Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn

  Margir bera nettan kvíðboga gagnvart jólunum - í bland við tilhlökkun vegna sigurs ljóssins yfir myrkrinu.  Honum er fagnað með mat og drykk.  Fólk gerir vel við sig og aðra.  Sælgæti af ýmsu tagi er hluti af gleðinni:  Konfekt, brjóstsykur, kökur,  tertur,  heitt súkkulaði og þessháttar er hluti af hefðinni.  Ýmsum hættir til að bæta á sig einhverjum kílóum. 

  Á nýju ári er gripið til þess ráðs að fara í megrunarkúr.  Jafnan er hann til þess verra er upp er staðið.  Þá er gott að vita að til er bráðhollur megrunarkúr.  Hann er fyrst og fremst heilskúr en hefur megrandi hliðarverkun.  Engin fita og kaloríur.  Bara prótein,  steinefni og hollusta.  Að auki kostar hann ekki neitt en kallar á skemmtilega útiveru fyrir alla fjölskylduna.

  Þetta er skordýrakúrinn.  Fjölskyldan fer út í náttúruna og safnar skordýrum:  Flugum,  möðkum,  brekkusniglum,  jötunuxum, járnsmiðum, köngulóm og svo framvegis.  Dýrin eru skoluð og síðan léttsteikt á pönnu.  Gott er að strá örlitlu salti og pipar yfir.  Þetta má snæða með soðnum kartöflum.  Einfalt, fljótlegt, holt og gott. 

    


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þetta minnir mig á... þegar litla flugan hans Fúsa datt oní sykurkerið og sagði: Hér er gott að vera! 

Sigurður I B Guðmundsson, 25.11.2024 kl. 11:03

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það eru nú takmörk fyrir því hvað maður lætur ofaní sig, en ég held áfram að "úða" í mig jólanamminu og læt ekki svona megrunarkúra eyðileggja fyrir mér ánægjuna af því......

Jóhann Elíasson, 25.11.2024 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og þrettán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband