Bítlasynir taka höndum saman

  Það hefur ýmsa kosti að eiga fræga og dáða foreldra.  Því miður hefur það einnig ókosti.  Meðal kosta er að börnin eiga greiðan aðgang að fjölmiðum.  Kastljósið er á þeim.  Af ókostum má nefna að barnið er alltaf borið saman við það allra besta sem eftir foreldra liggur.  Þetta hafa synir Bítlanna sannreynt.  

  Til samans hafa synirnir spilað og sungið inn á um tvo tugi platna.  Þær standast ekki samanburð við Bítlana.  Og þó.  Sonur Ringos,  Zak,  er virkilega góður trommari.  Hann hefur meðal annars cerið trommari Oasis og Who.  

  Nú feta Sean Lennon og James McCartney nýja leið.  James hefur sent frá sér lag, "Primrose Hill", sem hann samdi og flytur með Sean.  Lagið er Bítla-Lennon-legt.  Það hefði varla verið boðlegt sem B-hlið á Bítlasmáskífu og aldrei ratað inn á stóra Bítlaplötu.  Því síður toppað vinsældalista. Sterk laglína og flottur texti hefðu hjálpað.   

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir Julian, Sean, James og Dhani hafa sent frá sér einar 20 plötur og engin þeirra fengið beint góða dóma, þvert á móti. Það er samt hægt að finna afkomendur annara frægra tónlistarmanna sem hafa náð betri árangri, t.d. Jakob Dylan með hljóomsveit sinni The Wallflowers, Jason Bonham, Zak Starkey, Miley Cyrus, tríóið Wilson Philips, Ziggy Marley ...

Stefán (IP-tala skráð) 16.4.2024 kl. 09:42

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þessir þrír sem þú nefnir ásamt syni Harrison gætu fetað í fótspor Babies Flokksins á Íslandi og stofnað hljómsveit. 

Sigurður I B Guðmundsson, 16.4.2024 kl. 09:58

3 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  vissulega hafa sum börn frægra náð að verða matvinnungar með því að feta í fótspor foreldra.  Fátt er þó um föðurbetrunga.  

Jens Guð, 16.4.2024 kl. 10:44

4 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  fyrir 10 - 12 árum var þessi hugmynd viðruð.  Breska pressan slátraði henni með formælingum.

Jens Guð, 16.4.2024 kl. 10:47

5 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Julian Lennon vakti hrifningu hjá mér á unglingsárunum, með virkilega flotta Lennon rödd og tvo smelli sem jöfnuðust næstum á við Bítlana, "Valotte" og "Too Late For Goodbyes". Því miður hefur maður ekki heyrt mikið í honum síðan. Ég held að hann hafi fengið slatta af hæfileikum snillingsins Johns. Einnig fannst mér alltaf sorglegt að meðan George Harrison var á lífi hefði hann átt að verða 4. Bítillinn, og þeir þrír eftirlifandi, því röddin er næstum eins og í pabbanum. Jafnvel þótt hann hefði lítið samið hefði það verið næstum fullkomin útgáfa af Bítlunum, frá 1984 til 2001, þegar George Harrison dó. Já, leitt að það varð ekki úr því.

Það þarf bara mikið til að ná gæðum Bítlanna, og jafnvel þótt þessir synir reyni, þá efast ég um að það dugi. Skemmtilegt samt. Ágæt viðbót í það sem fyrir er.

Ingólfur Sigurðsson, 16.4.2024 kl. 12:19

6 Smámynd: Jens Guð

Ingólfur,  takk fyrir áhugavert innlegg.

Jens Guð, 16.4.2024 kl. 12:41

7 identicon

Svo er hægt að hlusta á lög með Freddie Lennon ( alveg sama rödd og hjá John og Julian ). John var meinilla við föður sinn og tókst að stöðva söngferil hans.

Stefán (IP-tala skráð) 16.4.2024 kl. 13:21

8 Smámynd: Jens Guð

Stefán (# 7),  það sat í John alla tíð að hafa alist upp föðurlaus.  Einnig lagðist illa í hann þegar Freddie áttaði sig á að John var auðmaður og kallinn sníkti af honum pening.   

Jens Guð, 16.4.2024 kl. 16:33

9 identicon

Svo yfirgaf John son sinn Julian svo hann mætti líka alast upp föðurlaus. Freddie reyndi að heimsækja John son sinn, en friðarsinninn John henti honum út og sá gamli hélt víst alla tíð eftir það að John vildi myrða sig.

Stefán (IP-tala skráð) 16.4.2024 kl. 18:55

10 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ég get ekki að því gert en ég vorkenni alltaf þessum Bítlasonum og tilraunum þeirra til að vera tónlistarmenn. Þeir virðast vera ágætis gæjar en skuggi Bítlanna er einfaldlega of stór.

Wilhelm Emilsson, 16.4.2024 kl. 23:38

11 Smámynd: Jens Guð

Stefán (# 9),  Julian hefur löngum kvartað undan afskiptaleysi pabba síns.

Jens Guð, 17.4.2024 kl. 07:04

12 Smámynd: Jens Guð

Wilhelm,  vel orðað!

Jens Guð, 17.4.2024 kl. 07:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband