Vegg stolið

  Í miðbæ Þórshafnar,  höfuðborgar Færeyja,  er starfræktur írskur pöbb.  Hann heitir Glitnir.  Nafnið er ekki sótt í samnefndan íslenskan banka sem fór á hausinn.  Nafnið er sótt í hýbýli norræns guðs.  Sá er Forseti.

  Færeyski Glitnir er notalegur pöbb.  Á góðviðriskvöldum sitja viðskiptavinirnir úti á stétt.  Allir deila borðum og sætum með öllum.  Stundum taka menn lagið.  

  Á dögunum gerðist undarlegt atvik.  Um það leyti sem starfsfólk lagði drög að því að loka þá uppgötvaðist að búið var að stela vegg sem þar var innandyra.  Vitni telja sig hafa séð útundan sér tvo menn rogast í burtu með vegginn.  Vegna ölgleði fylgdist enginn sérlega vel með þjófunum.  

  Líklegt þykir sem þarna hafi verið um góðlátlegt grín að ræða fremur en bíræfinn stuld.  Færeyingar eru ekki alvöru þjófar.

þórshöfn 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er með því "svæsnasta" sem maður hefur hefur vitað.......

Jóhann Elíasson, 17.9.2024 kl. 11:03

2 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  segðu!

Jens Guð, 17.9.2024 kl. 11:05

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ef þetta var veggurinn millr ríkra og fátækra þá var þetta réttlætanlegt!! 

Sigurður I B Guðmundsson, 17.9.2024 kl. 11:26

4 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  ég tek undir það.  Annars er bil á milli ríkra og fátækra í Færeyjum hið minnsta í Evrópu (og sennilega á heiminum).

Jens Guð, 17.9.2024 kl. 11:33

5 identicon

Erfitt að læðast meðfram veggjum ef enginn er veggurinn. Þetta hafa án efa verið dauðdrukknir danskir jótar á leið til Seyðisfjarðar með Norræna. Veggurinn mun finnast á Fjarðarheiði. Verkefni fyrir Geir og Grana.

Bjarni (IP-tala skráð) 17.9.2024 kl. 12:04

6 Smámynd: Jens Guð

Bjarni,  þetta er líkleg skýring!

Jens Guð, 17.9.2024 kl. 13:34

7 identicon

Ungur að árum fór ég til Færeyja að vinna þar, en þar sem ég var ekki gildur limur fékk ég ekki afgreiðslu á pöbbum og ekki var mér boðið í ríðingafélag. Ég stansaði því ekki lengi í Færeyjum og hef ekki komið þangað síðan. Mér er samt hlýtt til færeyinga.

Stefán (IP-tala skráð) 17.9.2024 kl. 21:21

8 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  nú er lag að endurnýja kynni af Færeyingum.  Kaupmáttur þeirra er þriðjungi hærri en Íslendinga.

Jens Guð, 18.9.2024 kl. 07:41

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og einum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband