1.10.2024 | 10:07
Breytti bíl í mótorhjól
Franskur rafvirki lét langþráðan draum rætast er hann brunaði um Marokkóska eyðimörk. Fararskjótinn var Citroen 2CV, uppnefndur bragginn. Í eyðimörkinni eru engar umferðareglur. Kappinn naut frelsisins. Hann leyfði sér að stíga þungt á bensínpedalann. Þá gerðist óhappið. Bíllinn skall ofan á steinhellu. Undirvagninn mölbrotnaði ásamt mörgum öðrum hlutum bílsins..
Úr vöndu var að ráða. Ekkert símasamband. Engir aðrir bílar á ferð. Enginn vissi af manninum þarna. 32 kílómetrar til byggða. Til allrar lukku var hann með mat og drykk sem gátu dugað til tíu daga ef sparlega var farið með. Vonlaust var að rogast með næringuna í fanginu í brennheitri sólinni. Hún var alltof þung.
Frakkinn fékk hugmynd: Hugsanlega var mögulegt að tjasla saman einhverju heillegu úr bílnum. Hanna frumstætt mótorhjól. Verra var að nothæf verkfæri voru fá í bílnum. Hann hafði takmarkaða þekkingu á bílum og mótorhjólum.
Eftir engu var að bíða. Hann puðaði langan vinnudag við að átta sig á aðstæðum. Verkið tók tólf daga. Ekki mátti seinna vera. Er hann loks náði að koma mótorhjólinu í gang átti hann aðeins hálfan lítra af vatni eftir. Hjólið skilaði honum til byggða. Þar vakti það mikla athygli. Rafvirkinn hafði fundið upp ýmsar lausnir sem mótorhjólaframleiðendur tileinkuðu sér þegar í stað.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Ferðalög, Samgöngur, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:40 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
Nýjustu athugasemdir
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Brjánn, takk fyrir þetta. jensgud 19.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: áhugaverður samanburður. https://www.youtube.com/watch?v=1651r_... Brjánn Guðjónsson 18.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, ef þú kannt ekki að meta meistaraverkin eftir Mozart, þ... Stefán 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, þú ert með skemmtilegan flöt á dæminu! jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Ingólfur, bestu þakkir fyrir góðar pælingar. jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Stefán, takk fyrir fróðleikinn. jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Gleymdi - ef ég má vera með kjaft - að ég hef aldrei skilið hve... gudjonelias 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Alveg ljóst að þarna var elítan með sína útsendara tilbúín í læ... gudjonelias 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Skemmtilegur og fróðlegur pistill. Getur verið að egóistinn -... ingolfursigurdsson 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Það má geta þess að George hélt því fram að hugmyndin að nafnin... Stefán 15.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 61
- Sl. viku: 1157
- Frá upphafi: 4120976
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1030
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Er þetta kallinn sem reddar öllu eða frændi hans??
Sigurður I B Guðmundsson, 1.10.2024 kl. 10:39
Sigurður I B, ætli hann sé ekki hvorutveggja.
Jens Guð, 1.10.2024 kl. 10:51
Þetta kallar maður að BJAGA sér og það með stæl........
Jóhann Elíasson, 1.10.2024 kl. 13:58
Jóhann, algjör snilld!
Jens Guð, 1.10.2024 kl. 15:56
Ríkisstjórn Íslands er nánast horfin í eyðimerkurgöngu sinni og ráfar þar um gagnslaus og ráðalaus, algjörlega rúin trausti. Ekkert getur bjargað þeim úr þessu, ekki einu sinni franskur rafvirki.
Stefán (IP-tala skráð) 1.10.2024 kl. 19:47
Stefán, vel mælt!
Jens Guð, 2.10.2024 kl. 07:16
Afi minn Jón Agnarsson, sem starfrækti verkstæði í 70 ár í Kópavoginum, hann vann það einstaka afrek að breyta benzínvél í díselvél. Mér er sagt að enginn kannist við að slíkt hafi verið gert hérlendis, og heldur ekki erlendis svo vitað sé.
Þetta gerði hann árið 1961-1962 og tók um 9 mánuði. Benzínvélin var úr GMC hertrukki sem hann hafði oft gert við árin á undan. Vélin var sett í Oldsmobílinn sem oft sást á götum bæjarins - grænn til 1978 en eftir það gulur, gerður upp frá 1968-1978.
Við reyndum að koma vélinni á Þjóðminjasafnið, en þá voru konur komnar til starfa sem þar réðu og vildu hafa hana hreina, nýmálaða og lýsingu með. Það er ekki enn búið.
Reyndar er bara heddið eftir, hinu var hent, en heddið er það eina sem afi smíðaði frá grunni. Hinu breyttu hann. Hann sauð heddið saman í litlu rými á verkstæðinu. Ótrúlegt að það skyldi vera hægt. Hann var svo handlaginn og nákvæmur.
Hann sauð þetta víst saman úr járnbútum. En það má ekki millimetra skakka til að stimplar og allt passi inní. Breytti líka olíuverki og gerði allskonar aukagræjur við.
Þessi vél var í notkun frá 1962 til 1966, en blokkin brotnaði einu sinni, því það er meiri þrýstingur í díselvélum. Þá endurbætti afi hana og hún var í lagi þegar hún var tekin úr og bíllinn gerður upp.
Hann setti í hann aðra díselvél úr Benz þá, því hin var frekar kraftlaus þrátt fyrir að virka sem skyldi.
En þetta er hægt.
Það hafa sagt það aðrir vélvirkjar að þetta sé talið ómögulegt og vilja fá þessa vél á safnið og lýsingu með.
Afi taldi ekkert ómögulegt í svona viðgerðum, fyrr en búið væri að reyna allt. Hann var með rennibekk og sérsmíðuð verkfæri sem hann kunni vel á.
Því miður get ég ekki lýst þessu í smáatriðum eða hvernig hann bjó til kappaskurðarvélina 1962-1963, sem var risastór og entist í 30 ár í Barðanum, ein sinnar tegundar á landinu.
Það veit enginn hvernig hann gerði þetta í smáatriðum. Hann þurfti að reikna út allskonar smáatriði að láta reimskífur og annað passa, og breyta um hraða sjálfkrafa.
En hann hafði gaman af vinnu sinni.
Þegar hann var að alast upp í sveitinni hjá pabba sínum þá var þar pínulítil smiðja rétt við húsið, og ekkert rafmagn, rennibekkur sem var fótstiginn, borvél drifin með handafli og þannig verkfæri.
Við þessar aðstæður lærði afi fyrst. Já, krakkar læra mest á því að reyna svona mikið á sig sjálf án tækninnar.
Ingólfur Sigurðsson, 2.10.2024 kl. 21:12
Ingólfur, takk fyrir þetta áhugaverða og fróðlega innlegg.
Jens Guð, 3.10.2024 kl. 06:53
Það halda sumir að Gísli Marteinn hafi fundið upp reiðhjólið, en það var Karl von Drais í Þýskalandi árið 1818.
Það voru hinsvegar strákar í Birmingham sem fundu upp heavy metal og er ég Black Sabbath ævinlega þakklátur fyrir það.
En hver fann upp skyrhræring og kæstan hákarl, shit ?
Stefán (IP-tala skráð) 3.10.2024 kl. 07:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.