Slegist í Húnaveri

  Um og upp úr miðri síðustu öld var landlægur rígur á milli næstu byggðarlaga.  Hann birtist meðal annars í því að í lok dansleikja tókust menn á.  Ólsarar slógust við Grundfirðinga,  Reyðfirðingar slógust við Eskifirðinga,  Skagfirðingar slógust við Húnvetninga og svo framvegis.  Þetta voru ekki hrottaleg átök.  Lítið var um alvarleg beinbrot eða blóð.  Liggjandi maður fékk aldrei spark í höfuðið.  Þetta var meira tusk.  Í mesta lagi með smávægilegu hnjaski.  

  Skagfirðingur einn lét sig sjaldan vanta í tuskið.  Hann var jafnan drjúgur með sig.  Mundi framgöngu sína hetjulegri en aðrir.  Eitt sinn tuskaðist hann við Húnvetning fyrir aftan Húnaver.  Sá felldi hann í jörðina og hélt honum niðri.  Sama hvað okkar maður ólmaðist þá var hann í skrúfstykki.  Hann kallaði á félaga sína:  "Strákar, rífið mannhelvítið af mér áður en ég reiðist!" 

tusk

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

smile wink Frábær saga.  Já það var oft fjör á sveitaböllunum í "gamla daga".....

Jóhann Elíasson, 5.11.2023 kl. 15:36

2 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  menn þurfa að halda "kúlinu" þó þeir fari halloka!

Jens Guð, 5.11.2023 kl. 15:49

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Siggi var með lítið hjarta svo ef einhver læti voru þá sást undir sólana á honum. 

Sigurður I B Guðmundsson, 5.11.2023 kl. 16:17

4 identicon

Í þá daga létu menn hnefa og fætur duga, en ekki hnífa eins og í dag. Heyrði talað um að Röstin á Hellissandi hafi verið versti slagsmálastaðurinn á landsbyggðinni. Að þar hafi ólsarar og sandarar slegist svo að kalla varð til lögreglulið frá Reykjavík fyrir böll. Að eitt sinn hafi lögreglumaður fundist í skurði þar vafinn inn í gaddavírsrúllu. Vestmannaeyingur kallaður Bjössi í Klöpp var landsfrægur fyrir ítrekuð og öflug slagsmál og nafnið Steindór heyrðist oft að norðan, líklega úr Skagafirði. Erlendur knattspyrnuamaður sem lék hér á landi varð manni að bana í slagsmálum og fékk víst vægan dóm fyrir. Var sagt frá fyrirsögn í dagblaði frá áttunda áratugnum sem hljóðaði eitthvað á þessa leið ,, Auga slegið úr manni fyrir utan Klúbbinn ,,. Þar mun að vísu hafa verið um gerviauga að ræða, en auga var það samt. Inni í Klúbbnum var svo hommum rutt niður stigana fyrir það eitt að vera samkynhneigðir. Við erum jú afkomendur víkinga, svo okkur rennur blóðið til skyldunnar, eða þannig.    

Stefán (IP-tala skráð) 5.11.2023 kl. 16:29

5 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  það gerði kokkurinn á kútter frá Sandi þegar konan beitti heimilisofbeldi.  https://youtu.be/5sSqD4Z3Msg

Jens Guð, 5.11.2023 kl. 17:03

6 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  takk fyrir fróðleiksmolana.  Ég man eftir auga slegið úr manni.  Það var fyrir utan Sigtún. 

Jens Guð, 5.11.2023 kl. 17:11

7 identicon

Ólsarar slógust við Sandara, en ef ekki var sandari til staðar voru Grundarar buffaður.  Ólsarar hafa alla tíð verið hvorki alandi eða ferjandi, böns of lúsers, best geymdir á hafsbotni.

MBK frá Hellissandi.

Bjarni (IP-tala skráð) 5.11.2023 kl. 19:47

8 identicon

Eitt sumarið fyrir einhverjum áratugum, a.m.k. 40 ár síðan var ball í Víðihlíð í Víðidal.  Hvammstangabúar tuskuðust við B´lönduósinga, að gömlum sið og Húnvetningar í sameiningu bönkuðu á Skagfirðingunum.  En í þetta skiptið sameinuðust erfðar tuskararnir því það kom ein rúta að sunnan, úr Reykjavík minnir mig, og þeir börðu sunnlendingana sundur og saman.

Segið svo að það komi ekki eitthvað gott að sunnan. wink

Jóhannes (IP-tala skráð) 5.11.2023 kl. 19:56

9 Smámynd: Jens Guð

Bjarni,  takk fyrir upplúsingarnar.

Jens Guð, 6.11.2023 kl. 02:58

10 Smámynd: Jens Guð

Jóhannes,  takk fyrir innleggið.

Jens Guð, 6.11.2023 kl. 02:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband