Aldraðir glæpamenn

  Ég átti erindi í bókasafn.  Þar sátu tveir aldraðir karlar og ein gömul kona.  Ég giska á að þau hafi verið um eða yfir áttrætt.  Spjall þeirra barst að forréttindum aldraðra.  Þau könnuðust við að komast upp með eitt og annað vegna þess að almenningur standi í þeirri trú að gamalt fólk sé heiðarlegt.  Þau flissuðu og karlarnir nefndu dæmi.

  Annar sagðist ekki lengur aka bíl.  Þess í stað taki hann strætó - án þess að borga.  Hann tekur upp símann,  leggur hann á lesarann en borgar ekki.  Bílstjórarnir fatta ekki neitt.

  Hinn hafði unnið hjá stóru fyrirtæki.  Starfsmenn fengu skírteini sem veitir afslátt á ýmsum vörum og þjónustu.  Skírteinið er löngu útrunnið.  Hann notar það samt stöðugt og enginn fattar.    

  Þeir komust upp með að hnupla smáhlutum í verslunum.  Öryggisverðir og afgreiðslufólk vaktar bara ungt fólk.  Þeir eiga líka til að fara á matsölustaði sem rukka eftir á.  Þeir stinga af þegar komið er að borgun.  Trixið er að fara út í rólegheitum.  Ef þeir eru nappaðir þá leika þeir sig ringlaða.  Þykjast ekki skilja upp né niður.  Allir sýna því skilning. 

  "Ég myndi alddrei þora neinu svona,"  sagði konan og staulaðist út.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Kannast ekki við neitt af þessu enda EKKI orðinn áttræður, bara eldri borgari!!

Sigurður I B Guðmundsson, 9.7.2023 kl. 17:05

2 identicon

Sumir fá leyfi til að höndla með ríkiseignir á flóamörkuðum og fá vel borgað fyrir kæruleysisleg vinnubrögð. Slíkir geta þá gortað sig af því í ellinni. Þá heyrist kannski í konu sem hrökklsðist úr bankastjórastöðu ,, Ég myndi aldrei þora neinu svona ,,. 

Stefán (IP-tala skráð) 9.7.2023 kl. 17:29

3 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  ég er 67 ára gamalmenni en vissi ekki af þessum trixum.

Jens Guð, 9.7.2023 kl. 18:45

4 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  hver er konan?

Jens Guð, 9.7.2023 kl. 18:46

5 identicon

Jens, Birna heitir hún og hefur margs að minnast í ellinni.

Stefán (IP-tala skráð) 9.7.2023 kl. 20:12

6 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  og hefur nóg að gera við að telja peningana sína.

Jens Guð, 11.7.2023 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband