2.7.2023 | 13:52
Banki rassskelltur
Um eða eftir miðjan níunda áratuginn var hraðbanki kynntur til sögunnar. Sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi á, eins og skáldið orðaði það. Nýjungin var kynnt með öflugri auglýsingaherferð. Sú kostaði skildinginn.
Maður nokkur átti bankanum grátt að gjalda. Hann hafði skrifað upp á ábyrgð fyrir bankaláni ættingja. Ábyrgðin var upp á 500 þúsund. Lánið lenti í vanskilum. Bankinn skuldsetti manninn. Verra var að bankinn uppfærði upphæðina til samræmis við verðbólgu þess tíma. Maðurinn var ósáttur og fór með málið fyrir dómstóla. Þar tapaði hann málinu.
Maðurinn stofnaði fyrirtækið Hraðbanki og festi sér nafnið í firmaskrá. Því næst gekk hann á fund bankastjóra. Gerði honum grein fyrir því hver ætti nafnið Hraðbanki. Næsta skref væri að fá lögbann sett á auglýsingaherferðina. Eða - það sem hann væri líka til viðræðu um - að bankinn keypti af sér nafnið. Það væri falt fyrir 1200 þúsund krónur.
Maðurinn var ekki með frekju. Þetta var sú upphæð sem hann hafði tapað í viðskiptunum við bankann. Upphæðin var aðeins brotabrot af því sem auglýsingaherferð bankans kostaði. Bankastjórn stökk með snatri á tilboðið.
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Fjármál, Spaugilegt, Spil og leikir | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
Nýjustu athugasemdir
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Brjánn, takk fyrir þetta. jensgud 19.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: áhugaverður samanburður. https://www.youtube.com/watch?v=1651r_... Brjánn Guðjónsson 18.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, ef þú kannt ekki að meta meistaraverkin eftir Mozart, þ... Stefán 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, þú ert með skemmtilegan flöt á dæminu! jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Ingólfur, bestu þakkir fyrir góðar pælingar. jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Stefán, takk fyrir fróðleikinn. jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Gleymdi - ef ég má vera með kjaft - að ég hef aldrei skilið hve... gudjonelias 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Alveg ljóst að þarna var elítan með sína útsendara tilbúín í læ... gudjonelias 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Skemmtilegur og fróðlegur pistill. Getur verið að egóistinn -... ingolfursigurdsson 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Það má geta þess að George hélt því fram að hugmyndin að nafnin... Stefán 15.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 53
- Sl. viku: 1160
- Frá upphafi: 4120979
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 1032
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Nú er það banki sem heldur betur rassskellir þjóðina. Traust þjóðarinnar til fjarmálakerfisins er svipað og á árunum eftir hrun. Ríkisstjórnin er líka sek og uppsker vantraust sem aldrei fyrr. Fleiri toppar þurfa út úr Íslandsbanka og Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson þurfa að stíga til jarðar og átta sig á gjörðum sínum.
Stefán (IP-tala skráð) 2.7.2023 kl. 14:05
Stefán, vel mælt!
Jens Guð, 2.7.2023 kl. 14:11
Hún fékk bara 11 millur aukalega vegna útboðsins en það dugði greinilega ekki til.
Sigurður I B Guðmundsson, 2.7.2023 kl. 20:10
Sigurður I B, þetta voru einhverjir smáaurar sem varla tók að bókfæra.
Jens Guð, 2.7.2023 kl. 20:17
Sagan er alveg meiriháttar og ber hún sjálfsbjargarviðleitninni góða sögu..........
Jóhann Elíasson, 2.7.2023 kl. 21:16
Jóhann, þetta var snilld!
Jens Guð, 3.7.2023 kl. 08:57
Frábær saga og algjör snillingur að hafa dottið þetta í hug.
11 millurnar eru bara dropi í hafið miðað við starfsloka samninginn.
Auðvitað má ekki birta hann, ennþá, en miðað við hvernig þetta fólk hagar sér
þá verður hann aldrei undir 100 milljónum. 12 x mánaðarlaunin.
Ekki amalegt að fá árslaun 25 verkamanna og finnast það lítið.
Sigurður Kristján Hjaltested, 3.7.2023 kl. 16:32
Eða það sem raunverulega skeði: Maðurinn stofnaði fyrirtækið Hraðbanki og festi sér nafnið í firmaskrá. Því næst gekk hann á fund bankastjóra. Gerði honum grein fyrir því hver ætti nafnið Hraðbanki. Næsta skref væri að fá lögbann sett á auglýsingaherferðina. Eða - það sem hann væri líka til viðræðu um - að bankinn keypti af sér nafnið. Það væri falt fyrir 1200 þúsund krónur...... Bankastjórinn sprakk úr hlátri og benti manninum á að firmanafnið Hraðbanki komi aðeins í veg fyrir að aðrir geti stofnað fyrirtæki með sama nafni. Öllum sé áfram frjálst að nota orðið í auglýsingum sem auglýsa hraðbanka. Rétt eins og Bónus má auglýsa epli þó til sé fyrirtækið Epli. Og Bykó má auglýsa hamra þó Hamar sé starfandi fyrirtæki. Mörg fyrirtæki bera heiti hluta og bankinn hafi engan áhuga á því að kaupa þetta fyrirtæki, enda engin starfsemi, engin verðmæti og fyrirtækið bankanum gagnslaust. Maðurinn sem stofnaði fyrirtækið Hraðbanki sat því uppi með kostnaðinn af allri skráningunni, og síðan kostnað endurskoðenda við gerð skattaskýrslu fyrir fyrirtækið og upplausn þess, til viðbótar við skuldina sem hann hafði skuldbundið sig til að greiða og greiddi....Mánuði seinna mætti maðurinn til Happadrættis Háskólans með nýjan miða sem á var vinningsnúmer frá árinu áður og heimtaði vinninginn.
Vagn (IP-tala skráð) 3.7.2023 kl. 20:11
Vagn, þetta eru ágætar vangaveltur hjá þér. Engu að síður mátu bankastjórnendur og lögfræðingar þess að dæmið myndi ekki vinnast fyrir dómstólum. Á þessum tíma voru dæmi af ýmsu tagi. Hótel Hekla tapaði máli gegn bílasölunni Heklu. Kexverksmiðjan Esja vann mál. Bónus vann mál gegn Bónus tölvum. Vöruheiti og firmaheiti eru sitthvor hluturinn. Það að selja epli er ekki sami hlutur og stofna og skrásetja vörumerkið Epli. Eða selja vínber. Þegar dæmið er komið þangað erum við farnir að bulla og fabúlera. Sagan sem ég blogga um gerðist í raunveruleika.
Jens Guð, 3.7.2023 kl. 22:03
Jens, sagan sem þú bloggaðir um gerðist í frjóum, en illa upplýstum, huga einhvers einhverstaðar langt frá raunveruleikanum. Hótel Hekla tapaði máli gegn bílasölunni Heklu, tvö fyrirtæki með sama nafn gengur ekki, fjallið Hekla mátti áfram heita Hekla og þurfti engar skaðabætur að greiða. Kexverksmiðjan Esja vann mál, en ekki gegn fjallinu og áfram má hver sem er auglýsa gönguferðir á Esju. Bónus vann mál gegn Bónus tölvum, aftur tvö fyrirtæki og enn má greiða bónusa, bjóða bónusa og auglýsa bónusa. Vöruheiti og firmaheiti eru sannarlega sitthvor hluturinn. Skrásett vöruheiti, Coca Cola eða TSB Speedbank sem dæmi, er líka annað en óskrásett vöruheiti, gosdrykkur eða hraðbanki. Og það hefði bankastjórinn vitað ef hann væri ekki hugarburður. Það þarf enginn að kaupa firmaheiti til að geta notað óskrásett vöruheiti eins og hraðbanki eða hamar.
Síðan má benda á það að ef sannleikskorn væri í sögunni þá hefði aðeins þessi eini miskunnarlausi banki mátt auglýsa hraðbanka. Og hæpið að sá banki hefði kostað einhverju til að eignast þann rétt og horfa svo á keppinautana, af einskærri góðmennsku, óátalið nota orðið í sínum auglýsingum.
Sagan gengur á þriðja glasi ef síðan er skipt fljótt yfir í aðra sögu áður en staðreyndar og rökvillur uppgötvast.
Vagn (IP-tala skráð) 4.7.2023 kl. 00:16
Jæja, Vagn, alltaf í boltanum?
Jens Guð, 4.7.2023 kl. 09:25
Vagninn fékk rauða spjaldið!!
Sigurður I B Guðmundsson, 4.7.2023 kl. 10:08
Sigurður I B,
Jens Guð, 4.7.2023 kl. 10:33
Sigurður Kristján, takk fyrir þínar vangaveltur.
Jens Guð, 4.7.2023 kl. 17:13
,, Ef þú mælir og hegðar þér með óhreinum huga, mun ógæfan elta þig eins og hjólið uxann sem dregur Vagn inn ,, í umræðuna
Búddadómur
Stefán (IP-tala skráð) 4.7.2023 kl. 19:02
Stefán, ég fattaði ekki í fyrstu atrennu þetta snjalla skot í blástöngina inn!
Jens Guð, 4.7.2023 kl. 22:10
"Ef þú mælir og hegðar þér með óhreinum huga, mun ógæfan elta þig..." Undarleg fullyrðing í ljósi þess að allir þekkja fjölda dæma um hið gagnstæða. Lævísa skíthæla sem blómstra á öllum sviðum og há aldraðir deyja fullir hamingju og hjartahreina öðlinga sem ógæfan eltir á röndum og deyja vansælir og kvaldir langt fyrir aldur fram. Eiginlega skot í myrkri, langt útaf og oní drullupoll. Einföld rakalaus þvæla fullkomlega í anda stjórnunaraðferða allra helstu trúarbragða. Hagaðu þér vel, vertu ekki til vandræða, ekki gagnrýna ráðandi öfl og bjóddu hina kinnina þegar þú ert sleginn og hókus pókus þú færð verðlaun einhverntíman seinna.
Það er ansi margt sem hljómar eins og það sé satt og rétt. Margt sem við vildum að væri satt og rétt. En virkar bara ef ekki er neitt verið að hugsa og ekkert verið að skoða hvort það geti staðist. Ódýrum skemmtisögum, innihaldslausum frösum og skemmtilegum tilvitnunum ætlað að koma í stað vits og visku.
Vagn (IP-tala skráð) 5.7.2023 kl. 20:29
OK Vagn. Ég hef gaman af svona misgáfulegum frösum sem ég sé og heyri. Þessi er reyndar ekki svo vitlaus ,, Ef þú mælir og hegðar þér með óhreinum huga, mun ógæfan elta þig ,,. Ég vil því yfirfæra þessi orð á þá sem bera ábyrgð á Íslandsbankasölu klúðri og Lindarhvols klúðri, sem eru verk spilltra og siðlausra embættismanna, raunverulegum ógæfumanna. Ég tilheyri ekki nokkrum trúarbrögðum, enda alls konar trúarbragðastríð of algeng. Mér sýnast t.d. einskonar trúarbragastríð vera að valda titringi hjá ríkisstjórnarflokkunum í dag. Sumt hangir bara saman af valdagræðgi.
Stefán (IP-tala skráð) 6.7.2023 kl. 17:54
Hvaða ógæfa hefur elt þá sem bera ábyrgð á Íslandsbankasölu klúðri og Lindarhvols klúðri? Þeir sem einhverja ábyrgð hafa axlað stíga hlægjandi frá með margföld árslaun þín í starfslokasamningum og eru varla komnir út úr dyrunum þegar þeir eru komnir í annað hálaunastarf. Hinir sitja sem fastast alsælir með milljónir á mánuði og ekki að sjá að það breytist. Verk spilltra og siðlausra embættismanna bitna helst á öllum öðrum en spilltum og siðlausum embættismönnum og ógæfu þekkja aðrir betur en þeir.
Vagn (IP-tala skráð) 6.7.2023 kl. 19:38
Eins og mælt úr mínum munni Vagn. Það hefur akkúrat ekkert breyst hér frá hrunárunum og þó að Reykjanesið fari að rigna eldi og brennisteini, þá bliknar það við hliðina á eitraðri menningu elítunnar sem stjórnar fjármálaheiminum hér og höndlar með ríkiseignir eins og Sorpa með mjólkurfernur.
Stefán (IP-tala skráð) 6.7.2023 kl. 20:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.