9.12.2024 | 10:13
Til minningar um gleðigjafa
Tónlistarmaðurinn og gleðigjafinn Brynjar Klemensson féll frá 24. nóvember. Hann var aðeins 67 ára. Í vina og kunningjahópi gekk hann undir nafninu Billy Start. Ástæðan var sú að hann var einskonar fylgihnöttur hljómsveitarinnar Start. Forsöngvarinn, Pétur heitinn Kristjánsson, var hans stóra fyrirmynd.
Billy átti auðvelt með að finna broslegar hliðar á mönnum og málefnum. Allt í góðlátlegri frásögn. Hann sagði skemmtilega frá. Þegar hann mætti á svæðið tilkynnti hann jafnan viðstöddum: "Billy Start mættur á kantinn!" Þetta var ávísun á fjörlegar samræður og mikið hlegið.
Billy var smá prakkari. Eitt sinn mætti hann á skemmtistað í Ármúla. "Ósköp er rólegt í kvöld. Ekkert fyrir dyravörðinn að gera," sagði hann. Ég samsinnti því. Sagði að dyravörður væri óþarfur þetta kvöldið.
Úti á miðju gólfi stóð ókunnugur miðaldra maður. Hann góndi á boltaleik á sjónvarpsskjá. Billy rölti til dyravarðarins og skrökvaði: "Sérðu manninn þarna? Þetta er alræmdur vandræðapési. Þú þarft að fylgjast vel með honum. Hann á eftir að hleypa öllu í bál og brand."
Hrekklaus dyravörðurinn lét ekki segja sér það tvisvar. Hann læddist aftan að manninum, stökk svo á hann með dyravarðafangbragði. Maðurinn var í skrúfstykki. Dyravörðurinn dró hann út á stétt og flýtti sér síðan að skella í lás. Maðurinn var alveg ringlaður. Hann bankaði - án árangurs - á dyrnar. Svo náði hann á leigubíl og fór. Þá opnaði dyravörðurinn dyrnar og allt féll í ljúfa löð.
Billy hrósaði dyraverðinum fyrir snöfurleg vinnubrögð. Við mig sagði hann: "Nú getur hann skráð í dagbók staðarins að honum hafi með lagni tekist að afstýra heilmiklu veseni!"
Meginflokkur: Löggæsla | Aukaflokkar: Spaugilegt, Spil og leikir, Tónlist | Breytt s.d. kl. 16:22 | Facebook
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
Nýjustu athugasemdir
- Til minningar um gleðigjafa: Já Billi var góður drengur, rokkari og mótorhjólakall, tókum no... Þórður Bogason 15.12.2024
- Til minningar um gleðigjafa: Að syngja falskt, að syngja óskýrt svo textar skiljast ekki, að... Stefán 12.12.2024
- Til minningar um gleðigjafa: Bjarni, ég vil bæta eftirfarandi við þína ágætu upptalningu: Tr... Stefán 11.12.2024
- Til minningar um gleðigjafa: Bjarni (#9), það má telja Diddú í hóp þessara snillinga! jensgud 11.12.2024
- Til minningar um gleðigjafa: Spilverkið, Valgeir og Egill og Bjóla. Stuðmenn, Valgeir og Egi... Bjarni 10.12.2024
- Til minningar um gleðigjafa: Stefán, takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 9.12.2024
- Til minningar um gleðigjafa: Sem fyrrverandi dyravörður og fótbolta áhugamaður verð ég að se... Stefán 9.12.2024
- Til minningar um gleðigjafa: Helga Dögg, kærar þakkir fyrir leiðréttinguna. Ég laga þetta ... jensgud 9.12.2024
- Til minningar um gleðigjafa: Bjarni (#2), ég man eftir Circus Billy Smart. Ég hef átt Spil... jensgud 9.12.2024
- Til minningar um gleðigjafa: Sæll Jens. Brynjar var fæddur 1957 og 67 ára. Hefur villst á ta... Helga Dögg Sverrisdóttir 9.12.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.12.): 1
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 245
- Frá upphafi: 4114516
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 182
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Sjálfsagt hefur nefndur Billy verið besta skinn. Hafði aldrei nein kynni af honum og blessuð sé minning hans. En talandi um dyraverði, það var eins og það væri eina skilyrðið fyrir að fá starfið væri að þú værir satískur drullusokkur.
Bjarni (IP-tala skráð) 9.12.2024 kl. 11:33
Bjarni, Billy var frábær náungi. Ég vona að þú hafir rangt fyrir þér um dyraverði.
Jens Guð, 9.12.2024 kl. 13:07
Nafnið Billy Start minnir óneitanlega svolítið á Circus Billy Smart, Var á dagsktá RÚV hvert gamlárskvöld í áratug eða lengur. Spilverkið snéri þessu síðan upp á Geir Hallgrímsson og stjórn hans og söng um sirkus Geira Smart.
Bjarni (IP-tala skráð) 9.12.2024 kl. 13:51
Sæll Jens. Brynjar var fæddur 1957 og 67 ára. Hefur villst á takka. ;)
Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 9.12.2024 kl. 14:41
Bjarni (#2), ég man eftir Circus Billy Smart. Ég hef átt Spilverksplötuna góðu í næstum hálfa öld. Lagið um Geira Smart er eitt af mínum uppáhalds lögum.
Jens Guð, 9.12.2024 kl. 16:21
Helga Dögg, kærar þakkir fyrir leiðréttinguna. Ég laga þetta í hvelli
Jens Guð, 9.12.2024 kl. 16:22
Sem fyrrverandi dyravörður og fótbolta áhugamaður verð ég að segja að þarna var um frekar ljótan hrekk að ræða. Það er vissulega langt síðan að ég vann sem dyravörður í aukastarfi, en þeir sem unnu með mér við slíkt á mjög stórum skemmtistað voru úrvalsmenn, nema einn sem í starfi barnaði unga drukkna stúlku á staðnum. Ég get því frætt Bjarna um það að þeir ddyraverðir sem ég vann með og aðrir dyraverðir sem ég þekkti þá voru ekki satískir drullusokkar. Slík lýsing á frekar við um bandaríska rappara sýnist mér.
Stefán (IP-tala skráð) 9.12.2024 kl. 16:35
Stefán, takk fyrir upplýsingarnar.
Jens Guð, 9.12.2024 kl. 17:12
Spilverkið, Valgeir og Egill og Bjóla. Stuðmenn, Valgeir og Egill. Þursaflokkurinn Egill og Karl Sighvats, besta sveit sögunnar.
Bjarni (IP-tala skráð) 10.12.2024 kl. 19:33
Bjarni (#9), það má telja Diddú í hóp þessara snillinga!
Jens Guð, 11.12.2024 kl. 07:35
Bjarni, ég vil bæta eftirfarandi við þína ágætu upptalningu: Trúbrot, Náttúra, Svanfríður, Eik, Utangarðsmenn, Baraflokkurinn, GCD, Jet Black Joe og líka Sugarcubes ef tvær seinni plötur þeirra hefðu ekki verið jafn lélegar og sú fyrsta var góð.
Stefán (IP-tala skráð) 11.12.2024 kl. 19:32
Að syngja falskt, að syngja óskýrt svo textar skiljast ekki, að syngja öðruvísi. Nú er deilt harkalega um slíkt eftir dóm Jónasar Sen um hljómleika með Bríeti. Birgir Örn ver Bríeti á þeim forsemdum að sjálfur fékk hann harkalega gagnrýni og það fyrir að syngja falskt. Nánast heimsfrægur íslenskur söngvari, Einar Örn var sakaður um hið sama og hann komst upp með það. Báðir voru þeir afkastamiklir og vinsælir tónlistarmenn. Meistari Megas söng þannig að margir náðu ekki að skilja hvað hann söng um og fyrir það fékk hann listamannalaun. ,, Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið ,, skrifar Jónas Sen. Það minnir mig á ekki minni spámann en sjálfan Bob Dylan. Það væri alveg skelfilegt ef allir myndu syngja eins. Tæknilega séð var Freddie Mercury klárlega helmingi betri söngvai en Tom Waits, en mér finnst jafn gaman að hlusta á þá báða. Eitt er víst að hver syngur með sínu nefi eða með sínum munni, svo er bara að standa á sínu og þola harkalega gagnrýni.
Stefán (IP-tala skráð) 12.12.2024 kl. 13:53
Já Billi var góður drengur, rokkari og mótorhjólakall, tókum nokkra rúnta saman
Þórður Bogason (IP-tala skráð) 15.12.2024 kl. 09:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning