Neyðarlegt

  Á unglingsárum vann ég í álverinu í Straumsvík.  Þar vann einnig maður sem seint verður kallaður mannvitsbrekka.  Hann var barnslegur einfeldningur.  Hann átti sextugs afmæli.  Hann bauð völdum vinnufélögum í afmælisveislu heima hjá sér.  Hann átti ekki nána fjölskyldu.  Veislan var fámenn og einungis sterkt áfengi í boði.  Allt gott um það að segja.  Ég hef verið í fjörlegri veislu.  Þó var gripið í spil og leiðinleg músík spiluð af segulbandi. 

  Er á leið sagði kallinn okkur frá trillu sem hann átti.  Jafnframt átti hann ofan í kjallara hið fallegasta trilluhús.  Hann sýndi okkur það stoltur á svip.  Hann mátti vera það.  Húsið var með opnanlegum gluggum og ýmsu skrauti.  Meðal annars skemmtilega útskornu munstri og táknum úr norrænni goðafræði. 

  Eftir að allir höfðu hlaðið lofsorði á húsið varð einum að orði:  "Hvernig kemur þú húsinu út úr kjallaranum?"  Eina sjáanlega útgönguleið úr kjallaranum voru þröngar steinsteyptar tröppur upp á jarðhæð. 

  Kallinn varð vandræðalegur og tautaði niðurlútur:  "Það er vandamálið.  Ég gleymdi að hugsa út í það.  Ég kem þessu ekki út úr kjallaranum.  Það er grábölvað.

álver     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

"BEST ER KAPP MEÐ FORSJÁ", því miður virðast ekki allir hugsa áður en þeir framkvæma........... wink

Jóhann Elíasson, 19.8.2024 kl. 13:38

2 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  það er svo mikið rétt hjá þér!

Jens Guð, 19.8.2024 kl. 16:10

3 identicon

Margur hefur líka málað sig út í horn og það hafa t.d. vinstri græn gert af mikilli elju undanfarin ár. Á flokksráðsfundi vinstri grænna héldu þeir uppteknum hætti og lögðu lokahönd á vinnuna við að mála sig svo út í horn að það er ekki útgönguleið frekar en hjá manninum í sögunni hér að ofan. Fyrrverandi formaður vinstri grænna stökk líka frá borði af sökkvandi skipinu og fór í svo dýrt forsetaframboð að framboðið er stórskuldugt og kallar á hjálp ,, hjálpið mér upp ég get það ekki sjálf, hjálpið mér upp mér finnst ég vera að drukkna í skuldum ,,. 

Stefán (IP-tala skráð) 19.8.2024 kl. 19:48

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Góð saga með dæmisögulegar víddir! 

Wilhelm Emilsson, 19.8.2024 kl. 19:48

5 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  góð og brosleg túlkun á stöðunni!

Jens Guð, 19.8.2024 kl. 20:29

6 Smámynd: Jens Guð

Wilhelm,  takk fyrir það!

Jens Guð, 19.8.2024 kl. 20:30

7 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Sumir eiga þak yfir höfuðið en hann á þök yfir höfuðið!

Sigurður I B Guðmundsson, 19.8.2024 kl. 21:36

8 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  góður að vanda!

Jens Guð, 20.8.2024 kl. 07:37

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og fimm?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.