Stórmerkileg námstækni

  Ég var staddur í verslun.  Þar varð ég vitni að því er tveir unglingspiltar hittust og heilsuðust fagnandi.  Annar spyr:  "Hvernig gekk þér í prófinu hjá...?" og nefndi nafn sem ég gleymdi jafnóðum.  Hinn svaraði:  "Ég notaði öfluga námstækni sem ég hannaði sjálfur.  Í stað þess að pæla í gegnum alla bókina þá byrjaði ég á því að sortera í burtu allt sem ég var 100% viss um að aldrei yrði spurt um.  Síðan lærði ég utanað 50% af því sem eftir stóð.  Með þessari aðferð reiknast mér til að maður eigi að geta verið pottþéttur með að fá að lágmarki 6 eða jafnvel 7.

  - Hvað fékkstu?  spurði skólabróðirinn spenntur.

  - Helvítis gaurinn felldi mig. Gaf mér aðeins 2.  Spurði aðallega um það sem ég lærði ekki!     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta minnir mig aðeins á það þegar ég sleppti því alveg að læra algebru fyrir lokapróf í 10 bekk í Laugalækjarskóla. Ég var búinn að reikna út að ég næði stærðfræðiprófinu með því að klára öll hin dæmin og það tókst. Hverjum gagnast svo sem algebra ? Hvernig væri t.d. að kenna fjármálalæsi og annað gagnlegt í stað úreltra og gagnslausra námsefna í okkar glötuðu grunnskólum. 

Stefán (IP-tala skráð) 29.7.2024 kl. 08:53

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Einn "fimmauri": Mamman spurði soninn hvernig gekk í skólanum? Ekki nógu vel sagði stráksi, ég verð að fara aftur í skólann á morgun!!

Sigurður I B Guðmundsson, 29.7.2024 kl. 12:26

3 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  ég held að algebra sé flestum til óþurftar.

Jens Guð, 29.7.2024 kl. 14:37

4 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  góður að vanda!

Jens Guð, 29.7.2024 kl. 14:38

5 identicon

Hef haft það á orði að grunnskólar ættu að vera starfræktir í tvo mánuði á ári í tvö ár.  Kenna eingöngu lestur, skrift og reikning.

Hef ekki fengið jákvæð andsvör við þessari tillögu minni en þegar ég spyr hvað annað þau lærðu í grunnskóla hef ég engin svör fengið.

Bjarni (IP-tala skráð) 29.7.2024 kl. 15:04

6 Smámynd: Jens Guð

Bjarni,  ég styð þessa tillögu þína!

Jens Guð, 29.7.2024 kl. 17:33

7 identicon

Grunnskólanám hefur verið í molum á Íslandi undanfarin ár, rétt eins og vegamál, hvorttveggja í boði Framsóknarflokksins.

Stefán (IP-tala skráð) 29.7.2024 kl. 20:18

8 Smámynd: Jens Guð

Stefán (# 7),  það er ekki hægt að neita því.

Jens Guð, 30.7.2024 kl. 07:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband