Hlálegur misskilningur

  Fyrir næstum hálfri öld átti ungur Íslendingur erindi til Lundúnaborgar.  Á þessum árum voru menn ekkert að ferðast til útlanda bara að gamni sínu.  Enda ferðalög dýr,  sem og hótelgisting og uppihald.

  Sameiginlegur kunningi okkar ákvað að nýta tækifærið.  Hann bað vininn um að kaupa fyrir sig Labb-rabb tæki.  Þau voru nýlega komin á markað og kostuðu mikið á Íslandi.  Sögur fóru af því að þau væru mun ódýrari í Bretlandi. Labb-rabb eru handhægar talstöðvar með nokkurra kílómetra drægni.

  Er Íslendingurinn snéri heim voru engin Labb-rabb tæki meðferðis.  Hafði kappinn þó þrætt samviskusamlegar allar verslanir í London sem voru líklegar til að selja tækin.  Enginn kannaðist við Labb-rabb.  

  Þetta vakti undrun í vinahópnum.  Eftir miklar vangaveltur kom í ljós að ferðlangurinn hafði ekki áttað sig á að Labb-rabb er íslensk þýðing á enska heitinu Walkie Talkie!   

  Labb-rabb


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er betra að hafa "hugtökin" á hreinu,,,,, wink

Jóhann Elíasson, 11.6.2024 kl. 09:27

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þegar ég fór ungur maður til Spánar til að læra spönsku lét ég vini mína á Íslandi vita að ég hefði eignast frábæran vin sem hét: San Miguel. Löngu seinna föttuðu þeir að þetta var bjórtegund en bjór var bannaður á Íslandi á þessum tíma og mörg ár á eftir. 

Sigurður I B Guðmundsson, 11.6.2024 kl. 10:41

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þú ert alveg óborganlegur Sigurður......... smile wink

Jóhann Elíasson, 11.6.2024 kl. 12:11

4 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  eins og dæmið sannar!

Jens Guð, 11.6.2024 kl. 15:04

5 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  takk fyrir skemmtilega sögu!

Jens Guð, 11.6.2024 kl. 15:05

6 identicon

Ég hélt lengi vel, og ekki einn um það, að San Miguel bjórinn væri spænskur að uppruna en hann á uppruna sinn á Filpseyjum.

Bjarni (IP-tala skráð) 11.6.2024 kl. 19:49

7 identicon

Ekki einu sinni öflugustu Labb Rabb tæki myndu hjálpa Vinstri Grænum að ná sambandi við þjóðina sem þau hafa fyrir löngu yfirgefið.

Stefán (IP-tala skráð) 11.6.2024 kl. 21:02

8 Smámynd: Jens Guð

Bjarni,  takk fyrir fróðleiksmolann.

Jens Guð, 12.6.2024 kl. 06:59

9 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  það þarf eitthvað með lengri drægni.

Jens Guð, 12.6.2024 kl. 07:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.