28.5.2024 | 09:20
Ótrúleg ósvífni
Kunningi minn, Nonni, bætti við sig áfanga í skóla fyrir nokkrum árum. Til að fagna ákvað hann að blása til matarveislu. Sá hængur er á að hann kann ekki að matreiða. Vandamálið er ekki stærra en svo að á höfuðborgarsvæðinu eru ótal veitingastaðir. Þar á meðal einn asískur í göngufæri frá vinnustað Nonna.
Hann mætti á staðinn og spurði eftir yfirmanni. Sá birtist brosandi út að eyrum og einstaklega góðlegur á svip. Hann sagðist heita Davíð og vera eigandi.
Nonni bar upp erindið; hann væri að leita tilboða í 20 manna veislu. Davíð brosti breiðar og sagði: "Þú þarft ekki að leita tilboða. Ég gef þér tilboð sem undirbýður öll önnur veitingahús. Þú velur einn tiltekinn rétt fyrir hópinn og ég gef þér 50% afslátt! Til að það gangi upp erum við að tala um pappírslaus viðskipti."
Nonni gekk að þessu. Þeir innsigluðu samkomulagið með handabandi og Davíð knúsaði þennan nýja vin sinn.
Nokkrum dögum síðar mætti Nonni með gesti sína. Þeim var vísað til sætis og matur borinn fram: Væn hrúga af hrísgrjónum og örfáir munnbitar af svíni í sósu.
Afgreiðsludaman tilkynnti ítrekað að gestir með sérrétt mættu ekki fá sér af nálægu hlaðborði.
Í lok máltíðar grínuðust menn með að vera enn glorhungraðir eftir þennan litla "barnaskammt". Nonni hnippti í afgreiðsludömuna og spurði hvort möguleiki væri á ábót fyrir þá sem væru ennþá svangir. Hún tók erindinu vel. Snaraðist inn í eldhús og sótti stóran hrísgrjónapott. Spurði hvort einhver vildi aukaskammt af hrísgrjónum. Einhverjir þáðu það en nefndu að löngun væri meiri í kjötbita. Það var ekki í boði.
Með ólund rétti Nonni afgreiðsludömunni 29000 kall. "Nei, pakkinn er 58000 kall," mótmælti daman. "Davíð samdi um 50% afslátt," útskýrði hann. Hún fullyrti á móti að það væri aldrei gefinn afsláttur. Eftir þref bað hann dömuna um að hringja í Davíð. Nonni skildi ekki asíumálið en þótti undarlegt að konan hló og flissaði. Eftir símtalið sagði hún Davíð ráma í að hafa boðið 10% afslátt.Nonni þyrfti því að borga "aðeins" 52200 kall.
Þungt var í Nonna er hann gekk heim. Hann er sannfærður um að Davíð hafi sviðsett leikrit. Ekki síst núna þegar Davíð er opinberlega sakaður um mansal og fleiri glæpi.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Fjármál, Spaugilegt, Viðskipti og fjármál | Breytt 29.5.2024 kl. 08:51 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
Nýjustu athugasemdir
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Já Stefán það hafa ekki alltaf verið rólegheit og friður í krin... johanneliasson 21.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Jóhann, ég var að rifja upp á netinu þegar Jón Rúnar veittist a... Stefán 20.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Stefán (# 15), við skulum ekki blanda mömmu drengjanna inn í þ... jensgud 20.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Jóhann (# 14), þú ættir að senda Jóni Rúnari jólakort. Honum ... jensgud 20.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Stefán (# 13), bræðurnir eru grallarar og ágætir húmoristar. ... jensgud 20.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Jú Jóhann, þeir Jón og Friðrik Dór eru sagðir blessunarlega lík... Stefán 19.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Stefán, ég telst vera Hafnfirðingur enda bjó ég þar áratugum sa... johanneliasson 19.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Afhverju er Hafnfirðingum óglatt yfir máltíðum núna ? Jú, þeir... Stefán 18.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Stefán, (# 10), skatan er lostæti. Ég veit ekki með bókina. jensgud 17.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Skúli, ég hef ekki góða þekkingu á þessu. jensgud 17.12.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 22
- Sl. sólarhring: 72
- Sl. viku: 1127
- Frá upphafi: 4115609
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 881
- Gestir í dag: 16
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Nonni hefur bara verið heppinn að lenda ekki í uppvaskinu hjá "vini" sínum Davíð....
Jóhann Elíasson, 28.5.2024 kl. 09:45
Ert þú viss um að þessi Nonni þinn hafi ekki frekar verið að ná bílprófinu loksins eftir þrjár misheppnaðar tilraunir?
Vagn (IP-tala skráð) 28.5.2024 kl. 09:59
Þessi saga fær mig til að rifja upp svikin loforð Katrínar, t.d. gagnvart ellilífeyrisþegum sem svo grípa í tómt.
Stefán (IP-tala skráð) 28.5.2024 kl. 10:18
Jóhann, góður punktur!
Jens Guð, 28.5.2024 kl. 10:27
Vagn, ég er ekki viss.
Jens Guð, 28.5.2024 kl. 10:28
Stefán, það er samhljómur!
Jens Guð, 28.5.2024 kl. 10:29
Blessaður Jens.
Er þetta ekki frekar hið fornkveðna að það sem er of gott til að vera satt, er eiginlega aldrei satt.
En hins vegar má ekki gleyma að sá er oft hrekklaus sem var alinn upp við þau gildi að orð væru ígildi samninga, ef menn sögðu eitthvað þá stóðu menn við það.
Breyttur heimur en það hafa fleiri en Nonni kunningi þinn brennt sig á þeim breytingum.
Þeir brenndu eiga hins vegar að upplýsa okkur hin til hindra að fleiri brenni sig. Þó þeir mæti aulahúmor.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.5.2024 kl. 16:55
Ætti ekki Nonni vinur þinn að fara á matreiðslunámskeið í Asískum réttum þó aðallega hrísgrjónaréttum og halda svo útskriftarhátíð fyrir vini og vandamenn???
Sigurður I B Guðmundsson, 28.5.2024 kl. 18:10
Ómar, takk fyrir áhugaverðar vangaveltur.
Jens Guð, 28.5.2024 kl. 18:19
Sigurður I B, svo sannarlega frábær uppástunga!
Jens Guð, 28.5.2024 kl. 18:20
Verð bara að koma eftirfarandi að hérna á þessari skemmtilegu bloggsíðu: Var að horfa á sjónvarpsstöðina Samstöðin þar sem fimm forsetaframbjóðendur sátu fyrir svörum í Kolaportinu og héldu framboðsræður. Vil bara benda öllum sem hafa aðgang að þessari ágætu sjónvarpsstöð ( líka hægt að finna útsendinguna á vefnum ) að hlusta á mögnuðustu ræðu sem ég hef heyrt lengi. Þ.e. ræðu Steinunnar Ólínu sem ég veit að Katrín vill alls ekki heyra, enda sniðgengur hún Samstöðina, Útvarp Sögu og sjálfsagt fleiri fjölmiðla sem eru hennar elítu ekki samboðnir. Nonni og Davíð ( Viðarsson ? ) eru annars gott innlegg í þessa kosningabaráttu þar sem elítan veður yfir sauðsvartan og prettaðan almúgann.
Stefán (IP-tala skráð) 28.5.2024 kl. 21:17
Stefán (# 11), ég slæddist inn á útsendingu þessarar sjónvarps -eða útvarpsstöðvar í kvöld. Heyrði Steinunni Ólínu, Ástþór Magnússon syngja útlrndksn dlsgsts "Heyr mína bæn". Ljómandi gott. Þó hefði farið betur á að syngja íslensksekt ættjarðarljóð. Nei, annars. Þetta var alveg flott svona.
Jens Guð, 28.5.2024 kl. 22:13
Á Seltjarnarnesi kjökrar Bubbi og situr sveittur yfir skilaboðum. Bara smá æfing áður en hann fer að veiða eldislax upp úr ám. Hver leyfði allar þessar norsku laxeldisstöðvar Bubbi og hver er ávinningur íslendinga ?? Hannes Hólmsteinn mun eflaust koma vini sínum og skoðanabróðir til hjálpar og bjóða honum með til Brasilíu. Væri ekki sætt að sjá myndbönd af þeim í diskódansi ?
Stefán (IP-tala skráð) 29.5.2024 kl. 08:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.