Frábćr kvikmynd

 - Titill: The Complete Unknown

 - Lengd:  141 mín

 - Einkunn:**** (af 5)

  Myndin lýsir ţví ţegar 19 ára söngvaskáldiđ Bob Dylan kemur til New York 1961.  Hann var fćddur og uppalinn í Minnesota.  Fyrirmyndir hans voru vísnasöngvararnir í New York.  Ţar á međal ađal idoliđ, Woody Guthrie. 

  Blessunarlega eru leikararnir í myndinni ekki látnir herma nákvćmlega eftir fyrirmyndunum.  Helstu sérkenni er ţó stuđst viđ.  Eđlilega reynir mest á hćfileika Timothée Chalamet.  Hann leikur Dylan listilega vel;  hvort heldur sem er í gítarleik,  munnhörpublćstri,  tali eđa töktum.  Hann er ađdáanlega jafnvígur á öllum ţessum sviđum.  

  Monica Barbaro er eiginlega senuţjófur í hlutverki Joan Baez.  Hún fćr ţađ erfiđa verkefni ađ túlka ofurflotta söngrödd Baez.  Útkoman er óađfinnanleg.  

  Ađrir leikarar eru hver öđrum betri.  Tónlistar- og ţroskaferli Dylans er fylgt eftir fram til ársins 1965.  Kauđi er breyskur eins og flestir.  Hann rćđur illa viđ skyndilega ofurfrćgđ.  Á ţađ til ađ vera önugur,  ótrygglyndur,  vita ekki hver eru nćstu skref og er í stöđugri vörn gagnvart samferđafólki sem setur fram ýmsar kröfur um framhaldiđ.

  Myndin er áhugaverđ í alla stađi.  Ekki bara fyrir ađdaendur Dylans.  Líka ţá sem eru ađ kynnast honum í fyrsta sinn.  Tónlistin er ađ sjálfsögđur fyrirferđamikil og skemmtileg.  Lögin mörg hver fá ađ njóta til enda.  Fyrir bragđiđ er myndin löng.  Sem er gott.  Enda meiriháttar lög og ennţá glćsilegri og safaríkari textar. 

  Ég hvet fólk til ađ drífa sig í bíó og njóta skemmtunarinnar í hćstu hljómgćđum. 

 


« Síđasta fćrsla

Bćta viđ athugasemd

Hver er summan af ţremur og fimm?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband