19.1.2024 | 10:53
Vandræði við að rata
Ég átti leið í Costco. Flest þar er á svipuðu verði og í Bónus. Fólk getur þess vegna sparað sér 5000 króna félagsgjald í Costco. Þó má komast í ódýrara bensín og smakk á ýmsum matvælum.
Samferða mér inn í Costco var ungur maður og öldruð kona. Maðurinn gekk greitt. Konan dróst afturúr. Hún kallaði á eftir honum hvellri röddu: "Erum við núna í Keflavík?"
Maðurinn umlaði eitthvað sem ég náði ekki. Rifjaðist þá upp fyrir mér þegar mæðgur á Akureyri þurftu að bregða sér til Reykjavíkur. Þær rötuðu ekkert í höfuðborginni. Þetta var fyrir daga tölvunnar. Þær ákváðu að keyra vel inn í Reykjavík áður en spurt yrði til vegar. Allt gekk vel. Svo komu þær að sjoppu og spurðu afgreiðsludömuna: "Hvert er best að fara í átt að Krummahólum?"
Daman snéri sér að annarri afgreiðsludömu og spurði: "Eru Krummahólar ekki einhversstaðar í Reykjavík?"
Áður en hún náðu að svara spurðu mæðgurnar: "Erum við ekki í Reykjavík?"
- Nei, svaraði daman. Við erum í Hafnarfirði!
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Samgöngur, Spaugilegt, Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 11:02 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
Nýjustu athugasemdir
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Já Stefán það hafa ekki alltaf verið rólegheit og friður í krin... johanneliasson 21.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Jóhann, ég var að rifja upp á netinu þegar Jón Rúnar veittist a... Stefán 20.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Stefán (# 15), við skulum ekki blanda mömmu drengjanna inn í þ... jensgud 20.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Jóhann (# 14), þú ættir að senda Jóni Rúnari jólakort. Honum ... jensgud 20.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Stefán (# 13), bræðurnir eru grallarar og ágætir húmoristar. ... jensgud 20.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Jú Jóhann, þeir Jón og Friðrik Dór eru sagðir blessunarlega lík... Stefán 19.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Stefán, ég telst vera Hafnfirðingur enda bjó ég þar áratugum sa... johanneliasson 19.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Afhverju er Hafnfirðingum óglatt yfir máltíðum núna ? Jú, þeir... Stefán 18.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Stefán, (# 10), skatan er lostæti. Ég veit ekki með bókina. jensgud 17.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Skúli, ég hef ekki góða þekkingu á þessu. jensgud 17.12.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 35
- Sl. sólarhring: 68
- Sl. viku: 1140
- Frá upphafi: 4115622
Annað
- Innlit í dag: 28
- Innlit sl. viku: 893
- Gestir í dag: 27
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
Ég var eitt sinn í Barcelona (fyrir tölvuöld) að kvöldi til á bílaleigubíl og fann ekki hótelið svo ég stoppaði leigubíl og bað hann að keyra á hótelið og svo elti ég leigubílinn.
Sigurður I B Guðmundsson, 19.1.2024 kl. 12:32
Sigurður I B, takk fyrir skemmtilega sögu!
Jens Guð, 19.1.2024 kl. 13:37
Ég var einu sinni í Costco þegar það vatt skyndilega að mér blóókunnug kona og spurði mig, Veistu hvar Baldur er ? Ég horfði aftur fyrir mig og svo aftur á konuna því ég hélt hún hefði verið að tala við einhvern fyrir aftan mig.
Ég áttaði mig þá á að konan var að ávarpa mig og varð ég nokkuð undrandi og svara, Ég veit ekkert hver Baldur er. Nú svarar konan, Veistu ekki hvar hann er? Nei það veit ég ekki og heldur ekki hver Baldur er, svara ég. Hvernig má það vera að þú vitir ekki hver Baldur er? spyr konan. Ég varð enn meira undrandi og svara, Nú það er af því ég þekki ekki Baldur sem þú ert að leita að. Konan hugsar sig um smá stund og horfir á mig og segir svo, heyrðu hvert vorum við komin. Ég svara, Þú varst að spyrja mig hvort ég vissi hvar Baldur væri. Aftur kom þögn og hún svarar, já og veistu það ekki? Ég svaraði,nei það veit ég ekki og ekki þekki ég heldur Baldur sem þú leitar að. Þá svarar konan. Já þú varst búinn að segja mér það, það er alveg óþarfi að segja mér það tvisvar, Við það gekk konan á braut og við kvöddumst með þeim orðum að ég vonaði að hún myndi nú finna Baldur.
Sagan endar þó ekki þarna því þegar ég kem út stendur maður við bílinn minn hálf miður sín því hann hafði ekið utan í hann. Ég hughreysti manninn og sagði þetta ekki verða neitt mál. Við myndum bara útbúa tjónaskýrslu og málið leyst. Þá kynnti maðurinn sig og sagðist heita Baldur. Ég skellti uppúr og Baldur varð hálf undrandi svo ég sagði honum söguna af konunni sem hefði verið að leita að einhverjum Baldri inni í Costco. Ekki vissi Baldur hver konan var svo ekki var þetta réttur Baldur en við ætluðum svo að gera tjónaskýrsluna en þá kom upp það vandamál að hvorugur okkur var með tjónaskýrslu meðferðis svo ég hringi í arekstur.is og þar svarar maður sem einnig kynnir sig sem Baldur.
Mér var eiginlega öllum lokið og skellti auðvitað uppúr á ný og útskýrði söguna alla fyrir ÁrekstrarBaldri. Hann sagði svo að hann myndi senda bíl á svæðið til aðstoðar. Bílinn kom og viti menn að út úr bílnum stígur maður sem heilsar okkur og kynnir sig og segist líka heita Baldur, þó ekki sá sami og hafði svarað í símann. Auðvitað var aftur skellt uppúr og sagan útskýrð enn á ný. Þarna hafði ég fundið heila þrjá Baldra á innan við hálftíma og engan þeirra þekkti ég þó. Svo þegar við erum að klára skýrsluna kemur svo skyndilega konan úr búðinni gangandi með körfuna á undan sér og ég gat auðvitað ekki annað en opnað rúðuna og hóað í konuna og sagði henni alla söguna hvað hefði gerst eftir að ég kom út úr búðinni. Konan horfi á mig undrandi og segir svo, ég þekki engan Baldur og horfir svo á Baldranna tvo og svo snöggt að manni sem stóð þar hjá og hrissti höfuðið og sagði, sá er nú ruglaður, og átti þar við mig. Ég fór hálf ringlaður heim og hef ekki hætt mér í Costco eftir þetta.
Helgi (IP-tala skráð) 20.1.2024 kl. 05:42
Helgi, þetta er frábær frásögn og efni í gott kvikmyndahandrit!
Jens Guð, 20.1.2024 kl. 10:19
Fólk getur villst af leið af mörgum ástæðum. Fyrir einhverjum árum lenti sóma kona í hremmingum í umferðinni sökum áfengisneyslu. Að sögn manns hennar hafði sá hornótti náð tökum á henni, dregið hana inn á bar þar sem tók við enn meiri drykkja sem konan réð engan veginn við þar sem hún réð ekki lífi sínu lengur og áfram var bifreiðinni ekið og nú á grindverk. Mig minnir að þar hafi sá hornótti misst tök á konunni og lögreglan tekið við.
Stefán (IP-tala skráð) 20.1.2024 kl. 20:03
Stefán, nú hló ég!
Jens Guð, 21.1.2024 kl. 02:49
Þessi saga sem ég skrifaði hér að ofan er alveg dagsönn. Svo var það ruglingslegt ferðalag sem kona í Vesturbænum lagði í og virðist engan enda ætla að taka. Í umferðinni hélt hún sig alltaf á vinstri akrein, en fór svo að rása meira og meira til hægri og lenti í allskonar árekstrum við það. Hún Katrín þessi var farin að valda sínu fólki miklum áhyggjum með þessari hægri hegðun sinni og gat engan vegin útskýrt þennan ferðamáta, svo að hún fór að tala í hringi og enginn var nokkru nær. Svo fór að þessi hægri árátta Katrínar leiddi hana í algjört öngstræti og þar situr hún nú föst í aðgerðarleysi og vantrausti. Ferð án fyrirheits.
Stefán (IP-tala skráð) 21.1.2024 kl. 10:12
Stefán (# 7), ég fattaði seint og síðarmeira um hverja þú ræðir í #5. Hinsvegar var ég fljótur að átta mig á #7.
Jens Guð, 21.1.2024 kl. 15:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.