18.6.2023 | 13:26
Klaufalegt mont
Ég hef efasemdir um að fólk verði gáfaðra af hassreykingum. Hvað þá að það verði miklu gáfaðra af þeim. Kannski er það einstaklingsbundið. Sumir hasshausar virðast ekki burðast með meiri gáfur en gerist og gengur.
Unglingspiltur í Bandaríkjunum tók upp á því að rækta kannabis. Fljótlega varð hann stórtækur. Árangurinn steig honum til höfuðs. Hann kom sér upp netsíðu. Þar hældi hann sér af velgengninni. Var meðal annars duglegur við að sýna ljósmyndir af plöntunum.
Lögreglan var ekki lengi að bruna heim til hans. Hann var færður fyrir dómara.
- Hvernig í ósköpunum datt þér í hug að auglýsa glæpinn á opinni netsíðu? spurði dómarinn.
- Ég hélt að löggan hefði annað og þarfara við tímann að gera en hanga á netinu, svaraði kauði og uppskar 4ra ára fangelsisvist.
Meginflokkur: Löggæsla | Aukaflokkar: Mannréttindi, Spaugilegt, Viðskipti og fjármál | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
Nýjustu athugasemdir
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Brjánn, takk fyrir þetta. jensgud 19.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: áhugaverður samanburður. https://www.youtube.com/watch?v=1651r_... Brjánn Guðjónsson 18.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, ef þú kannt ekki að meta meistaraverkin eftir Mozart, þ... Stefán 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, þú ert með skemmtilegan flöt á dæminu! jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Ingólfur, bestu þakkir fyrir góðar pælingar. jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Stefán, takk fyrir fróðleikinn. jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Gleymdi - ef ég má vera með kjaft - að ég hef aldrei skilið hve... gudjonelias 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Alveg ljóst að þarna var elítan með sína útsendara tilbúín í læ... gudjonelias 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Skemmtilegur og fróðlegur pistill. Getur verið að egóistinn -... ingolfursigurdsson 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Það má geta þess að George hélt því fram að hugmyndin að nafnin... Stefán 15.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 53
- Sl. viku: 1160
- Frá upphafi: 4120979
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 1032
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
Geðdeildir heimsins eru og hafa verið fullar af fólki sem hefur hassreykt úr sér heilana og kemst aldrei til baka í eðlilegt líf. Efnilegt ungt fólk sem einangrast frá samfélaginu og dagar uppi veruleikafyrrt á stofnunum og neyðarskýlum.
Stefán (IP-tala skráð) 18.6.2023 kl. 13:46
Skaðsemi hassreykinga er umdeild. Sumir segja tóbakið varla eða ekki skárra. Það er menningin í kringum hassið sem leiðir fólk útí heróín, LSD, spítt og fleira. Glæpir eru sjaldan langt undan þegar það gerist, enda bönnuð efni nema í fáeinum löndum. Afglæpavæðingin sem Píratar tala fyrir er ekki alveg útí loftið.
Hassreykingar eru nokkuð algengar víða í heiminum í ýmsum hópum, og mörg dæmi um virkt fólk í allskonar störfum sem ekki sleppir jónunum. Ég hef tamið mér umburðarlyndi í þessu, enda söng Dylan "Everybody Must Get Stoned". Ég held að hassið sé einsog önnur lyf, betra að sleppa því. En hvað um alla frægu popparana sem gerðu sín beztu lög sem virkir hassistar? Til dæmis Paul McCartney, sem mér finnst algjör snillingur? Hef reyndar forðast þetta sjálfur, en svarið um skaðsemina er óljóst, og þessvegna er löggjöfin orðin frjálslegri, til dæmis í Bandaríkjunum. Hvernig á að hindra að fólk fari í enn harðari efni, kannski ekki endilega með boðum og bönnum.
Ingólfur Sigurðsson, 18.6.2023 kl. 14:04
Aldnir meistarar eins og t.d. Paul McCartney og Willie Nelson eru þekktir marijunana neytendur. Magn THC í marijuana er á bilinu 5-10 mg í einu grammi, í hassi er THC magnið 30-70 mg í einu grammi og í hassolíu er THC magnið 50-120 mg. Ekki get ég mælt með neyslu á neinu af þessu þó að styrkleikinn sé nokkuð misjafn. Ég hef misst vini úr neyslu á þessum efnum, fólk sem hafði ekki farið út neyslu á sterkari efnum þegar það kvaddi þetta líf. Einnig vann ég eitt sinn á geðdeildum og sá afleiðingar slíkrar neyslu í stórskemmdu fólki sem sagt var fullheilbrigt áður en kannabisneysla hófs. Reyndar hefur neysla þessara efna misjafnlega slæm áhrif á fólk. Þannig koma undirliggjandi geðsjúkdómar fljótt upp á yfirborðið hjá sumum, en hefðu án neyslu aldrei komið fram eða svo tjáðu mér geðlæknar á sínum tíma.
Stefán (IP-tala skráð) 18.6.2023 kl. 15:17
Stefán, takk fyrir fróðleikinn.
Jens Guð, 18.6.2023 kl. 15:59
Ingólfur, takk fyrir áhugaverðar vangaveltur.
Jens Guð, 18.6.2023 kl. 16:01
Kirkjugarðar landsins eru líka fullir af "ómissandi" fólki, en samt gengur lífið nokkurn veginn áfram. Ég er ekki í minnsta vafa um skaðsemi kannabis. Það var ung kona, sem var komin nokkuð "neðarlega" vegna neyslu á HÖRÐUM fíkniefnum og tók þá ákvörðun að fara í meðferð því hún sá að eitthvað mikið þurfti að gera svo líf hennar færi ekki alveg í vaskinn, eins og hjónabandið hjá heita- og kalda krananum . Hún kláraði meðferðina og eftirmeðferð og allt gekk þetta mjög vel. Að nokkrum mánuðum liðnum hóf hún læknisnám og útskrifaðist hún á hinn glæsilegasta hátt. Kunningi föður hennar spurð lækni sem hann þekkti hvernig þetta væri eiginlega hægt? Svar læknisins kom á óvart en var eftirfarandi:" ÞETTA GAT HÚN VEGNA ÞESS AÐ HÚN VAR EKKI Í HASSINU, HASSIÐ VELDUR VARANLEGUM SKEMMDUM Á HEILANUM".....
Jóhann Elíasson, 18.6.2023 kl. 16:05
gras hefur hjálpað mörgum krabbameins sjúklingum og fólki sem skiptir því fyrir oxy töflum
annars eru þið út á túni,geðveila getur verstnað með áfengi svo sem líka, krakkar sprauta sig með fentanyl í dag
öllu er best í hófi
Kristjan (IP-tala skráð) 18.6.2023 kl. 17:29
Jóhann, þetta er umhugsunarvert.
Jens Guð, 18.6.2023 kl. 18:26
Kristján, góður punktur.
Jens Guð, 18.6.2023 kl. 18:29
Niðurstöður rannsókna sem voru birtar í Læknablaðinu sýna að þeir sem eru í reglulegri kannabisneysla á unglingsárum eru í 30-300 % meiri áhættu að fá geðklofa miðað við samanburðarhóp. ,, Sýnt hefur verið fram á að þeir sem notuðu kannabis reglulega á unglingsárum voru með marktægt lægri greindarvísitölu en samanburðarhópur ,,. ,, Staðreyndin er sú ungt fólk er að leggjast inn á geðdeildir með geðrof sem rekja má beint til kannabisneyslu.
Stefán (IP-tala skráð) 18.6.2023 kl. 19:09
Stefán (#10), blessunarlega hefur kannabis ekki verið mín bjórdós. Eitt sinn fékk ég mér smók af einhverju sem var annað hvort marijúana eða hass. Ég fann ekki eiginlega vímu heldur varð rosalega syfjaður. Það er ekkert fjör í því.
Jens Guð, 18.6.2023 kl. 19:23
Fólk sem er á móti plöntureykingum, eru upp til hópa fyllibittur og frekjur, haldnar þeirri ranghugmynd að þau viti betur en aðrir hvernig þeir eigi að haga einkalífi sínu. Þessar landeyður eru snillíngar í að hræra upp í óstöðugum og nota moldviðrið til að ræna ríkinu og breyta yfir í ógnarstjórn og rangsnúning.
Guðjón E. Hreinberg, 18.6.2023 kl. 20:22
Afsakið ritvillur - fyllibyttur átti það að vera. Aðrar stafsetningarvillur eru djók.
Guðjón E. Hreinberg, 18.6.2023 kl. 20:22
Guðjón, þú segir nokkuð.
Jens Guð, 19.6.2023 kl. 09:00
Lagið: Baby you are a rich man var tímamóta lag eftir John Lennon sem fjallaði um dóp og ég var og er mikill aðdáandi hans þá fór ég aldrei í ferðalag í dóp lestina!
Sigurður I B Guðmundsson, 19.6.2023 kl. 10:08
Sigurður I B, ég hef mörgum sinnum hlustað á þetta lag og fleiri um dóp. Samt hefur aldrei kviknað hjá mér löngun í dóp.
Jens Guð, 19.6.2023 kl. 11:44
Kannabis er ljúfur og þægilegur ferðafélagi öfugt við skíthælinn Bakkus.
GB (IP-tala skráð) 19.6.2023 kl. 14:15
GB, kannski er þetta rétt hjá þér.
Jens Guð, 19.6.2023 kl. 14:34
Eitt sinn leiddi kannabis mig skemmtilega að Bakkusi. Ég og félagi minn höfðum verið á frábærum hljómleikum með Weather Report. Félagi minn var mikið fyrir pípuna og eftir hljómleikana kveikti hann sér í einni feitri á bak við runna. Félaginn hvarf í reykjarmökk og þar sem ég beið hans bak við hljómleikahúsið stóð allt í einu bassa snillingurinn Jaco Pastorius við hlið mér, skrúfaði tappa úr fullri Vodkaflösku og þambaði. Ég þakkaði Jaco fyrir hljómleikana og spjallaði við hann á meðan við kláruðum flöskuna saman á innan við tíu mínútum og líklega náði ég þremur sopum. Þegar við Jaco kvöddumst með handabandi birtist félagi minn vel skakkur. Þessar eftirminnilegu tíu mínútur get ég annarsvegar þakkað kannabisfíkn félaga míns og hinsvegar Bakkusi sem var of náinn meistara Jaco og tók hann því og miður of snemma frá okkur.
Stefán (IP-tala skráð) 19.6.2023 kl. 15:37
Stefán, frábær saga!
Jens Guð, 19.6.2023 kl. 16:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.