24.9.2024 | 08:34
Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
Utanlandsferðir hafa löngum freistað opinberra embættismenn ríkis og bæja. Togast er á um setu í nefndum, ráðum og æðri embættum. Öllum brögðum er beitt til að komast í utanlandsferðir. Þær eru bitlingur. Ekki aðeins er sport að fara í utanlandsferðir sem almenningur borgar heldur fylgja drjúgir dagpeningar með í pakkanum.
Undantekning frá reglunni var borgarstjóratíð Ólafs F. Magnússonar. Hann beitti ströngu aðhaldi í rekstri borgarinnar. Hann fór aðeins í eina utanlandsferð í embætti. Hún var til Færeyja í boði Færeyinga. Þetta var svo óvenjulegt að illar tungur komu af stað lygasögu um að Ólafur væri flughræddur.
26 ferðir til útlanda á þessu kjörtímabili | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Fjármál | Aukaflokkar: Ferðalög, Kjaramál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:05 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
Nýjustu athugasemdir
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Já Stefán það hafa ekki alltaf verið rólegheit og friður í krin... johanneliasson 21.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Jóhann, ég var að rifja upp á netinu þegar Jón Rúnar veittist a... Stefán 20.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Stefán (# 15), við skulum ekki blanda mömmu drengjanna inn í þ... jensgud 20.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Jóhann (# 14), þú ættir að senda Jóni Rúnari jólakort. Honum ... jensgud 20.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Stefán (# 13), bræðurnir eru grallarar og ágætir húmoristar. ... jensgud 20.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Jú Jóhann, þeir Jón og Friðrik Dór eru sagðir blessunarlega lík... Stefán 19.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Stefán, ég telst vera Hafnfirðingur enda bjó ég þar áratugum sa... johanneliasson 19.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Afhverju er Hafnfirðingum óglatt yfir máltíðum núna ? Jú, þeir... Stefán 18.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Stefán, (# 10), skatan er lostæti. Ég veit ekki með bókina. jensgud 17.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Skúli, ég hef ekki góða þekkingu á þessu. jensgud 17.12.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 46
- Sl. sólarhring: 63
- Sl. viku: 1112
- Frá upphafi: 4115560
Annað
- Innlit í dag: 30
- Innlit sl. viku: 873
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Ég ætla að Kata Jak hafi slegið öll met varðandi utanlandsferðir í sinni valdatíð, kostaðar af skattfé auðvitað. Rándýr ferðalag út og suður með her aðstoðarfólks. Samkvæmt Viðskiptablaðinu þá var Bjarni Jónsson bróðir Seðlabankastjóra sá þingmaður (annar en ráðherra) sem eyddi mest af opinberu fé í ferðalög árið 2023. Vinstrihreyfingin grænt framboð, hvað ?
Stefán (IP-tala skráð) 24.9.2024 kl. 09:28
Og allt svikið undan skatti. Vegna þess að aðeins sá hluti dagpeninga sem sannanlega er nýttur til greiðslu ferðakostnaðar í þágu vinnuveitanda er frádráttarbær frá tekjuskattstofni. En samt standa skattskilaverðirnir allir sem einn þétt við bakið á þessum skattsvikurum enda eru þeir sjálfir í hópi þeirra.
Örn Gunnlaugsson, 24.9.2024 kl. 09:38
Stefán, þetta er áhugavert!
Jens Guð, 24.9.2024 kl. 09:59
Örn, takk fyrir fróðleiksmolann!
Jens Guð, 24.9.2024 kl. 10:01
Að mínu mati er Ólafur F. Magnússon vanmetnasti borgarstjórinn í Reykjavík og alveg með ólíkindum hvaða "sögum" andstæðingar hans hafa komið af stað um hann án þess að það hafi verið gagnrýnt eitthvað að ráði......
Jóhann Elíasson, 24.9.2024 kl. 10:06
Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2001 var Ólafur F Magnússon kallaður hryðjuverkamaður að samflokksmönnum, sem var virkilega ósmekklegt. Í framhaldi af því og eðlilega sagði Ólafur sig úr Sjáfstæðisflokknum. Í dag fylgja margir honum þar.
Stefán (IP-tala skráð) 24.9.2024 kl. 10:26
Tek undir með Jóhanni. Það versta sem Ólafi var svo gert, var að heimta læknisvottorð
um hans geðheilbrigði af mesta lögbrjóti sem ráðherra, sem í ríkisstjórn situr,
sem svo af öllum pólitíkusum ætti að skylda til að framvísa vottorði,
sem svo myndi sýna fram á það að hún
þarf alvarlega hjálp vegna siðleysu og siðblindu.
Þar var farið illa með góðan mann.
Sigurður Kristján Hjaltested, 24.9.2024 kl. 10:34
Jóhann, ég tek undir hvert orð hjá þér!
Jens Guð, 24.9.2024 kl. 10:43
Stefán (# 6), ég man eftir þessu. Ólafur stendur alltaf með skoðunum sínum.
Jens Guð, 24.9.2024 kl. 10:46
Væri réttlætanlegt ef um væri að ræða: One way Ticket!!
Sigurður I B Guðmundsson, 24.9.2024 kl. 10:48
Sigurður Kristján, þetta var níðingsleg framkoma. Eftir stóð að Ólafur var eini maðurinn í borgarstjórn sem gat veifað læknisvottorði um geðheilbrigði.
Jens Guð, 24.9.2024 kl. 10:49
Þetta var þörf og góð upprifjun hjá heiðursmanninum Jens Guð og minnir á að eitt sinn var annar heiðursmaður borgarstjóri í Reykjavík. Síðan ekki söguna meir í þeirri borg.
GUNNLAUGUR BALDVIN ÓLAFSSON (IP-tala skráð) 24.9.2024 kl. 11:27
Sigurður I B, góður!
Jens Guð, 24.9.2024 kl. 11:31
Gunnlaugur, takk fyrir það.
Jens Guð, 24.9.2024 kl. 11:32
Svo er það fórnfúsi pólitíkusinn hún Svandís Svavars sem ætlar að leiða VG síðasta spölinn til grafar. Gefum því ferðlagi eitt ár og það mun kosta þjóðina miklar fórnir.
Stefán (IP-tala skráð) 24.9.2024 kl. 18:41
Stefán (# 15), ertu ekki full rausnarlegur?
Jens Guð, 24.9.2024 kl. 19:02
Jú, full rausnarlegur varðandi Svandísi sem vill klára útförina næsta vor, en hinir stjórnarflokkarnir vilja hanga fram á næsta haust sýnist mér, þá verða þeir væntanlega búnir að skreppa enn meira saman.
Stefán (IP-tala skráð) 24.9.2024 kl. 19:39
Okkar þjóðfélag notar geðveiki sem ruslakistu fyrir allskonar vandamál sem erfitt er að útskýra eða flokka. Okkar þjóðfélag er með útblásið kerfisbákn sem hefur mikinn fjölda í atvinnu við að finna út nýjar greiningar og sjúkdóma, líkamlega og andlega, en áður lét fólk sig hafa það og reyndi að gera gagn á meðan það gat eitthvað, sama hversu lítið það var. Okkar þjóðfélag er umburðarlynt gagnvart atvinnuleysi og vandamálum, enda tæknivæðingin slík. Hvort sem fólk vill ekki vinna eða getur ekki unnið þá er geðveiki flokkunin. Ennfremur - geðheilbrigði og geðveiki, það fer eftir hverskonar þjóðfélag maður lifir í. Börn sem rekast illa í skólakerfinu lenda oft í þessu. Þrátt fyrir allar kjaftasögur og mýtur um að glæpamenn hljóti að vera geðveikir er svo ekki. Tölfræðin sýnir að geðveikir eru ekki verri eða ofbeldisfyllri en aðrir. Í sumum þjóðfélögum eru þeir heilbrigðastir á geði sem eru lokaðir inni á deildum eða ofsóttir af fjöldanum. Þetta er afstætt. Öfugt með það líkamlega, það er hægt að sjá og mæla með alveg óyggjandi hætti oftast.
En Ólafur F. Magnússon er góðmenni og ljúfmenni, og hann skín eins og gull af eiri miðað við hina sem hafa gegnt embættinu.
Ingólfur Sigurðsson, 24.9.2024 kl. 21:12
Heyr, heyr Ingólfur, Ólafur F og Jón Gnarr eru bestu borgarstjórar sem ég hef lifað.
Stefán (IP-tala skráð) 24.9.2024 kl. 21:58
Utanlandsferðir á vegum vinnunar eru lítt spennandi. Sitja yfir rausi einhverra spekinga daglangt og svo einhver dinner á einhverjum snobbstað. Farið snemma að sofa til að vakna snemma til að eyða öðrum degi í að reyna halda sér vakandi yfir jafnvel enn leiðilegri fyrirlesurum. Fara snemma að sofa til að ná fluginu dagin eftir. Má ég þá frekar biðja um annan innantóman dag á skrifstofunni og gista heima frekar en á einhverju 3ja stjörnu hóteli þar sem minibarinn er læstur. Dagpeningar! Matur og gisting er í reikning og engin fær dagpeninga. Það eru einkaaðilar sem borga bæði dagpeninga og útlagðan kostnað starfsfólks. Hjá Icelandair er þetta hluti af launakjörum starfsmanna. Engin útgjöld en skattfrjálsar tekjur.
Bjarni (IP-tala skráð) 24.9.2024 kl. 23:35
Bjarni, ég hef farið í utanlandsferðir til að funda. Það var á síðustu öld. Mjög gaman. Gjörólíkt lýsingu þinni. Í dag höfum við reynslu frá Covid um að fjarfundir geti að miklu leyti leyst utanlasndsferðir af.
Jens Guð, 25.9.2024 kl. 07:13
Ingólfur, takk fyrir þína athygliverðu greiningu.
Jens Guð, 25.9.2024 kl. 07:16
Ég hef farið í vinnuferðir til Skandinavíu sem hafa verið hrein skemmtun þegar upp er staðið. góð hótel, Góður matur og drykkir og ferðast um með skemmtilegum vinnufélögum.
Stefán (IP-tala skráð) 25.9.2024 kl. 08:11
Eru erlend glæpagengi að einhverju leiti í boði Pírata og Vinstri grænna ?
Stefán (IP-tala skráð) 25.9.2024 kl. 18:35
Ef mér skjöplast ekki þá minnir mig að þeirri sögu hafi verið komið á kreik að Ólafur F Magnússon hafi verið allt að því geðveikur, -sennilega hefur sú hugmynd fyrst og fremst átt brautargengi meðal landans vegna þess að hann nýtti sér ekki "lukkupottinn".
Magnús Sigurðsson, 25.9.2024 kl. 19:32
Stefán (# 24), þegar stórt er spurt verður fátt um svör.
Jens Guð, 26.9.2024 kl. 06:35
Magnús, Ólafur hefur aldrei leynt því að hann hefur glímt við andlega erfiðleika. Þeim er hægt að halda niðri með lyfjum.
Jens Guð, 26.9.2024 kl. 06:40
Fólk virðist vera að rugla saman skemmtiferðum með vinnufélögunum á kostnað vinnuveitanda og svo vinnuferð á vegum vinnuveitenda.
Það er sjálfsagt voða gaman að hafa alla daga ferðarinnar án dagskrár og þurfa ekkert að vinna, bara slæpast á milli bara og enda svo kvöldið á næturklúbb, allt á kostnað annarra. Vinnuferðir eru ekki þannig.
Bjarni (IP-tala skráð) 26.9.2024 kl. 20:31
Þurfum Ólaf F. aftur í borgarstjórnarbraggann!
Júlíus Valsson, 27.9.2024 kl. 10:45
Bjarni (# 28), ég þekki ekki til skemmtiferða með vinnufélögum á kostnað vinnuveitanda. Ég veit samt að stundum eru árshátíðir haldnar erlendis. Líka veit ég að stundum safna vinnufélagar í ferðasjóð. Þegar æskilegri upphæð er náð er lagt land undir fót og vinuveitandinn leggur eitthvað í púkkið. Ég tel ólíklegt að einhver rugli svoleiðis saman við vinnuferðir. Í mínu tilfelli var stíf dagskrá sem skilaði miklum árangri og veglegri útkomu næstu ár. Á kvöldin var kíkt á bar og bannað að ræða vinnuna.
Jens Guð, 27.9.2024 kl. 18:14
Júlíus, vissulega væri það borginni til góðs!
Jens Guð, 27.9.2024 kl. 18:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning