Bestu hljómsveitirnar

  Allir -  eða allflestir - kunna vel að meta músík af einhverju tagi.  Svo eru það þeir sem hafa ástríðu fyrir músík.  Á ensku eru þeir kallaðir music lovers og eru á bilinu 3 - 5% fólks.  Tilvera þeirra snýst að stórum hluta um músík.  Þeir láta sér ekki nægja að hlusta á músík heldur fræða þeir sig um músík.  Skoða og skilgreina.

  Á dögunum tók einn sig til og stúderaði alla marktæka lista sem hann fann yfir bestu hljómsveitir bresku dægurlagasögunnar.  Listana lagði hann saman og reiknaði út einn sameiganlegan heildarlista.  Listarnir voru reyndar að mestu samstæðir.  Einkum efstu sætin.  Þau eru þessi:

1  Bítlarnir

2  Rolling Stones

3  Led Zeppelin

4  Pink Floyd

5  Clash

6  Who

7  Queen

8  Kinks

9  Black Sabbath

10 Smiths

11 Radiohead

12 Cure

13 Oasis

14 Sex Pistols

15 Genesis


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er að mestu sammála þessum lista nem mér finnst Rolling Stones, vera algjörlega ofaukið þarna.  Innan þeirrar hljómsveitar, er ekki einn einasti maður yfir meðalmennskunni (kannski var sá eini sem var virkilega góður tónlistarmaður Brian Jones en þegar hann lést varð það til að Mick Jagger tók öll völd í hljómsveitinni).  Eins og ég sagði áður þá er ENGINN afburðamaður þar innanborðs og það er kannski ástæðan fyrir því að þeir hafa starfað svona lengi?????

Jóhann Elíasson, 15.7.2024 kl. 09:36

2 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  á upphafsárum Rolling Stóns veittu þeir Bítlunum harða samkeppni.  Í Reykjavík skiptust unglingar í fylkingar sem slógust um það hvor hljómsveitin væri betri.  Undir lok sjöunda áratugarins sendu Stóns frá sér nokkrar góðar plötur. 

Jens Guð, 15.7.2024 kl. 10:32

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Flottur listi þó ég hafi aldrei verið hrifinn af Clash en The Tremeloes hefðu mátt veræ í topp 10 og Dave Clark Five líka. 

Sigurður I B Guðmundsson, 15.7.2024 kl. 10:50

4 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

P.S. Hélt að Black Sabbath væru bandarískir. 

Sigurður I B Guðmundsson, 15.7.2024 kl. 11:30

5 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  ég er alltaf sáttur við að sjá Clash á svona listum.  Allt að því uppáhalds hljómsveit mín.  Ég sá þá í Höllinni 1980 og varð ekki samur á eftir.  Black Sabbath eru frá Birmingham.  Hinsvegar bjó Ozzy lengi í Bandaríkjunum og hans hægri hönd í músík,  gítarleikarinn Randy Rhodes,  var bandarískur. 

Jens Guð, 15.7.2024 kl. 11:59

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jens ég veit allt um þetta þegar ég var í barnaskóla þá tók ég þátt í blóðugum slagsmálum þessara fylkinga.  En svo er annað sem ekki er haldið mikið á lofti en John Lennon og Paul McCartney létu Rolling Stones fá fyrsta lagið sem þeir gerðu vinsælt en þeim félögum John og Paul fannst nú ekki það mikið varið í þetta lag að þeir létu Ringo syngja það....

Jóhann Elíasson, 15.7.2024 kl. 12:02

7 identicon

Keith Richards er óumdeilanlega eitt allra, allra besta og vinsælasta tónskáld rokksins. Brian Jones gat ekki með nokkru móti samið tónlist, en hann var svo fjölhæfur hljóðfæraleikari að það var lítið sem ekkert pláss fyrir hann sem gítarleikara við upptökur, þannig að Keith sá að mestu um allan gítarleik á plötum þeirra á meðan Brian var lífs eða reyndar varla lífs á plötum Stones frá 1968-1969. Sagan segir að þeir sem réðu og stjórnuðu öllu í Stones, þeir Keith og Mick hafi bent Bian á hin ýmsu hljóðfæri og þá hafi hann farið að leika á þau ef á þurfti að halda við upptökur. Charlie Watts er oft mjög ofarlega á listum yfir val á bestu trommuleikurum rokksins. Rolling Stones er gífurlega áhrifamikil hljómsveit rétt eins og Black Sabbath frá Aston (Villa) hverfinu í næst fjölmennustu borg Englands, Birmingham. Að upplifa þessar tvær framannefndar hljómsveitir á hljómleikum á ýmsum tímabilum þeirra eins og ég hef gert eru ógleymanlegar upplifanir. 

Stefán (IP-tala skráð) 15.7.2024 kl. 12:22

8 Smámynd: Jens Guð

Jóhann (# 6),  Bítlarnir redduðu Stóns líka plötusamningi.

Jens Guð, 15.7.2024 kl. 12:33

9 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  takk fyrir fróðleikinn.

Jens Guð, 15.7.2024 kl. 12:34

10 identicon

Það má svo bæta því við til gamans og fróðleiks að þrjár efstu hljómsveitiranr þarna á listanum voru settar saman af einstaklingum sem voru svo einskonar hljómsveitastjórar þeirra í upphafi. Beatles frá Liverpool af John lennon, Rolling Stones frá London svæðinu af Brian Jones og Led Zeppelin til hálfs frá London og til hálfs frá Birmingham af jimmy Page. Pink Floyd til hálfs frá London og til hálfs frá Cambridge var stofnuð af skólafélögum í arkitektúr.   

Stefán (IP-tala skráð) 15.7.2024 kl. 12:48

11 identicon

Var með þér í Höllinni 1980, man ekki til þess að hafa rekist á þig.

En að halda því fram að rollingarnir eigi eitthvað annað en top 2 skilið er þvæla. Gamalmenni enþá skoppandi og skapandi eftir rúmlega 60 ár!!!  Hef setið á börum á Tælandi og Filipseyjum þar sem læfband flutti ekkert annað en lög með stóns fyrir kjaftfullu húsi.  Þetta er eitthvað sem verður aldrei endurtekið.

Bjarni (IP-tala skráð) 15.7.2024 kl. 13:05

12 Smámynd: Jens Guð

Stefán (# 10),  athyglisvert!

Jens Guð, 15.7.2024 kl. 15:18

13 Smámynd: Jens Guð

Bjarni,  ég lét lítið fyrir mér fara!

Jens Guð, 15.7.2024 kl. 15:20

14 identicon

Ég sakna þess að sjá ekki Euruvision hetjur eins og Abba, The new seekers og Brotherhood of men ofarlega á þessum lista.innocent

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 15.7.2024 kl. 19:21

15 identicon

Jósef Smári, ABBA eru reyndar frá Svíþjóð og koma því ekki við sögu á listum með breskum hljómsveitum. Hinar tvær hljómsveitirnar sem þú nefnir eru vissulega breskar, en eru líklega flestum gleymdar í dag. Einhverjir muna þó líklega eftir Eurovision sigurlaginu frá 1976 Save Your Kisses for Me með Brotherhood of Men sem komu frá Dublin, Írlandi. Sá sem stofnaði The New Seekers kom reyndar frá áströlsku hljómsveitinni The Seekers, en stofnaði svo The New Seekers í Dublin. Þá hljómsveit munu einhverjir þekkja af Coke Cola laginu I d Like to Teach the World to Sing ...

Stefán (IP-tala skráð) 15.7.2024 kl. 20:24

16 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Þetta eru allt saman fínar hljómsveitir, þó að Oasis og Radiohead séu hugsanlega örlítið ofmetnar. 

Wilhelm Emilsson, 16.7.2024 kl. 04:31

17 Smámynd: Jens Guð

Jósef Smári,  og hvar eru Baldur og Konni?

Jens Guð, 16.7.2024 kl. 06:57

18 Smámynd: Jens Guð

Stefán (# 15),  góð samantekt hjá þér.

Jens Guð, 16.7.2024 kl. 06:58

19 Smámynd: Jens Guð

Wilhelm,  Oasis og Radiohead eru kannski hærra skrifaðar innan Bretlands en utan.  Held að muni þó ekki miklu. 

Jens Guð, 16.7.2024 kl. 07:05

20 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Jens

Þetta eru skemmtilegar pælingar hjá þér, líkt og venjulega, en ég myndi þó vilja hafa sveitina Deep Purple með svona í tíunda sæti listans, þó sagan hafi ekki farið blíðum höndum um þá.

Að mínu mati þá kemur Ritchy Blackmore fast á hæla Dave Davies sem guðfaðir heavy rokksins, en það er önnur saga.

Ég verð að láta smá minningarbrot fljóta með, en fyrir einskæra tilviljun var ég viðstaddur þeirra fyrstu tónleika, þann tuttugasta apríl 1968 í Danmörku og kölluðu þeir sig fyrstu vikurnar, Roundabout, en til að bæta annari ámóta tilviljun við í tónleika minningar mínar, þá var ég viðstaddur þriðju tónleika Led Zeppelin, sömuleiðis í Danmörku áttunda sept. 1968, en þeir tóku þar eina helgi, eftir u.þ.b. 15 tíma æfingar og næstu helgina í Svíþjóð og síðan til Bretlands, Bandaríkjanna og heimsfrægðar.

Jónatan Karlsson, 16.7.2024 kl. 11:51

21 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Mig langar að bæta við til stuðnings The Rolling Stones að þótt þeir séu ekki snilldar lagasmiðir eins og til dæmis Bítlarnir þá eru þeir eitt bezta rokkband sögunnar. Mick Jagger, sem er ljón eins og ég, og á afmæli degi á undan mér, miklu fyrr, hann er einn mesti rokkari sögunnar og með einstaka sviðsframkomu. Þetta telur. Keith Richards hefur samið einhverja beztu gítarfrasa sögunnar. Lagasmíðarnar eru þó ekki slík snilldarverk eins og hjá Bítlunum. Rokk Stónsaranna er byggt á hreinum blúsi, tveggja hljóma tregasöng. Ekki alveg sambærilegt, en hæfileikar Stónsaranna samt til staðar.

Ég er nokkuð sáttur við þennan lista, en það má alltaf deila. Eitt skemmtilegasta við þennan lista er að hann staðfestir að bezta rokkið var í sexunni og sjöunni. Margir hafa enn þá tilfinningu.

Ingólfur Sigurðsson, 16.7.2024 kl. 12:01

22 identicon

Gaman að lesa þetta með Roundabout (Deep Purple) sem Jónatan skrifar hér að ofan. Hljómsveitin Roundabout var sett saman af Chris Curtis fyrrumum trommara The Searchers frá Liverpool. Curtis var kominn á kaf í LSD neyslu og hafði hrökklast úr The Searchers. Curtis spilaði ekki með Roundabout, en setti hljómsveitina saman og stjórnaði í upphafi eða þar til LSD neysla hans gerði hann fjarlægan verkefninu. Við Deep Purple aðdáendur getum þó verið þakklátir Curtis fyrir þessa mögnuðu hljómsveit sem er númer 22 á listanum VH1 Greatest Hard Rock Artists. Ég tel víst að á þessum hljómleikum Led Zeppelin í Gladsaxe skólanum í Danmörku í Sept 1968 sem Jónatan var á, hafi þeir komið fram undir nafninu New Yardbirds. Þá voru Jimmy Page og Keith Moon ekki búnir að setja saman nafnið Led Zeppelin. Í lok September 1968 byrjuðu Led Zeppelin svo að taka upp sína fyrstu plötu og í studioi í sama húsi voru Hljómar frá keflavík að taka upp sína síðustu plötu - Tvær ofurgrúppur !

Stefán (IP-tala skráð) 16.7.2024 kl. 13:59

23 Smámynd: Jónatan Karlsson

Smá P.S. fyrir Stefán.

Þessi fyrsta útgáfa af Deep Purple (Roundabout) sem ég sá í samkomusal Park skólans í Tåstrup var með öðrum söngvara og öðrum bassaleikara, sem var víst skipt út skömmu síðar, en ég minnist vel Jon Lord og Hammondinum tveim mánuðum áður á sama stað með hljómsveitinni Artwoods, með Art bróður Ron´s Wood í forgrunni.

Yardbirds featuring Jimmy Page, sá ég reyndar í Fjordvilla samkomuhúsinu í Hróarskeldu.

Að lokum verð ég að segja að Frank Zappa og Mæðurnar hefði mátt vera nokkuð ofarlega á listanum góða, að mínu mati.

Jónatan Karlsson, 16.7.2024 kl. 17:37

24 Smámynd: Jens Guð

Jónatan,  takk fyrir skemmtilega og forvitnilega frásögn.

Jens Guð, 16.7.2024 kl. 18:03

25 Smámynd: Jens Guð

Stefán (# 22),  þú þekkir þetta í smáatriðum!

Jens Guð, 16.7.2024 kl. 18:05

26 Smámynd: Jens Guð

Jónatan (# 23),  það er gaman að lesa þessi innlegg þín.  Zappa á heima á öllum góðum lystum yfir merkustu tónlistarmenn.  Hinsvegar á hann ekki heima á lista yfir bestu bresku.

Jens Guð, 16.7.2024 kl. 18:09

27 Smámynd: Jónatan Karlsson

Auðvitað Jens, þá gleymdi ég í hita minningana, að listinn átti einungis við um bresku böndin.

Jónatan Karlsson, 16.7.2024 kl. 19:23

28 identicon

Mikið rétt Jónatan, söngvarinn Rod Evans og bassaleikarinn Nick Simper voru reknir úr Deep Purple eftir þrjár plötur fyrir þá Ian Gillan og Roger Clover sem komu saman úr hljómsveitinni Episode Six. Þar með var komin langflottasta og besta útgáfa Deep Purple að mínu mati, kölluð Mark II. Rod Evans flutti til USA og hefur búið þar síðan. Hann starfrækti þar hljómsveitina Captain Beyond sem gaf út flottar plötur fyrir minn smekk. Í þeirri hljómsveit voru líka tveir fyrrum meðlimir hljómsveitarinnar Iron Butterfly. Eftir Captain Beyond gerðist Evans yfirmaður öndunarmeðferðar á sjúkrahúsi í Californíu. Árið 1980 starfrækti Evans eigin útgáfu af Deep Purple sem túraði mikið vestanhafs. Sú hljómsveit leystist upp eftir lögsókn hans gömlu félaga í Englandi. Það varð líka til þess að Rod Evans hætti að fá þóknanir fyrir fyrstu þrjár plötur Deep Purple. Síðan hefur bara ekkert spurst til hans á tónlistarsviðinu og ekki mætti hann þegar Deep Purple voru vígðir inn í Rock and Roll Hall of Fame. Eini meðlimur Deep Purple sem alltaf hefur verið í hljómsveitinni, þ.e. trommarinn Ian Paice sagði fyrir einhverjum árum ,, Enginn veit hvar Rod Evans er niðurkominn og hvort hann er lífs eða liðinn ,,. Bobby Coldwell fyrrum trommari Captain Beyond svaraði ,, Ég er í sambandi við Rod Evans, hann hefur það fínt og hefur starfað lengi við öndunarmeðferðir ,,. ... Við þær fréttir önduðu vonandi allir léttar. 

Stefán (IP-tala skráð) 16.7.2024 kl. 19:39

29 Smámynd: Jens Guð

Jónatan (# 27), bara gaman að hafa nafn Zappa með.  Ég held mikið upp á hann.

Jens Guð, 16.7.2024 kl. 20:41

30 Smámynd: Jens Guð

Stefán (# 28),  þetta er frábær fróðleikssúpa!

Jens Guð, 16.7.2024 kl. 20:46

31 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Led Zeppelin er ein af mínum uppáhaldshljómsveitum. Frábært að fá þessa fróðleiksmola piltar. Þið eruð meiri grúskarar en ég.

Ingólfur Sigurðsson, 17.7.2024 kl. 00:04

32 Smámynd: Jens Guð

Ingólfur (# 31),  takk fyrir hólið!

Jens Guð, 17.7.2024 kl. 08:07

33 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir svarið, Jens. Það er ekki ósennilegt, eins og þú bendir á, að Oasis og Radiohead séu aðeins hærra skrifaðir á Bretlandi en annars staðar. Ef svo er ætti það sérstaklega við um Oasis sem voru hluti af Cool Britannia æðinu og tengdust þannig beint þjóðarstolti ungs fólks á Bretlandi (og eldra fólks sem reyndi að vera kúl, t.d. Tony Blair). Reyndar þekki ég Breta sem flúði land á þessum tíma því hann þoldi ekki þessa menningu, sem snerist að hans mati að mikli leyti um það að vera alltaf fullur eða dópaður og með frekju og vesen. Radiohead voru aldrei á Cool Britannia línunni ef ég skil málið rétt og þess vegna fjölþjóðlegri fyrir bragðið. Þeir eru meiri svona tilvistarleg kvörtunar rokk hljómsveit.

Wilhelm Emilsson, 17.7.2024 kl. 19:31

34 Smámynd: Jens Guð

Wilhelm (# 33),  þú ert alveg með þetta!

Jens Guð, 18.7.2024 kl. 04:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.