríkum degi í að skafa málninguna af.  Til að spara sér puð brá hann á ráð:  Hann úðaði bensíni yfir húsið og kveikti í.  Málningin fuðraði upp eins og dögg fyrir sólu.  Líka húsið og nálæg hús.

  Orkuboltinum Christina Lamb í Cornwall á Englandi datt í hug að reisa verönd við hús sitt.  Hún hófst þegar handa við að grafa grunn.  Í ákafa tókst henni að höggva í sundur gasleiðslu bæjarins sem stóð eftir í ljósum loga.

  Mike Howel í Bristol á Englandi var ekkert að æsa sig yfir því að festa fingur í smíðabekk sínum.  Fingurinn var pikkfastur.  En hann var svo sem ekki að fara neitt.  Mike hafði fátt betra að gera þann daginnn en rölta með fingurinn og smíðabekkinn 3ja kílómetraleið á sjúkrahús.  Það tók aðeins 8 klukkutíma.  Hefði tekið styttri tíma ef vegfarendur hefðu ekki stöðugt verið að stoppa og spyrja út í dæmið.  

       


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

,, Hold tight, wait till the party s over,

   Hold tight, we are in for nasty weather,

   There has got to be a way,

   Burning down the House ,, 

David Byrne, Talking Heads 

Stefán (IP-tala skráð) 30.4.2023 kl. 21:50

2 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  David Byrne klikkar ekku.

Jens Guð, 1.5.2023 kl. 05:07

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Gamla góða máltækið sannar sig: "BEST ER KAPP MEÐ FORSJÁ"...

Jóhann Elíasson, 1.5.2023 kl. 08:55

4 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  það er sífellt að sanna sig!

Jens Guð, 1.5.2023 kl. 09:39

5 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Eldibrandur Funi Logason brunavörður hjá eldvarnareftirlitinu er alfarið á móti sinubruna og fikt við eld á útivistastöðum yfirleitt!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 1.5.2023 kl. 10:31

6 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  góður að venju!

Jens Guð, 1.5.2023 kl. 10:34

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Merkilegt að eitthvert fólk skuli vera eftir þarna á Englandi, en ekki allt brunnið inni, sprungið í loft upp, nú eða þá fast við hefilbekki á vegum úti.

Þorsteinn Siglaugsson, 1.5.2023 kl. 12:58

8 Smámynd: Jens Guð

Þorsteinn,  það er stórundarlegt!

Jens Guð, 1.5.2023 kl. 14:20

9 identicon

Bill Ward trommuleikari Black Sabbath drakk ótæpilega á þeim árum sem hann túraði með þeim. Gítarleikaranum Tony Iommi datt eitt sinn í hug að væta Bill duglega að utan líka, hellti áfengi yfir hann og bar eld að með þeim árangri að trommarinn stóð í ljósum logum. Það tókst að slökkva í karli og rífa utan af honum brunna fataleppana áður en sjúkrabíll flutti hann á sjúkrahús þar sem hann lá um tíma áður en hann sneri aftur í spilamennsku með félgum sínum, soldið slappur á trommunum á meðan sárin voru að gróa.

Stefán (IP-tala skráð) 1.5.2023 kl. 20:53

10 Smámynd: Jens Guð

Stefán (#9),  takk fyrir skemmtilega sögu!

Jens Guð, 2.5.2023 kl. 06:55

11 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Hvað gerðist með 4. fjōlskylduna?

Eggert Guðmundsson, 3.5.2023 kl. 08:15

12 Smámynd: Jens Guð

Eggert, ég man það ekki.

Jens Guð, 3.5.2023 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.