Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt

  Jón heitinn Þorleifsson var í stöðugri uppreisn.  Hann var verkamaður en snéri sér að ritstörfum kominn á efri ár.  Hann naut sín við að yrkja níðvísur og deila á menn og málefni.

  Hann notaði nánast aldrei atkvæðarétt sinn.  Þó mætti hann á kjörstað.  Þar skráði hann níðvísu um einhvern eða einhverja á kjörseðilinn. 

  Svo bar til einn bjartan kosningadag að þingmaður Alþýðubandalagsins mætti Jóni á gangi.  Þeir voru kunnugir og heilsuðust. 

  - Sæll Jón minn. Ertu búinn að kjósa?  spurði maðurinn.  

  - Já,  aldrei þessu vant,  svaraði Jón.

  - Kaustu rétt?

  - Það veit ég ekki.  Ég krossaði við Alþýðubandalagið.

  - Þakka þér kærlega fyrir atkvæðið.  Hvað kom til?

  - Þetta var eina ráðið sem ég hafði til að strika yfir nafnið þitt!

jon_orleifs  


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Ha ha ha, gódur.laughing

Sigurður Kristján Hjaltested, 3.12.2024 kl. 09:20

2 Smámynd: Jens Guð

Sigurður Kristján,  Jón var snillingur!

Jens Guð, 3.12.2024 kl. 09:56

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þetta minnir mig á............ Þær voru þrjá á fæðingardeildinni þá segir ein: Ég á örugglega strák því ég lág undir. Þá segir önnur: Ég eignast þá líklega stelpu því ég lág ofaná. Guð minn góður sagði þá sú þriðja þá eignast ég hvolp!!

Sigurður I B Guðmundsson, 3.12.2024 kl. 15:06

4 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  þessi er rammur!  Hehehe!

Jens Guð, 3.12.2024 kl. 15:41

5 identicon

Ég hef lesið ljóðabækur eftir Jón Þorleifsson og líklega toppaði hann öll níðskáld þjóðarinnar - Einskonar einn á móti öllum.  

Stefán (IP-tala skráð) 3.12.2024 kl. 19:11

6 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  gagnrýnandi fjallaði um bók eftir Jón.  Í fyrirsögn kallaði hann bókina "Heiftarvísur".  Jón brást hinn versti við.  Kannaðist ekki við neina heift í sínum ljóðum. 

Jens Guð, 4.12.2024 kl. 06:58

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og tveimur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband