Breytti bíl í mótorhjól

  Franskur rafvirki lét langþráðan draum rætast er hann brunaði um Marokkóska eyðimörk.  Fararskjótinn var Citroen 2CV,  uppnefndur bragginn.  Í eyðimörkinni eru engar umferðareglur.  Kappinn naut frelsisins.  Hann leyfði sér að stíga þungt á bensínpedalann.  Þá gerðist óhappið.  Bíllinn skall ofan á steinhellu.  Undirvagninn mölbrotnaði.

  Úr vöndu var að ráða.  Ekkert símasamband.  Engir aðrir bílar á ferð.  Enginn vissi af manninum þarna.  32 kílómetrar til byggða.  Til allrar lukku var hann með mat og drykk sem gátu dugað til tíu daga ef sparlega var farið með.  Vonlaust var að rogast með næringuna í fanginu í brennheitri sólinni.  Hún var alltof þung. 

  Frakkinn fékk hugmynd:  Hugsanlega var mögulegt að tjasla saman einhverju heillegu úr bílnum.  Hanna frumstætt mótorhjól.  Verra var að nothæf verkfæri voru fá í bílnum.  Hann hafði takmarkaða þekkingu á bílum og mótorhjólum. 

  Eftir engu var að bíða.  Hann puðaði langan vinnudag við að átta sig á aðstæðum.  Verkið tók tólf daga.  Ekki mátti seinna vera.  Er hann loks náði að koma mótorhjólinu í gang átti hann aðeins hálfan lítra af vatni eftir.  Hjólið skilaði honum til byggða.  Þar vakti það mikla athygli.  Rafvirkinn hafði fundið upp ýmsar lausnir sem mótorhjólaframleiðendur tileinkuðu sér þegar í stað.

motorhjól         


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Er þetta kallinn sem reddar öllu eða frændi hans??

Sigurður I B Guðmundsson, 1.10.2024 kl. 10:39

2 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  ætli hann sé ekki hvorutveggja. 

Jens Guð, 1.10.2024 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og einum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband