12.2.2025 | 10:23
Frábær kvikmynd
- Titill: The Complete Unknown
- Lengd: 141 mín
- Einkunn:**** (af 5)
Myndin lýsir því þegar 19 ára söngvaskáldið Bob Dylan kemur til New York 1961. Hann var fæddur og uppalinn í Minnesota. Fyrirmyndir hans voru vísnasöngvararnir í New York. Þar á meðal aðal idolið, Woody Guthrie.
Blessunarlega eru leikararnir í myndinni ekki látnir herma nákvæmlega eftir fyrirmyndunum. Helstu sérkenni er þó stuðst við. Eðlilega reynir mest á hæfileika Timothée Chalamet. Hann leikur Dylan listilega vel; hvort heldur sem er í gítarleik, munnhörpublæstri, tali eða töktum. Hann er aðdáanlega jafnvígur á öllum þessum sviðum.
Monica Barbaro er eiginlega senuþjófur í hlutverki Joan Baez. Hún fær það erfiða verkefni að túlka ofurflotta söngrödd Baez. Útkoman er óaðfinnanleg.
Aðrir leikarar eru hver öðrum betri. Tónlistar- og þroskaferli Dylans er fylgt eftir fram til ársins 1965. Kauði er breyskur eins og flestir. Hann ræður illa við skyndilega ofurfrægð. Á það til að vera önugur, ótrygglyndur, vita ekki hver eru næstu skref og er í stöðugri vörn gagnvart samferðafólki sem setur fram ýmsar kröfur um framhaldið.
Myndin er áhugaverð í alla staði. Ekki bara fyrir aðdaendur Dylans. Líka þá sem eru að kynnast honum í fyrsta sinn. Tónlistin er að sjálfsögður fyrirferðamikil og skemmtileg. Lögin mörg hver fá að njóta til enda. Fyrir bragðið er myndin löng. Sem er gott. Enda meiriháttar lög og ennþá glæsilegri og safaríkari textar.
Ég hvet fólk til að drífa sig í bíó og njóta skemmtunarinnar í hæstu hljómgæðum.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Kvikmyndir, Ljóð, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 11:02 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Svangur frændi
- 4 lög með Bítlunum sem þú hefur aldrei heyrt
- Stórhættulegar Færeyjar
- Aldeilis furðulegt nudd
- Frábær kvikmynd
- Kallinn sem reddar
- Af hverju hagar fólk sér svona?
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
Nýjustu athugasemdir
- Svangur frændi: Var ekki kellingarangin bara heppin, engu stolið og pörupilturi... Bjarni 14.3.2025
- Svangur frændi: Stefán, ég kannast við þetta. jensgud 13.3.2025
- Svangur frændi: Tryggingastofnun gleypir t.d. hverja krónu jafnóðum og lífeyris... Stefán 12.3.2025
- Svangur frændi: Stefán, hvað gerði Tryggingastofnun af sér? jensgud 12.3.2025
- Svangur frændi: Það eru nú til stærri og umfangsmeiri afætur en þessi gutti, t.... Stefán 12.3.2025
- Svangur frændi: Jóhann, óheppni eltir suma! jensgud 12.3.2025
- Svangur frændi: Já það er vandlifað í þessari veröld. Það er aldrei hægt að ga... johanneliasson 12.3.2025
- 4 lög með Bítlunum sem þú hefur aldrei heyrt: Brynjar, þetta vissi ég ekki. Takk fyrir fróðleikinn. jensgud 7.3.2025
- 4 lög með Bítlunum sem þú hefur aldrei heyrt: Vissirðu að Pósturinn Páll syngur bakraddir á Hvíta albúmi Bítl... Brynjar Emil Friðriksson 6.3.2025
- 4 lög með Bítlunum sem þú hefur aldrei heyrt: Ingólfur, bestu þakkir fyrir þessa áhugaverðu samantekt. jensgud 5.3.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.3.): 5
- Sl. sólarhring: 85
- Sl. viku: 1188
- Frá upphafi: 4129894
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 1019
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
sigurjonth
-
asthildurcesil
-
siggith
-
hallarut
-
reykur
-
rannveigh
-
skulablogg
-
fiski
-
gudruntora
-
asgerdurjona
-
zeriaph
-
jevbmaack
-
lehamzdr
-
ffreykjavik
-
fuf
-
stormsker
-
xfakureyri
-
jonmagnusson
-
palmig
-
jonaa
-
jakobsmagg
-
ktomm
-
th
-
jenfo
-
gurrihar
-
kiddirokk
-
hlynurh
-
skessa
-
prakkarinn
-
maggadora
-
skinkuorgel
-
agustolafur
-
einherji
-
heidathord
-
atlifannar
-
konukind
-
gudnim
-
730
-
blekpenni
-
heida
-
annabjo
-
vglilja
-
sleggjan007
-
markusth
-
bergruniris
-
aevark
-
rannthor
-
katrinsnaeholm
-
birgitta
-
jullibrjans
-
fararstjorinn
-
agny
-
ippa
-
hugrunj
-
aring
-
ikjarval
-
gujo
-
bjorgvinbjorgvinsson
-
drhook
-
runarsv
-
sjos
-
doriborg
-
haukurn
-
gammon
-
millarnir
-
robbitomm
-
korntop
-
killjoker
-
vantru
-
evathor
-
partners
-
heiddal
-
meistarinn
-
skrifa
-
heidistrand
-
iaprag
-
semaspeaks
-
svei
-
jonthorolafsson
-
sverrir
-
bonham
-
bjarnihardar
-
sigurgeirorri
-
ladyelin
-
birnamjoll
-
veraknuts
-
fia
-
plotubudin
-
ringarinn
-
nonninn
-
larahanna
-
juliusvalsson
-
skari60
-
ingvarvalgeirs
-
lubbiklettaskald
-
kolgrimur
-
olinathorv
-
hreinsi
-
baddinn
-
hrolfur
-
jenni-1001
-
handsprengja
-
ahi
-
perlaheim
-
gudrunmagnea
-
ommi
-
hemba
-
grumpa
-
bergthora
-
grafarholt
-
mummigud
-
athena
-
sigaxel
-
bjolli
-
gummiarnar
-
kerchner
-
rustikus
-
hordurj
-
thegirl
-
birna-dis
-
siggivalur
-
krizziuz
-
fridaeyland
-
evabenz
-
quackmore
-
andres08
-
bleikaeldingin
-
bardurorn
-
snorris
-
ver-mordingjar
-
nexa
-
thorasig
-
lindalinnet
-
gudni-is
-
mordingjautvarpid
-
arh
-
sinfonian
-
raggipalli
-
mongoqueen
-
lovelikeblood
-
holi
-
jakobk
-
rannveigbj
-
stebbifr
-
credo
-
ylfalind
-
herdis
-
steinnhaf
-
halo
-
gullilitli
-
810
-
motta
-
leifurl
-
janus
-
ljonid
-
kerla
-
solir
-
nilli
-
guru
-
steinnbach
-
skagstrendingur
-
hemmi
-
gunnar
-
hannamar
-
mosi
-
geislinn
-
hlekkur
-
luther
-
zumann
-
jara
-
hector
-
malacai
-
polly82
-
hughrif
-
einarlee
-
loopman
-
sign
-
destiny
-
gilsneggerz
-
thuridurbjorg
-
liljabolla
-
saethorhelgi
-
svatli
-
siggiholmar
-
folkerfifl
-
sigurjonsigurdsson
-
eythora
-
kiddijoi
-
kjartanis
-
rosagreta
-
gurkan
-
killerjoe
-
gthg
-
gebbo
-
laugatun
-
tru
-
presley
-
siggileelewis
-
helgamagg
-
doddilitli
-
kjarrip
-
steinibriem
-
huldumenn
-
jobbisig
-
id
-
mp3
-
blomid
-
ketilas08
-
lilly
-
hjolaferd
-
lostintime
-
skordalsbrynja
-
birtabeib
-
karitryggva
-
marzibil
-
zunzilla
-
fjola
-
storibjor
-
rannug
-
glamor
-
venus
-
eurovision
-
skjolid
-
einarsigvalda
-
minna
-
austurlandaegill
-
coke
-
eyja-vala
-
harpao
-
ljosmyndarinn
-
doriegils
-
lordbastard
-
neddi
-
holmarinn
-
vga
-
bus
-
dolli-dropi
-
vefritid
-
eirikurgudmundsson
-
hallibjarna
-
svetlana
-
blues
-
huxa
-
judas
-
asdisran
-
omarpet
-
skattborgari
-
himmalingur
-
neytendatalsmadur
-
salkaforlag
-
kje
-
laufabraud
-
vestskafttenor
-
gunnarggg
-
esb
-
ingvarari
-
gunnarpalsson
-
hreinn23
-
saltogpipar
-
hergeirsson
-
jea
-
arniarna
-
psychosurfer
-
metal
-
hreinsamviska
-
godinn
-
krissa1
-
robertb
-
perlaoghvolparnir
-
brandurj
-
madddy
-
tibet
-
minkurinn
-
hallidori
-
liso
-
graceperla
-
mrsblues
-
gummiogragga
-
sisvet
-
vild
-
holar
-
presleifur
-
helgadora
-
xjonsig
-
helgananna
-
meyjan
-
tungirtankar
-
visindavaka
-
borgarfjardarskotta
-
mal214
-
vilberg
-
brandarar
-
einarhardarson
-
steffy
-
adhdblogg
-
litliper
-
audunnh
-
gotusmidjan
-
saemi7
-
dorje
-
sterlends
-
jgfreemaninternational
-
aloevera
-
lucas
-
olibjossi
-
bestfyrir
-
helgigunnars
-
gleymmerei
-
leifur
-
ace
-
diesel
-
methusalem
-
astroblog
-
lynx013
-
brell
-
kikka
-
doddyjones
-
sigurjon
-
birnast
-
gunnarbjorn
-
disdis
-
valdinn
-
ragnar73
-
helgatho
-
cigar
-
parker
-
manisvans
-
kerubi
-
mis
-
bmexpress
-
drum
-
gisgis
-
finni
-
tbs
-
topplistinn
-
rognvaldurthor
-
pjeturstefans
-
gullfoss
-
lotta
-
thjodarsalin
-
freyrholm
-
olii
-
gattin
-
bjornj
-
olafiaherborg
-
rallysport
-
sur
-
sigrunzanz
-
rafng
-
hrannsa
-
draumur
-
aslaugas
-
aeon
-
gumson
-
glamur
-
skinogskurir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
westurfari
-
bookiceland
-
braskarinn
-
elfarlogi
-
komediuleikhusid
-
elismar
-
emilhannes
-
fingurbjorg
-
frida-litlah
-
gudjul
-
gp
-
gusg
-
gubo
-
vgblogg
-
hafthorb
-
morgunblogg
-
sveinnelh
-
rattati
-
diva73
-
itlajh
-
minos
-
kliddi
-
daliaa
-
axelma
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
fun
-
jaisland
-
jeremia
-
johanneliasson
-
eyfeld
-
johannesthor
-
stjornun
-
josefsmari
-
x-d
-
kristjan9
-
larusg
-
lifsrettur
-
lifsyn
-
loftslag
-
ludvikludviksson
-
margretsverris
-
mofi
-
sumri
-
skari
-
raffi
-
rso
-
roslin
-
runarf
-
jardytan
-
sigridursig
-
joklamus
-
siggifannar
-
sigurdurig
-
stjornlagathing
-
stefanjul
-
stommason
-
steinki
-
svanurg
-
spurs
-
sveinneh
-
tryggvigunnarhansen
-
myworld
-
valdimarjohannesson
-
valmundur
-
vest1
-
totibald
Athugasemdir
Blessaður Jens.
Sonur minn tvítugur, sagði mömmu sinni að hún ætti að fara með mig á þessa mynd, það er í síðustu borgarferð.
Eftir lestur þinn er ég alveg sammála honum.
Nýbúinn að horfa tvisvar á Elton John og Freddie Mercury, núna virðist enn ein gæðamyndin vera komin um þessar goðsagnir æsku minnar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.2.2025 kl. 17:47
Ég dýrkaði Bob Dylan sem unglingur. Ég þótti gamaldags, því þá var pönkið vinsælast hjá mínum jafnöldrum og svo nýbylgjan, Wham og Duran Duran. Ég tengdi ekki við svoleiðis tónlist, þar fann ég enga dýpt. Bob Dylan og Megas, þeir ortu um sársauka, ósigra ekki síður en sigra. Þeir sungu með rödd sem var ekki flauelsmjúk og því var gott að bera sig saman við ófullkomleikann.
Ég hef haldið upp á Bob Dylan allt mitt líf. Núna í um það bil 10 ár eftir að ég fór að lesa vefsíðu eftir mann sem heitir David Weir og einnig eftir að hafa lesið ævisögur um Bob Dylan, þá hef ég séð hverskonar mann hann hefur að geyma, og hvernig hann traðkaði á fólki, stakk vini sína í bakið, rændi hljómplötum, sveik og laug, og notaði fólk, sérstaklega í upphafi ferilsins. Hann var karlhóri sem svaf hjá konum og stúlkum til að fá sitt fram og komast inn hjá útgáfufyrirtækjum og öðrum í áhrifastöðum. Allt þetta er hægt að lesa um í ævisögunum. Þetta er ekki slúður, fyrst það er hægt að lesa um þetta í ýmsum ævisögum um hann.
Ef rétt er sumt sem Sara eiginkona hans sagði í kringum skilnaðinn 1977 þá er hann ofbeldishneigður, en aðdáendur hans vilja þagga það niður. Hann á það þá sameiginlegt með ýmsum öðrum frægum.
Tónlist hans var í upphafi öll stolin og umbreytt verk eftir aðra, en skáld var hann gott frá upphafi og er enn.
David Weir er held ég kennari á eftirlaunum. Hann hefur lesið út úr textum Bob Dylans að sögupersónur hans séu allt fremur ómerkilegir menn og breyzkir og á mörkum þess löglega, morðingjar, nauðgarar og fleira, en hann hrósar Bob Dylan samt fyrir að vera eins og Shakspeare og stærstu skáldin, sem lýsa mannlegum persónuleikum sérlega vel, en oftast að vísu í fyrstu persónu.
Ég vil ekki að þetta sé lesið sem slúður um Bob Dylan, en um hann hafa verið skrifaðar firna margar bækur og hann er orðinn að hálfgerðri stofnun og mýtu í lifanda lífi. Slík frægð og ríkidæmi kallar á öfund.
Clinton Heylin er einn af þeim sem lifa á Bob Dylan með því að skrifa um hann. Margt af því neikvæða hef ég eftir honum um Dylan og úr fjölmörgum bókum eftir hann um ævi Dylans og hans störf.
Þrátt fyrir þetta þá held ég vissulega enn upp á Bob Dylan. Það er gott að hafa það hugfast að mikilmenni geta líka átt stóra bresti og galla í fari sínu. Jafnvel mætti segja að ofurfrægð sé oft á kostnað annarra.
Ingólfur Sigurðsson, 12.2.2025 kl. 18:27
Ómar, mér þótti gaman að sjá að töluvert margir unglingar voru í salnum. Reyndar fleiri dáldið eldri. Samt.
Jens Guð, 12.2.2025 kl. 18:50
Ingólfur, takk fyrir þessa áhugaverðu samantekt hjá þér. Ég hef alltaf sótt í tónlist Dylans. Sömuleiðis hef ég lesið margt um hann og eftir hann. Joan Baezs gerir skemmtilega upp við hann í laginu Diamonds and Rust. Honum var illa brugðið.
https://youtu.be/IrVD0bP_ybg
Jens Guð, 12.2.2025 kl. 18:58
Ég hef frá unglings aldri verið mikill aðdáandi Bob Dylan sem tónlistarmanns og set hann sem slíkan við hlið David Bowie, Paul McCartney og John Lennon í efstu hillu. Sem drullusokkur gæti Bob Dylan deilt sæti með John Lennon og það er auðvitað ekkert til að hreykja sér af. Hef séð Bob Dylan þrisvar sinnum á hljómleikum og voru þeir ólíkir og misjafnir að gæðum. Deili því með Ómari hér að ofan að vera líka aðdáandi Elton John og Freddy Mercury og náði að njóta hljómleika með þeim báðum, auk áhugaverðra kvikmynda um þá báða. Að lokum: Ef það verður gerð mynd um Einar áttavillta Þorsteins, þá hlýtur það að verða stuttmynd.
Stefán (IP-tala skráð) 12.2.2025 kl. 19:27
Stefán, góður! Einar fær plús fyriur að vera tengdapabbi Magga Stefáns trommara Utangarðsmanna. Það telur.
Jens Guð, 12.2.2025 kl. 20:38
Svo er Einar Þorsteinsson núverandi borgarstjóri í Reykjavík, tengdasonur Magga Stef trommara Utangarðsmanna, Egós og Sinfóníuhljómsveitar Íslands.........
Jóhann Elíasson, 12.2.2025 kl. 22:47
Jóhann, bestu þakkir fyrir fróðleikinn. Ég ruglaði þeim Magga og Einari saman í svari til Stefáns hér fyrir ofan. Maggi er dúndurgóður trommari.
Jens Guð, 12.2.2025 kl. 23:50
Myndin var mér ekki til mikilla vonbrigða en samt bjóst ég við meiru.
Bjóst við dekkri harðari lífsbaráttu, skautað ansi hratt yfir í vinsældar kjarnans í lífi hans.
Líklega var ekki við ôðru að búast.
Gaman væri að vita hans skoðun?
L (IP-tala skráð) 14.2.2025 kl. 02:41
L, myndin var ekki gerð í óþökk Dylans. Hann fékk að fylgjast með gerð hennar, sem einskonar ráðgjafi.
Jens Guð, 14.2.2025 kl. 15:03
Ég vil benda áhugasömum á frábær skrif Illuga Jökussonar á heimildin.is um uppruna meistara Bob Dylan.
Stefán (IP-tala skráð) 18.2.2025 kl. 10:39
Stefán, takk fyrir ábendinguna. Ertu búinn að sjá kvikmyndina?
Jens Guð, 18.2.2025 kl. 17:27
Ekki séð kvikmyndina en hef séð einhverjar myndir um kappann og lesið ágæta bók hans Chronicles-Volume 1, bíð eftir framhaldinu.
Stefán (IP-tala skráð) 18.2.2025 kl. 18:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning