Framhald á frásögn af undarlegum hundi

  Þegar hér var komið sögu var hundinum komið fyrir í Kirkjubæ,  fámennu smáþorpi á Straumey.  Flottu þorpi með sögu.  Úti fyrir þorpinu er smá hæð á veginum.  Þar er einnig eins og dæld.  Venjulega er ekið þar um á litlum hraða.  Samt nógum til að bíllinn eins og stekkur yfir.

  Hundurinn tók þegar í stað að leggjast flatur í dældina á veginum þegar bílar óku þar um.  Bílstjórar urðu hans ekki varir fyrr en ekið hafði verið yfir hann.  Þá var þeim illa brugðið en hvutti stóð upp,  hristi sig og beið eftir næsta bíl.  Tóku þeir þá gleði sína á ný. 

  Einhverra hluta vegna brá seppi aldrei á leik við íbúa Kirkjubæjar.  Einhverra hluta vegna náði hann alltaf að staðsetja sig á veginum .þannig að hann varð ekki undir hjóli.  Nema einu sinni.  Þá voru dagar hans taldir.    

snati


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Var hann greindur með þunglyndi????????

Jóhann Elíasson, 8.1.2025 kl. 19:44

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þetta minnir mig á....Nú eru jólin búin og jólasveinarnir farnir heim til sín nema einn: Hann varð að hætta vegana þess að hann "stakk í stúf"!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 8.1.2025 kl. 19:52

3 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  góð spurning!

Jens Guð, 9.1.2025 kl. 06:43

4 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  laughinglaughinglaughing

Jens Guð, 9.1.2025 kl. 06:44

5 identicon

Hundar eru hvimleið kvikind, geltandi dag og nótt, glefsandi hælana á þér þegar þú gengur framhjá.

Eina ástæðan fyrir því að fólk fær sér hund er að það er enginn annar í fjölskyldunni sem fagnar því þegar þú kemur heim, brotinn og beygður eftir enn einn dag á skrifstofunni.

Bjarni (IP-tala skráð) 9.1.2025 kl. 16:41

6 Smámynd: Jens Guð

jarni,  takk fyrir áhugaverðan fróðleik um hunda. 

Jens Guð, 9.1.2025 kl. 18:33

7 identicon

Það er nokkuð til í því sem Bjarni skrifar hér að ofan, en það á þó sérstaklega við um hunda sem eru í eigu óhæfra eigenda. Hundar velja sér ekki ,, foreldra ,, frekar en börn og þegar eigendur hunda eru ,, hvimleið kvikindi ,, þá verða hundarnir það líka. Allt of mikið er um lausagöngu hunda hér á höfuðborgarsvæðinu. Slíkt stafar af frekju og tillitsleysi eigenda þeirra. Svona fólk sem ætla má að gefi ekki stefnuljós í umferðinni og svíni fyrir aðra á þröngum bílastæðum við verslanir. Alveg óþolandi pakk sem hagar sér þannig og maður getur ímyndað sér hverskonar uppalendur barna og hunda slíkt fólk er.   

Stefán (IP-tala skráð) 9.1.2025 kl. 19:35

8 Smámynd: Jens Guð

Stefán, þetta er áhugaverð pæling hjá þér.

Jens Guð, 10.1.2025 kl. 06:56

9 identicon

Hundleiðinlegur,hundfúll, það er enginn hundskemmtilegur

Bjarni (IP-tala skráð) 10.1.2025 kl. 20:04

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Er einhver hundur í þér Bjarni???????

Jóhann Elíasson, 10.1.2025 kl. 23:40

11 Smámynd: Jens Guð

Bjarni,  sumir búa að hundaheppni.  

Jens Guð, 11.1.2025 kl. 09:00

12 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  góður!

Jens Guð, 11.1.2025 kl. 09:00

13 identicon

Svo eru það skíthælarnir sem hirða ekki upp skítinn eftir hunda sína. Ég gef skit í svoleiðis fólk. 

Stefán (IP-tala skráð) 14.1.2025 kl. 20:46

14 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  þú ert væntanlega að vísa til garðsins sem áður hýsti leikskólann Njálsborg.

Jens Guð, 15.1.2025 kl. 06:51

15 identicon

Maður sér bara til fólks út um allt með skítandi hunda, sem lætur sig hverfa án þess að hirða upp skítinn. Skítt með túristana sem skila af sér út um allt úti í náttúrunni.

Stefán (IP-tala skráð) 15.1.2025 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og fjórtán?
Nota HTML-ham