Kallinn sem reddar

  Öll þekkjum við kallinn sem reddar málunum.  Þennan sem getur lagað alla hluti sem farið hafa úrskeiðis.  Einnig getur hann sett saman hluti af öllu tagi án þess að skoða leiðarvísi.  Sama hvort það eru IKEA innréttingar eða tölvur eða hvað sem er.  Hann getur meira að segja græjað sundlaug eins og hendi sé veifað.

  Einkenni reddarans er að hann sniðgengur fagurfræði hlutanna.  Hann er meira fyrir klastur;  að hluturinn virki.  Sjón er sögu ríkari.

kallinn reddar hurð við stigaopkallinn var ekki í vandræðum með að koma of stórri hurð fyrirkallin græjar klósettskálkallinn reddar sundlaugkallinn kom klósettrúllunni snyrtilega fyrirkallinn reddar handfrjálsum síma  kallinn reddar sturtuhaus


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessar myndir ríma alveg við það sem var t.d. rætt Í Bítið á Bylgjunni í morgun, þ.e. stórgallaðar nýbyggingar út og suður vegna handvammar, flýtigangs og græðgi verktaka sem spara með ódýru erlendu vinnuafli sem kann ekki til verka.  

Stefán (IP-tala skráð) 5.2.2025 kl. 11:38

2 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  ég þarf að tékka á Bítinu.

Jens Guð, 5.2.2025 kl. 11:40

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

"Oft er kapp best með forsjá" eins og Stefán bendir svo vel á......

Jóhann Elíasson, 5.2.2025 kl. 12:08

4 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  segðu!

Jens Guð, 5.2.2025 kl. 13:00

5 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Mér finnst að maður eigi ekki að hrósa sjálfum sér nema hóflega og því vil ég hérna segja að afi minn var fagmaður en ég er meira reddari, og þó bara fyrir mig og kunningja.

Ég hef voðalega gaman af að fikta í rafeindatækjum eins og útvörpum og segulböndum, og var kallaður takkaóður. Ég lærði ekki nema hálfan vetur rafeindavirkjun í Iðnskólanum haustið 1996, en samt get ég lagað ýmislegt sem er að útvörpum og hljómtækjum, því ég er búinn að grúska og stunda sjálfsnám.

Afi hinsvegar skammaði mig fyrir fráganginn á útvörpum og segulböndum, með takka út um allt sem eyðilögðu útlitið, en ég sagði að það væri til að bæta hljómgæðin.

Afi passaði uppá útlitið á því sem hann var að vinna við, og hann vissulega var eins og Stjáni meik, að gera fleira en aðrir gerðu, en hann var þó að vinna fyrir viðskiptavini og hefði tapað peningum og viðskiptum annars.

Þannig að hann hafði það fyrir sið að hringja í fólkið sem hann var að vinna fyrir, og fá leyfi fyrir öllu svona sem gat orkað tvímælis.

Ingólfur Sigurðsson, 5.2.2025 kl. 15:33

6 Smámynd: Jens Guð

Ingólfur,  takk fyrir skemmtilega frásögn.

Jens Guð, 5.2.2025 kl. 16:47

7 identicon

,, Ég kýs ljótasta húsið í borginni og þú andar á það.

Húsið fýkur burt !  ,,

   Ólafur Haukur Símonarson

Stefán (IP-tala skráð) 5.2.2025 kl. 19:47

8 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  ég kveiki ekki á perunni.

Jens Guð, 5.2.2025 kl. 19:59

9 Smámynd: Grímur Kjartansson

Sumum tekst að sameina notagildi, gæði og fallega hönnun - en það kostar meira

Bang & Olufsen

Grímur Kjartansson, 5.2.2025 kl. 20:13

10 Smámynd: Jens Guð

Grímur,  svo sannarlega rétt hjá þér. 

Jens Guð, 5.2.2025 kl. 20:56

11 identicon

Já Jens, ég var að lesa ljóðabók eftir Ólaf Hauk og fannst þessi fyrripartur ljóðs hans eiga við í umræðunni, því að sum ný hús eru svo ljót að þau mættu fjúka burt, t.d. margbruðlaða Landsbankahúsið.

Stefán (IP-tala skráð) 5.2.2025 kl. 20:59

12 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  Ólafur Haukur er flottur.

Jens Guð, 6.2.2025 kl. 08:04

13 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ætli kallinn sem reddar öllu sé ekki búinn að gefa bílaframleiðundum hugmynd að hafa síma innbyggða í stýrinu? Eða ætti hann ekki að sækja um einkaleyfi fyrir þessari snildarhugmynd??

Sigurður I B Guðmundsson, 6.2.2025 kl. 10:22

14 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  hugmyndin er snilld - eins og margt annað hjá reddaranum.

Jens Guð, 6.2.2025 kl. 10:28

15 identicon

Þegar allt er komið í ógöngur og engin lausn í augsýni þá er ekki galið að leita til kafskeggjaða kallsins með einföldustu og ódýrustu lausnirnar

Kallar rúla, kellingar skúra.

Bjarni (IP-tala skráð) 8.2.2025 kl. 02:29

16 Smámynd: Jens Guð

Bjarni,  sumt er til í þessu.  Eða þannig.

Jens Guð, 8.2.2025 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og þremur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.