20.8.2023 | 12:28
Hvað gerðist?
Grandvar virðulegur maður keypti sér rándýra spariskó sem voru í tísku. Örfáum dögum síðar voru skórnir bókstaflega búnir: Sólarnir götóttir, saumar farnir að gefa sig, hælarnir uppurnir og skórnir að öðru leyti verulega sjúskaðir.
Maðurinn fór með skóna í skóbúðina og krafðist endurgreiðslu. Þar reif fólk kjaft. Sakaði hann um óvenju bíræfna kröfu. Honum ofbauð dónaleg framkoman. Hann snéri sér til Neytendasamtakanna. Þar mætti hann sömu framkomu og í skóbúðinni. Vandamál var að engin kvittun var til staðar. Hann froðufelldi af reiði yfir óréttlæti heimsins.
Víkur þá sögunni að öðrum manni. Sá var að flytja til útlanda. Hann setti íbúð sína í sölu. Á tilteknum degi hafði hann opið hús. Hann átti samskonar tískuskó. Nema að þeir voru gamlir og gjörsamlega búnir. Hann lét þá þó duga framyfir flutninginn til útlanda. Þar eru skór miklu ódýrari.
Er opnu húsi lauk uppgötvaði hann að gömlu skórnir voru horfnir. Í staðinn voru komnir splunkunýir skór af sama tagi.
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Fjármál, Spaugilegt, Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 18:20 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Grillsvindlið mikla
- Einn að misskilja!
- Ógeðfelld grilluppskrift
- Þessi vitneskja getur bjargað lífi
- Sparnaðarráð sem munar um!
- Smásaga um hlýjan mann
- Sparnaðarráð
- Smásaga um týnda sæng
- Ótrúlega ósvífið vanþakklæti
- Anna frænka á Hesteyri - Framhald
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski
- Sérkennilegur vinsældalisti
- Sparnaðarráð
- Niðurlægður
- Safaríkt 1. apríl gabb
Nýjustu athugasemdir
- Grillsvindlið mikla: Stefán, ég skil ekki upp né niður í þessu blessaða fólki. Ég ... jensgud 29.6.2025
- Grillsvindlið mikla: Hvað er það að vera sósíalisti á Íslandi í dag ? Jú, það er að... Stefán 28.6.2025
- Grillsvindlið mikla: Óhuggulegasta grillverk sem er í gangi í heiminim núna er það s... Stefán 27.6.2025
- Grillsvindlið mikla: Sigurður I B, við höfum hljótt um þetta! jensgud 26.6.2025
- Grillsvindlið mikla: Nú ert þú gjörsamlega búinn að skemma alla bjórdrykkju um allt ... sigurdurig 26.6.2025
- Grillsvindlið mikla: Stefán, heldur betur! jensgud 26.6.2025
- Grillsvindlið mikla: Lesandi um grill þá dettur mér í hug að stjórnmálaflokkar eru a... Stefán 26.6.2025
- Einn að misskilja!: Það er virkilega sorglegt að fylgjast með málþófinu sem núna fe... Stefán 21.6.2025
- Ógeðfelld grilluppskrift: Að hlusta á góðan kórsöng getur verið hin besta skemmtun, en að... Stefán 20.6.2025
- Einn að misskilja!: Jóhann, það er margt til í þessu hjá þér! jensgud 20.6.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.7.): 10
- Sl. sólarhring: 33
- Sl. viku: 958
- Frá upphafi: 4146575
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 764
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
sigurjonth
-
asthildurcesil
-
siggith
-
hallarut
-
reykur
-
rannveigh
-
skulablogg
-
fiski
-
gudruntora
-
asgerdurjona
-
zeriaph
-
jevbmaack
-
lehamzdr
-
ffreykjavik
-
fuf
-
stormsker
-
xfakureyri
-
jonmagnusson
-
palmig
-
jonaa
-
jakobsmagg
-
ktomm
-
th
-
jenfo
-
gurrihar
-
kiddirokk
-
hlynurh
-
skessa
-
prakkarinn
-
maggadora
-
skinkuorgel
-
agustolafur
-
einherji
-
heidathord
-
atlifannar
-
konukind
-
gudnim
-
730
-
blekpenni
-
heida
-
annabjo
-
vglilja
-
sleggjan007
-
markusth
-
bergruniris
-
aevark
-
rannthor
-
katrinsnaeholm
-
birgitta
-
jullibrjans
-
fararstjorinn
-
agny
-
ippa
-
hugrunj
-
aring
-
ikjarval
-
gujo
-
bjorgvinbjorgvinsson
-
drhook
-
runarsv
-
sjos
-
doriborg
-
haukurn
-
gammon
-
millarnir
-
robbitomm
-
korntop
-
killjoker
-
vantru
-
evathor
-
partners
-
heiddal
-
meistarinn
-
skrifa
-
heidistrand
-
iaprag
-
semaspeaks
-
svei
-
jonthorolafsson
-
sverrir
-
bonham
-
bjarnihardar
-
sigurgeirorri
-
ladyelin
-
birnamjoll
-
veraknuts
-
fia
-
plotubudin
-
ringarinn
-
nonninn
-
larahanna
-
juliusvalsson
-
skari60
-
ingvarvalgeirs
-
lubbiklettaskald
-
kolgrimur
-
olinathorv
-
hreinsi
-
baddinn
-
hrolfur
-
jenni-1001
-
handsprengja
-
ahi
-
perlaheim
-
gudrunmagnea
-
ommi
-
hemba
-
grumpa
-
bergthora
-
grafarholt
-
mummigud
-
athena
-
sigaxel
-
bjolli
-
gummiarnar
-
kerchner
-
rustikus
-
hordurj
-
thegirl
-
birna-dis
-
siggivalur
-
krizziuz
-
fridaeyland
-
evabenz
-
quackmore
-
andres08
-
bleikaeldingin
-
bardurorn
-
snorris
-
ver-mordingjar
-
nexa
-
thorasig
-
lindalinnet
-
gudni-is
-
mordingjautvarpid
-
arh
-
sinfonian
-
raggipalli
-
mongoqueen
-
lovelikeblood
-
holi
-
jakobk
-
rannveigbj
-
stebbifr
-
credo
-
ylfalind
-
herdis
-
steinnhaf
-
halo
-
gullilitli
-
810
-
motta
-
leifurl
-
janus
-
ljonid
-
kerla
-
solir
-
nilli
-
guru
-
steinnbach
-
skagstrendingur
-
hemmi
-
gunnar
-
hannamar
-
mosi
-
geislinn
-
hlekkur
-
luther
-
zumann
-
jara
-
hector
-
malacai
-
polly82
-
hughrif
-
einarlee
-
loopman
-
sign
-
destiny
-
gilsneggerz
-
thuridurbjorg
-
liljabolla
-
saethorhelgi
-
svatli
-
siggiholmar
-
folkerfifl
-
sigurjonsigurdsson
-
eythora
-
kiddijoi
-
kjartanis
-
rosagreta
-
gurkan
-
killerjoe
-
gthg
-
gebbo
-
laugatun
-
tru
-
presley
-
siggileelewis
-
helgamagg
-
doddilitli
-
kjarrip
-
steinibriem
-
huldumenn
-
jobbisig
-
id
-
mp3
-
blomid
-
ketilas08
-
lilly
-
hjolaferd
-
lostintime
-
skordalsbrynja
-
birtabeib
-
karitryggva
-
marzibil
-
zunzilla
-
fjola
-
storibjor
-
rannug
-
glamor
-
venus
-
eurovision
-
skjolid
-
einarsigvalda
-
minna
-
austurlandaegill
-
coke
-
eyja-vala
-
harpao
-
ljosmyndarinn
-
doriegils
-
lordbastard
-
neddi
-
holmarinn
-
vga
-
bus
-
dolli-dropi
-
vefritid
-
eirikurgudmundsson
-
hallibjarna
-
svetlana
-
blues
-
huxa
-
judas
-
asdisran
-
omarpet
-
skattborgari
-
himmalingur
-
neytendatalsmadur
-
salkaforlag
-
kje
-
laufabraud
-
vestskafttenor
-
gunnarggg
-
esb
-
ingvarari
-
gunnarpalsson
-
hreinn23
-
saltogpipar
-
hergeirsson
-
jea
-
arniarna
-
psychosurfer
-
metal
-
hreinsamviska
-
godinn
-
krissa1
-
robertb
-
perlaoghvolparnir
-
brandurj
-
madddy
-
tibet
-
minkurinn
-
hallidori
-
liso
-
graceperla
-
mrsblues
-
gummiogragga
-
sisvet
-
vild
-
holar
-
presleifur
-
helgadora
-
xjonsig
-
helgananna
-
meyjan
-
tungirtankar
-
visindavaka
-
borgarfjardarskotta
-
mal214
-
vilberg
-
brandarar
-
einarhardarson
-
steffy
-
adhdblogg
-
litliper
-
audunnh
-
gotusmidjan
-
saemi7
-
dorje
-
sterlends
-
jgfreemaninternational
-
aloevera
-
lucas
-
olibjossi
-
bestfyrir
-
helgigunnars
-
gleymmerei
-
leifur
-
ace
-
diesel
-
methusalem
-
astroblog
-
lynx013
-
brell
-
kikka
-
doddyjones
-
sigurjon
-
birnast
-
gunnarbjorn
-
disdis
-
valdinn
-
ragnar73
-
helgatho
-
cigar
-
parker
-
manisvans
-
kerubi
-
mis
-
bmexpress
-
drum
-
gisgis
-
finni
-
tbs
-
topplistinn
-
rognvaldurthor
-
pjeturstefans
-
gullfoss
-
lotta
-
thjodarsalin
-
freyrholm
-
olii
-
gattin
-
bjornj
-
olafiaherborg
-
rallysport
-
sur
-
sigrunzanz
-
rafng
-
hrannsa
-
draumur
-
aslaugas
-
aeon
-
gumson
-
glamur
-
skinogskurir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
westurfari
-
bookiceland
-
braskarinn
-
elfarlogi
-
komediuleikhusid
-
elismar
-
emilhannes
-
fingurbjorg
-
frida-litlah
-
gudjul
-
gp
-
gusg
-
gubo
-
vgblogg
-
hafthorb
-
morgunblogg
-
sveinnelh
-
rattati
-
diva73
-
itlajh
-
minos
-
kliddi
-
daliaa
-
axelma
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
fun
-
jaisland
-
jeremia
-
johanneliasson
-
eyfeld
-
johannesthor
-
stjornun
-
josefsmari
-
x-d
-
kristjan9
-
larusg
-
lifsrettur
-
lifsyn
-
loftslag
-
ludvikludviksson
-
margretsverris
-
mofi
-
sumri
-
skari
-
raffi
-
rso
-
roslin
-
runarf
-
jardytan
-
sigridursig
-
joklamus
-
siggifannar
-
sigurdurig
-
stjornlagathing
-
stefanjul
-
stommason
-
steinki
-
svanurg
-
spurs
-
sveinneh
-
tryggvigunnarhansen
-
myworld
-
valdimarjohannesson
-
valmundur
-
vest1
-
totibald
Athugasemdir
Þá rifjast upp fyrir mér slæm þjónusta hjá Steinari Waage skóbúð fyrir kannski 20 árum. Ég keypti fallega rauða skó handa litlu dóttir minni, en þvílíkt drasl sem þessir dýru skór voru. Rauði liturinn upplitaðist og stúlkan mátti varla reka skóna í eitthvað án þess að þeir sködduðust. Eftir nokkra daga fór ég með skóna og kvittun á skrifstofu þáverandi eigenda fyrirtækisins í Kringlunni og fékk virkilega dónalegar og óblíðar móttökur. Hef aldrei verslað við þessa verslun síðan, sama hverjir eru eigendur fyrirtækisins í dag.
Stefán (IP-tala skráð) 20.8.2023 kl. 19:20
Þetta er það stórt mál að hér þarf Inspector Clouseau!!
Sigurður I B Guðmundsson, 20.8.2023 kl. 19:54
Stefán, ljótt er að heyra.
Jens Guð, 20.8.2023 kl. 20:41
Sigurður I B, ég tel mig hafa uppljóstrað leyndarmálinu.
Jens Guð, 20.8.2023 kl. 20:42
Nú er Columbo líka kominn í málið en ekkert gerist ennþá.
Sigurður I B Guðmundsson, 20.8.2023 kl. 22:51
Columbo karlinum tókst að leysa öll mál þrátt fyrir að vera eineygður.
Stefán (IP-tala skráð) 20.8.2023 kl. 23:05
Sigurður I B (# 5), takk fyrir ábendinguna.
Jens Guð, 21.8.2023 kl. 08:38
Stefán (# 6), stundum er einu auga ofaukið.
Jens Guð, 21.8.2023 kl. 08:39
Nú er hinn einstaki Johnny English kominn í málið.
Sigurður I B Guðmundsson, 21.8.2023 kl. 09:51
Megas hafði ,, þriðja eyrað ,, sér til aðstoðar. Kann ekki að greina árangurinn.
Stefán (IP-tala skráð) 21.8.2023 kl. 12:25
Sigurður I B (# 9), það eru góðar fréttir!
Jens Guð, 21.8.2023 kl. 16:14
Stefán (# 10), 3ja eyrað var snillingurinn Guðlaugur Kristinn. Hann er galdramaður!
Jens Guð, 21.8.2023 kl. 16:19
Sherlock Holmes ætlar að halda áfram að rannsaka málið eftir að hinir gáfust upp.
Sigurður I B Guðmundsson, 21.8.2023 kl. 17:08
,, Þriðja eyrað ,, galdraði sólóplötu sem minnir mig á sólóplötu Peter Green frá 1970. Aðeins galdramenn skilja þá gjörninga.
Stefán (IP-tala skráð) 21.8.2023 kl. 19:13
Sigurður I B (# 13), ég er ánægður með það.
Jens Guð, 22.8.2023 kl. 07:46
Stefán (# 14), hann hefur gert helling af flottu.
Jens Guð, 22.8.2023 kl. 07:47
Það hefur enginn fattað þetta, svo hver er lausnin???
Sigurður I B Guðmundsson, 22.8.2023 kl. 10:00
Sigurður I B (# 17), maðurinn sem keypti fínu skóna var einn af þeim sem mætti í opið hús hjá manninum sem var að flytja til útlanda. Hann - eins og aðrir gestir - fór úr skónum í forstofunni. Þar voru einnig skór íbúðareigandans. Þegar gesturinn fór þá ruglaðist hann á skóm þeirra tveggja. Áttaði sig ekki á að þarna voru tvenn skópör af sömu tegund. Hann fór í ranga skó.
Jens Guð, 22.8.2023 kl. 10:38
Þú segir nokkuð?
Sigurður I B Guðmundsson, 22.8.2023 kl. 23:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.