15.5.2024 | 09:44
Hver mælti svo?
Eftirfarandi gullmolar hrukku upp úr einum og sama manninum fyrir nokkrum árum þegar hann var áberandi í umræðunni. Hver er það?
- Ég veit að manneskja og fiskur geta átt friðsamleg samskipti!
- Sífellt meira af innflutningi okkar kemur frá útlöndum!
- Eitt það frábæra við bækur er að stundum innihalda þær flottar myndir!
- Ég held að við getum verið sammála um að fortíðin er liðin!
- Hvað hef ég heilsað mörgum með handabandi?
- Ég vona að við komumst til botns í svarinu. Ég hef áhuga á að vita það.
- Ef þú hefur engan málstað að verja þá hefur þú engan málstað að verja!
- Washington DC er staðurinn þar sem fólk stekkur út úr tófugreninu áður en fyrsta skotinu er hleypt af!
- Þegar ég tala um mig og þegar hann talar um mig þá erum við báðir að tala um mig!
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkar: Lífstíll, Spil og leikir, Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
Nýjustu athugasemdir
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Brjánn, takk fyrir þetta. jensgud 19.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: áhugaverður samanburður. https://www.youtube.com/watch?v=1651r_... Brjánn Guðjónsson 18.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, ef þú kannt ekki að meta meistaraverkin eftir Mozart, þ... Stefán 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, þú ert með skemmtilegan flöt á dæminu! jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Ingólfur, bestu þakkir fyrir góðar pælingar. jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Stefán, takk fyrir fróðleikinn. jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Gleymdi - ef ég má vera með kjaft - að ég hef aldrei skilið hve... gudjonelias 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Alveg ljóst að þarna var elítan með sína útsendara tilbúín í læ... gudjonelias 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Skemmtilegur og fróðlegur pistill. Getur verið að egóistinn -... ingolfursigurdsson 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Það má geta þess að George hélt því fram að hugmyndin að nafnin... Stefán 15.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 4
- Sl. sólarhring: 52
- Sl. viku: 1159
- Frá upphafi: 4120978
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 1031
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Helt fyrst að þetta væri Sverrir Stomsker svo eitthvað frá þér en núna held ég að þetta sé Bob Dylan.
Sigurður I B Guðmundsson, 15.5.2024 kl. 10:23
Sigurður I B, vel skotið en ekki rétt.
Jens Guð, 15.5.2024 kl. 10:30
Bush yngri
K (IP-tala skráð) 15.5.2024 kl. 10:32
Ég verð að viðurkenna að ég veit ekki hvaða snillingur þetta hefur verið en svakalega hefur hann verið "DJÚPUR".........
Jóhann Elíasson, 15.5.2024 kl. 10:56
Blessaður Jens.
Fyrst talað er um höfuðstaðinn, ekki í jákvæðri merkingu, þá dettur mér strax í hug leikarinn sem varð forseti, Ronald Reagan en hann var snillingur þess talaða máls sem greip fólk.
En snillingar eins og Stormskerinn eru dýpri en þetta.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.5.2024 kl. 16:13
Ég veit ekki svarið með vissu, en sumar af þessum setningum minna á þversagnirnar sem hafa verið að velta upp úr Donald Trump... en hef ekki verið að lesa heimspressuna svo vel að ég geti verið viss...
Ingólfur Sigurðsson, 15.5.2024 kl. 16:14
Var það Stefán frá Möðrudal.?
Hann gat sagt eitthvað þessu líkt.
Sigurður Kristján Hjaltested, 15.5.2024 kl. 17:20
Þetta hljómar svolítið eins og George W. Bush.
Wilhelm Emilsson, 15.5.2024 kl. 18:46
Goggi W Bush.
Annað gullkorn: our enemies are innovative and resoursful, and so are we. They never stop thinking about new ways to harm our country and our people, and neither do we.
Bjarni (IP-tala skráð) 15.5.2024 kl. 19:22
Þau kunna velja að sér forseta þerna í ameríkunni.
Væntanleg verð6r Dóni "gerab tem by the pussy" Prump endurkjörinn.
Crem dela crem.
Bjarni (IP-tala skráð) 15.5.2024 kl. 19:31
Þetta gæti jafnvel líka verið Joe Biden. Hann segir stundum skrýtna hluti sem eru svona.
Ingólfur Sigurðsson, 15.5.2024 kl. 19:40
Vegna þess að meistari Stefán frá Möðrudal ( Stórval ) er nefndur hér að ofan þá rifjast upp nokkrar sögur: Stefán stakk sér í tjörn til að bjarga manni sem þar hafði sokkið ,, Í annað eins hef ég aldrei komist, hann hélt sér svo fast í botninn maðurinn ,,. ,, Það eru til menn t.d. harmonikuþjófar sem halda að þeir geti leikið á mig, en það gera þeir aldrei oftar en einu sinni ,,. Stefán málaði stundum með Kjarval á Þingvöllum. ,, Dag einn máluðum við Kjarval sex myndir hvor okkar, Það stóð til að við seldum myndirnar og legðum peningana í svona sali, en af því varð ekki og þess vegna eru Kjarvalsstaðir ekki merkilegri en þeir eru ,,. ,, Ég hef aldrei fengist mikið við skáldskap, þó ég sé hagmæltur eins og þessi vísa ber með sér: Þórður fór á ball og hann var svo frár í ferðum. Þær vildu hann ekki í dans og aftur stóð í erjum. Halló, halló ,,. Stefán hafði lítið álit á sunnlendingum sem hestamönnum ,, Ég lét þá plata mig á bak hesti sem þeir sögðu vera gæðing, en þá var þetta bara einhver bölvuð helvítis bykkja sem henti mér af baki svo ég flaug með hausinn beint í stein og höggið var svo ógurlegt að steinninn mölbrotnaði því kollskelin á mér er þykkari en í öðru fólki ,,. ,, Eftir sýningu í Djúpinu í sumar, leikur enginn vafi á því hver er besti listmálari landsins. Þeir mættu að skaðlausu fara að hugsa sinn gang margir af þessum svokölluðu listmálurum, enda kunna þeir ekkert með liti að fara ,,. ,, menn verða að vera röskir í kvennamálum eins og öðru, það hefur reynst mér best ,,. ,, Ýmsar sögur má nú segja af þeim hestum sem ég hef tamið. Ég fór í kappreiðar við annan mann og fljótlega voru orðnir fimm kílómetrar á milli hestanna. Hann Leiknir minn fleytti kerlingar á sandskeiðinu, hann fór svo hratt að ég mátti hafa mig allan við að halda mig á baki ,,.
Stefán (IP-tala skráð) 15.5.2024 kl. 21:46
Og svo var það þjálfarinn sem sagði við sína liðsmenn í hálfleik: Strákar, nú þurfum við heldur betur að bíta í öxlina.
Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 16.5.2024 kl. 06:58
Sigurður Bjarklind ... og Luis Suariz tók þjálfarann á orðinu og læsti sínum öflugu tönnum í öxl og svo aftur og aftur.
Stefán (IP-tala skráð) 16.5.2024 kl. 07:52
Bubbi Morteins
Örn (IP-tala skráð) 16.5.2024 kl. 09:56
Hvorki ég né Bob Dylan erum svona skarpir.
Þetta hlýtur að vera eitthvert ofurskært gáfnaljós á við Óla blaðasala, Jóa á hjólinu, Stefán frá Nöðrudal, Reyni Pétur göngugarp, Bubba Morthens íslenskufræðing eða Valda koppasala.
Ég skít á Bubba, eins og Bubbi myndi skrifa það, og ég jafnvel skýt á hann líka.
Ég ætla að vona að ég þurfi ekki að naga mig í handapatið og hnúfubakinn yfir þessu svari og vona að við komumst til botns í rétta svarinu, eins og Bubbi myndi orða það.
Sverrir Stormsker, 17.5.2024 kl. 07:58
Ég held að Sverrir Stormsker sé allt of vel gefinn til þess að láta svona bull frá sér fara og ég er líka nokkuð viss um Bob Dylan en ég get alveg trúað því á Bubba Morthens......
Jóhann Elíasson, 18.5.2024 kl. 14:30
Hmm, einhver tengsl á milli Sverris Stormsker og Óla blaðasala hef ég heyrt ... hvað sem er svo til í því ?
Stefán (IP-tala skráð) 18.5.2024 kl. 19:48
Á ekki að fara að upplýsa????
Sigurður I B Guðmundsson, 20.5.2024 kl. 11:41
Frekar skyldleiki en tengsl er mér sagt, en það er best að Stormsker svari því sjálfur.
Stefán (IP-tala skráð) 20.5.2024 kl. 13:19
Takk fyrir þátttökuna og skemmtilegar vangaveltur. Rétt svar er að sá sem mælti þessi fleygu tilvitnuðu orð er ljúflingurinn George W. Bush, þáverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi listmálari. Sérstaða hans er að mála myndir af hvítum púðluhundum.
Jens Guð, 20.5.2024 kl. 17:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.