Það getur bjargað lífi ykkar og limum að vita þetta

  Við lifum á spennandi tímum.  Því miður í neikvæðri merkingu.  Við vitum ekkert hvernig mál eru að þróast.  Er Úkraínuher að rúlla rússneska hernum upp?  Eða eru Rússar með yfirhöndina?  Vopnaframleiðsla heimsbyggðarinnar er á flugi.  Vopnasala hefur sjaldan blómstrað meir.  Eru klasasprengjur komnar í gagnið?  Verður kjarnorkuvopnum beitt?  Í hafinu umhverfis Ísland er að verða krökkt af kafbátum.  

  Hvað með loftlagsvána?  Skógarelda?  hryðjuverk?  Flóð?  Hnífaburð ungmenna? 

  Hvar er öruggur staður til að vera á?  Ég veit það.  Hann er á Bíldshöfða 6.  Þar er bílasala.  Í auglýsingu frá henni segir:  "Brimborg,  öruggur staður til að vera á".

 

her     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

ÞAU ERU MÖRG UNDARLEG "SLAGORÐIN" OG VERÐUR VÍST AÐ TAKA ÞEIM MEÐ FYRIRVARA......wink

Jóhann Elíasson, 3.9.2023 kl. 13:08

2 identicon

Miðað við upptalninguna hér að ofan á öllum þeim hættum sem að okkur steðja, þá má skilja uppþotið sem dauðhræddur prófessor olli á Keflavíkurflugvelli. Prófessorinn hefur löngum verið naskur á að þefa upp hættur ( helst frá vinstri ) og hefur verið myndaður við að gægast varlega fyrir húshorn í miðbænum. Allur er varinn góður og þegar ungar framandlegar stúlkur taka óvart tösku lífsreynds prófessors, þá getur slíkt kallað á þvílíka geðshrærinu að viðkomandi bresti í háværan söng til að róa taugarnar. Prófessorinn er ekki þekktur fyrir sönghæfileika og því eðlilegt að einhverjir hafi upplifað öskur.   

Stefán (IP-tala skráð) 3.9.2023 kl. 13:18

3 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  kannski er það öruggast!

Jens Guð, 3.9.2023 kl. 13:32

4 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  góður!

Jens Guð, 3.9.2023 kl. 13:33

5 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ef eitthvað bjátar á þá er bara að kaupa blóm því eins og segir í auglýsingunni frá blómabændum: Blóm gera kraftaverk!!

Sigurður I B Guðmundsson, 3.9.2023 kl. 22:01

6 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  gott að vita þetta!

Jens Guð, 4.9.2023 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.